Viðskipti innlent

Matfugl innkallar kjúklingastrimla vegna listeríu

Atli Ísleifsson skrifar
Innköllunin nær eingöngu til pakkninga með lotunúmerinu 3101126331 með best fyrir dagsetninguna 03.09.2016.
Innköllunin nær eingöngu til pakkninga með lotunúmerinu 3101126331 með best fyrir dagsetninguna 03.09.2016. Vísir/Hari
Matfugl hefur innkallað Matfugls kjúklingastrimla eftir að mengun af völdum Listeria monocytogenis fannst við innra eftirlit. Hefur fyrirtækið ákveðið að innkalla vöruna í varúðarskyni.

Innköllunin nær eingöngu til pakkninga með lotunúmerinu 3101126331 með best fyrir dagsetninguna 03.09.2016.

Í tilkynningunni segir að neytendum sem keypt hafi vöruna sé bent á að skila henni til fyrirtækisins eða í viðkomandi verslun.

Upplýsingar um vöruna:

Vöruheiti: Matfugls kjúklingastrimlar

Framleiðandi: Matfugl ehf

Nettóþyngd: 300 gr

Lotunúmer: 3101126331

Best fyrir: 03.09.2016

Geymsluskilyrði: Kælivara

Nánari upplýsingar um Listeria monocytogenes má finna á vefsíðu Matvælastofnunar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×