Yfirlýsing frá Val: Látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði 21. nóvember 2016 16:00 Eins og fjallað hefur verið um lauk körfuboltaleik sem fór fram í 9. flokki kvenna um helgina með stórsigri, 101-2. Sjá einnig: Ósætti eftir 101-2 sigur í stúlknaflokki: Við spiluðum heiðarlegan körfubolta Vegna þessa hefur körfuknattleiksdeild Vals sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Vegna leiks í 9. flokk stúlkna í körfuknattleik og ummæla í kjölfarið Körfuknattleikur er göfug og fögur íþrótt, í sinni einföldustu mynd er markmiðið að skora fleiri stig en andstæðingurinn. Sem í daglegu tali er kallað að vinna. Það er markmið flestra sem fara í kappleik að sigra, a.m.k. eftir að þátttöku í yngstu aldurshópum lýkur. Sú tilfinning að sigra er sæt og með sama hætti getur verið súrt að tapa kappleik. Flest lið upplifa hvorutveggja, sigra stundum og tapa stundum. Heilbrigður gangur leiksins og lífsins. Hins vegar eru flestir sammála um þá augljósu staðreynd að það er ekki sama hvernig er unnið og hvernig fólk hegðar sér og / eða tekur tapi. Um það þarf ekki að skrifa lærða texta. Þessi staðreynd blasir við öllum sem vilja kynna sér málið. Því kom það okkur mjög á óvart að fá þær dapurlegu fréttir, á fögru nóvemberkvöldi, að leik hafi lokið 101-2. Burt séð hvort liðin heita Valur og Grindavík eða eitthvað annað, en bara sú kjánalega staðreynd að þetta sé að gerast á fögrum haustdegi árið 2016 er dapurlegt. Það blasir við að sigurliðið lærði ekkert af þessum leik, nema mögulega að vinna úr sektarkennd. Liðið sem tapaði lærir sennilega eitthvað meira, t.d. um gildi samstöðu, vináttu og bróðernis. En ekkert um körfubolta, svo mikið er víst. Við höfum oftsinnis, bæði í körfuknattleik og öðrum greinum íþrótta séð keimlík úrslit og mörg sem leikið hafa íþróttir hafa tapað stórt og unnið stórt. Margar íþróttagreinar, t.d. körfubolti hefur sett inn reglur til að hafa vit fyrir uppákomum sem þessum, t.d. að yngstu iðkendum er óheimilt að pressa fyrir framan miðju. Í barnamótum í knattspyrnu er ekki skráð nema 3 marka mismunur leikja, burt séð frá niðurstöðu leiksins. Allt þetta er gert til að tryggja að ekki sé verið að vanvirða leikinn og niðurlægja andstæðing af óþörfu. Vegna þess að það skiptir ekki máli hvort sigur sé með einu stigi eða 99. Það er sama niðurstaða. Við í Val teljum engan hag í því að fara að rifja upp atvik þessa leiks, hversu mikið var pressað, eða hvað var sagt eða ósagt við dómara. Við þekkjum þær staðreyndir og að vera að gífra um þá atburðarrás breytir ekki þessari sorglegu niðurstöðu. Við teljum heldur ekki hag í því að vera skammast í Grindavík eða þjálfara þeirra, skömm þeirra er ugglaust næg og óþarfi að bæta þar í. Það er von okkar að þeim gangi vel að jafna sig eftir þetta áfall. Við viljum ítreka fyrir fólki, lærðum og leiknum að halda persónum fyrir utan þessa umræðu en hvetjum til umræðu um uppeldislegt gildi íþrótta. Mikilvægi þess að vinna í hópi, læra aga og gildi þess að setja sér markmið. Þá viljum við hvetja körfuknattleikshreyfinguna að fara í naflaskoðun um uppbyggingu kvennakörfubolta. Það er mat okkar og fleiri að þar ríkir kreppa, brottfall er of mikið og eru slys sambærilegt þessu ekki til að bæta það ástand. En þessi umræða á sér ekki aðeins stað hér á landi heldur víða um heim, og nærtækt er að benda á keimlíkt atvik sem átti sér stað í Kaliforníu á síðasta ári þar sem lið Arroyo Valley sigraði Bloomington High, 162-2. Það var öllum ljóst; fyrir, á meðan og eftir leik Vals og Grindavíkur að yfirburðir Grindavíkurstúlkna voru og eru miklir á körfuboltavellinum. Grindavík vann leikinn og óskum við þeim til hamingju með það. Það er einnig öllum ljóst að það eru til rúmlega óteljandi leiðir sem hægt er að fara fyrir þjálfara sem hefur lið sem er með svona yfirburði til að koma í veg fyrir svona skipbrot. En sigurvegarar helgarinnar í hjörtum okkar eru stelpur Vals sem eru að læra grunnþætti körfuboltans, eru í fyrsta sinn að keppa við bestu lið landsins, njóta þess að vera saman, eignast góða vini og styrkja samstöðubönd. Þær eiga bjarta framtíð og það er von okkar að körfubolti og Valur verði hluti að þeirri fallegu vegferð. Að lokum geri ég orð Sr. Friðriks sem rituð voru í upphafi síðustu aldar, en eiga enn vel við: látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði. f.h. körfuknattleiksdeildar Vals.“ Körfubolti Tengdar fréttir Ósætti eftir 101-2 sigur í stúlknaflokki: Við spiluðum heiðarlegan körfubolta Þjálfari 9. flokks kvenna í körfubolta fær harkalega gagnrýni fyrir að halda ekki aftur af liði sínu í leik um helgina. 