Viðar Örn dýrastur og næst launahæstur Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. ágúst 2016 13:53 Jordi Cruyff og Viðar. vísir/Maccabi Tel Aviv Viðar Örn Kjartansson, landsliðsframherji í fótbolta, skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við ísraelska félagið Maccabi Tel Aviv sem er það stærsta þar í landi. Viðar kemur til Maccabi frá Malmö í Svíþjóð þar sem hann raðaði inn mörkum líkt og hann gerði þegar hann varð markakóngur í norsku úrvalsdeildinni með Vålerenga. Sjá einnig: Viðar til Ísraels: Passaði ekki í hópinn hjá Malmö Maccabi borgaði Malmö 3,5 milljónir evra fyrir Viðar Örn sem gerir hann að einum dýrasta leikmanni í sögu ísraelska fótboltans. Áður hafa leikmenn verið keyptir fyrir um 2,5 milljónir evra og við það bæst árangurstengdar greiðslur þannig erfitt er að fullyrða að Viðar sé sá dýrasti. Selfyssingurinn er þó klárlega einn af þeim dýrustu í sögunni og gæti vel verið sá dýrasti. Hann er þó án alls vafa dýrasti leikmaðurinn í sögu Maccabi Tel Aviv en sá næst dýrasti er markvörðurinn ungi Predrag Rajkovic. Maccabi keypti serbann tvítuga fyrir þrjár milljónir evra í fyrra. Í heildina eru ekki miklir peningar í ísraelska boltanum en handfylli leikmanna fær mjög vel borgað fyrir sín störf. Peningunum í Ísrael er frekar eytt í laun heldur en leikmannakaup eins og sést á þessum tiltölulega lágu upphæðum. Í ísrael eru að mestu leyti sóttir samningslausir leikmenn nema í tilvikum eins og með Viðar Örn. Kári um Viðar: Gæti ekki verið fjær sannleikanumViðar Örn hefur skorað sitt síðasta mark fyrir Malmö í bili.mynd/malmöAnnar 100 milljóna króna samningur Viðar Örn fær mjög vel borgað fyrir sín störf í Ísrael, meira en hann fékk í Kína. Þegar framherjinn spilaði með Jiangsu Sainty í kínversku úrvalsdeildinni í fyrra fékk hann 760.000 evrur í árslaun eða 100 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Vísis fær hann ríflega 800.000 evrur í árslaun eða 105 milljónir króna. "Samningurinn er flottur og líklega sá besti sem ég hef fengið," segir Viðar Örn um þennan annan risasamning sem hann hefur gert á ferlinum í viðtali við fótbolti.net. Samkvæmt heimildum Vísis verður Viðar Örn næst launahæstur í liði Maccabi Tel Aviv á eftir Argentínumanninum Óscar Scarione sem fær um eina milljón evra í árslaun eða 131 milljón íslenskra króna. Að öllum líkindum eru þeir launahæstir í deildinni. Maccabi hafði svigrúm til að næla sér í tvær stjörnur eftir að félagið seldi sinn langbesta mann, Eran Zahavi, til Kína. Zahavi skoraði 100 mörk í 120 leikjum í öllum keppnum frá 2013-2016 en hann var með ríflega milljón evrur í árslaun síðasta tímabilið sitt vegna mikils áhuga annarra félaga á honum. Fótbolti Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, landsliðsframherji í fótbolta, skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við ísraelska félagið Maccabi Tel Aviv sem er það stærsta þar í landi. Viðar kemur til Maccabi frá Malmö í Svíþjóð þar sem hann raðaði inn mörkum líkt og hann gerði þegar hann varð markakóngur í norsku úrvalsdeildinni með Vålerenga. Sjá einnig: Viðar til Ísraels: Passaði ekki í hópinn hjá Malmö Maccabi borgaði Malmö 3,5 milljónir evra fyrir Viðar Örn sem gerir hann að einum dýrasta leikmanni í sögu ísraelska fótboltans. Áður hafa leikmenn verið keyptir fyrir um 2,5 milljónir evra og við það bæst árangurstengdar greiðslur þannig erfitt er að fullyrða að Viðar sé sá dýrasti. Selfyssingurinn er þó klárlega einn af þeim dýrustu í sögunni og gæti vel verið sá dýrasti. Hann er þó án alls vafa dýrasti leikmaðurinn í sögu Maccabi Tel Aviv en sá næst dýrasti er markvörðurinn ungi Predrag Rajkovic. Maccabi keypti serbann tvítuga fyrir þrjár milljónir evra í fyrra. Í heildina eru ekki miklir peningar í ísraelska boltanum en handfylli leikmanna fær mjög vel borgað fyrir sín störf. Peningunum í Ísrael er frekar eytt í laun heldur en leikmannakaup eins og sést á þessum tiltölulega lágu upphæðum. Í ísrael eru að mestu leyti sóttir samningslausir leikmenn nema í tilvikum eins og með Viðar Örn. Kári um Viðar: Gæti ekki verið fjær sannleikanumViðar Örn hefur skorað sitt síðasta mark fyrir Malmö í bili.mynd/malmöAnnar 100 milljóna króna samningur Viðar Örn fær mjög vel borgað fyrir sín störf í Ísrael, meira en hann fékk í Kína. Þegar framherjinn spilaði með Jiangsu Sainty í kínversku úrvalsdeildinni í fyrra fékk hann 760.000 evrur í árslaun eða 100 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Vísis fær hann ríflega 800.000 evrur í árslaun eða 105 milljónir króna. "Samningurinn er flottur og líklega sá besti sem ég hef fengið," segir Viðar Örn um þennan annan risasamning sem hann hefur gert á ferlinum í viðtali við fótbolti.net. Samkvæmt heimildum Vísis verður Viðar Örn næst launahæstur í liði Maccabi Tel Aviv á eftir Argentínumanninum Óscar Scarione sem fær um eina milljón evra í árslaun eða 131 milljón íslenskra króna. Að öllum líkindum eru þeir launahæstir í deildinni. Maccabi hafði svigrúm til að næla sér í tvær stjörnur eftir að félagið seldi sinn langbesta mann, Eran Zahavi, til Kína. Zahavi skoraði 100 mörk í 120 leikjum í öllum keppnum frá 2013-2016 en hann var með ríflega milljón evrur í árslaun síðasta tímabilið sitt vegna mikils áhuga annarra félaga á honum.
Fótbolti Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“