Viðskipti innlent

Gætu fengið hundruð milljóna í bónus

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kolbeinn Árnason gæti átt von á vænum bónusgreiðslum. Hann hefur þegar 23 milljónir króna í árslaun fyrir stjórnarsetu í LBI. Launin miðast við 40 unna daga á ári.
Kolbeinn Árnason gæti átt von á vænum bónusgreiðslum. Hann hefur þegar 23 milljónir króna í árslaun fyrir stjórnarsetu í LBI. Launin miðast við 40 unna daga á ári.
Fjórir stjórnendur gamla Landsbankans (LBI) gætu hver fyrir sig fengið hundruð milljóna króna í bónusgreiðslur fyrir störf sín. Markmið bónuskerfisins er að búa til hvata fyrir umrædda stjórnendur til að hámarka virði óseldra eigna félagsins. Þetta kemur fram í DV í dag.

Stjórnendurrnir sem eiga möguleika á bónusgreiðslur af stærðargráðunni hundruð milljóna króna fyrir störf sín eru Kolbeinn Árnason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og núverandi stjórnarmaður í LBI, og Ársæll Hafsteinsson, framkvæmdastjóri FBI. Til viðbótar eru stjórnarformaðurinn Richard Katz og Christian Anders Digemose, danskur ráðgjafi LBI. 

Um er að ræða hærri bónusgreiðslur en um tuttugu starfsmenn Kaupþings gætu fengið verði tillaga um tæplega 1500 milljóna króna bónusgreiðsla til þeirra samþykkt. Tillagan verður tekin fyrir á stjórnarfundi Kaupþings í dag.


Tengdar fréttir

Þingmenn fordæma bónusgreiðslur Kaupþings

Þingmenn lykilflokka Alþingis segja fyrirhugaðar bónusgreiðslur Kaupþings vera siðlausar og engan veginn í takt við kjör almennings. Vilja endurskoða skattalöggjöf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×