21. nóvember 2016 12:45 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Eins og fjallað hefur verið um lauk körfuboltaleik sem fór fram í 9. flokki kvenna um helgina með stórsigri, 101-2. Sjá einnig: Ósætti eftir 101-2 sigur í stúlknaflokki: Við spiluðum heiðarlegan körfubolta Vegna þessa hefur körfuknattleiksdeild Vals sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Vegna leiks í 9. flokk stúlkna í körfuknattleik og ummæla í kjölfarið Körfuknattleikur er göfug og fögur íþrótt, í sinni einföldustu mynd er markmiðið að skora fleiri stig en andstæðingurinn. Sem í daglegu tali er kallað að vinna. Það er markmið flestra sem fara í kappleik að sigra, a.m.k. eftir að þátttöku í yngstu aldurshópum lýkur. Sú tilfinning að sigra er sæt og með sama hætti getur verið súrt að tapa kappleik. Flest lið upplifa hvorutveggja, sigra stundum og tapa stundum. Heilbrigður gangur leiksins og lífsins. Hins vegar eru flestir sammála um þá augljósu staðreynd að það er ekki sama hvernig er unnið og hvernig fólk hegðar sér og / eða tekur tapi. Um það þarf ekki að skrifa lærða texta. Þessi staðreynd blasir við öllum sem vilja kynna sér málið. Því kom það okkur mjög á óvart að fá þær dapurlegu fréttir, á fögru nóvemberkvöldi, að leik hafi lokið 101-2. Burt séð hvort liðin heita Valur og Grindavík eða eitthvað annað, en bara sú kjánalega staðreynd að þetta sé að gerast á fögrum haustdegi árið 2016 er dapurlegt. Það blasir við að sigurliðið lærði ekkert af þessum leik, nema mögulega að vinna úr sektarkennd. Liðið sem tapaði lærir sennilega eitthvað meira, t.d. um gildi samstöðu, vináttu og bróðernis. En ekkert um körfubolta, svo mikið er víst. Við höfum oftsinnis, bæði í körfuknattleik og öðrum greinum íþrótta séð keimlík úrslit og mörg sem leikið hafa íþróttir hafa tapað stórt og unnið stórt. Margar íþróttagreinar, t.d. körfubolti hefur sett inn reglur til að hafa vit fyrir uppákomum sem þessum, t.d. að yngstu iðkendum er óheimilt að pressa fyrir framan miðju. Í barnamótum í knattspyrnu er ekki skráð nema 3 marka mismunur leikja, burt séð frá niðurstöðu leiksins. Allt þetta er gert til að tryggja að ekki sé verið að vanvirða leikinn og niðurlægja andstæðing af óþörfu. Vegna þess að það skiptir ekki máli hvort sigur sé með einu stigi eða 99. Það er sama niðurstaða. Við í Val teljum engan hag í því að fara að rifja upp atvik þessa leiks, hversu mikið var pressað, eða hvað var sagt eða ósagt við dómara. Við þekkjum þær staðreyndir og að vera að gífra um þá atburðarrás breytir ekki þessari sorglegu niðurstöðu. Við teljum heldur ekki hag í því að vera skammast í Grindavík eða þjálfara þeirra, skömm þeirra er ugglaust næg og óþarfi að bæta þar í. Það er von okkar að þeim gangi vel að jafna sig eftir þetta áfall. Við viljum ítreka fyrir fólki, lærðum og leiknum að halda persónum fyrir utan þessa umræðu en hvetjum til umræðu um uppeldislegt gildi íþrótta. Mikilvægi þess að vinna í hópi, læra aga og gildi þess að setja sér markmið. Þá viljum við hvetja körfuknattleikshreyfinguna að fara í naflaskoðun um uppbyggingu kvennakörfubolta. Það er mat okkar og fleiri að þar ríkir kreppa, brottfall er of mikið og eru slys sambærilegt þessu ekki til að bæta það ástand. En þessi umræða á sér ekki aðeins stað hér á landi heldur víða um heim, og nærtækt er að benda á keimlíkt atvik sem átti sér stað í Kaliforníu á síðasta ári þar sem lið Arroyo Valley sigraði Bloomington High, 162-2. Það var öllum ljóst; fyrir, á meðan og eftir leik Vals og Grindavíkur að yfirburðir Grindavíkurstúlkna voru og eru miklir á körfuboltavellinum. Grindavík vann leikinn og óskum við þeim til hamingju með það. Það er einnig öllum ljóst að það eru til rúmlega óteljandi leiðir sem hægt er að fara fyrir þjálfara sem hefur lið sem er með svona yfirburði til að koma í veg fyrir svona skipbrot. En sigurvegarar helgarinnar í hjörtum okkar eru stelpur Vals sem eru að læra grunnþætti körfuboltans, eru í fyrsta sinn að keppa við bestu lið landsins, njóta þess að vera saman, eignast góða vini og styrkja samstöðubönd. Þær eiga bjarta framtíð og það er von okkar að körfubolti og Valur verði hluti að þeirri fallegu vegferð. Að lokum geri ég orð Sr. Friðriks sem rituð voru í upphafi síðustu aldar, en eiga enn vel við: látið ekki kappið bera fegurðina ofurliði. f.h. körfuknattleiksdeildar Vals.“
Körfubolti Tengdar fréttir Ósætti eftir 101-2 sigur í stúlknaflokki: Við spiluðum heiðarlegan körfubolta Þjálfari 9. flokks kvenna í körfubolta fær harkalega gagnrýni fyrir að halda ekki aftur af liði sínu í leik um helgina. 21. nóvember 2016 12:45 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Ósætti eftir 101-2 sigur í stúlknaflokki: Við spiluðum heiðarlegan körfubolta Þjálfari 9. flokks kvenna í körfubolta fær harkalega gagnrýni fyrir að halda ekki aftur af liði sínu í leik um helgina. 21. nóvember 2016 12:45