Erlent

Fleiri hætta við hælisumsókn

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Flóttamenn við komuna til Svíþjóðar.
Flóttamenn við komuna til Svíþjóðar. Vísir/EPA
Sífellt fleiri flóttamenn iðrast nú komu sinnar til Svíþjóðar. Það sem af er árinu hafa 4.500 flóttamenn dregið hælisumsókn sína til baka miðað við 3.800 allt árið í fyrra. Samkvæmt Dagens Nyheter eru hertar reglur og löng bið meðal ástæðnanna.

Meðal Íraka, sem eru þriðji stærsti hópur hælisleitenda á eftir Sýrlendingum og Afgönum, hafa rúmlega 2.000 dregið umsókn sína um hæli til baka.

Í fyrra komu 51.338 hælisleitendur frá Sýrlandi til Svíþjóðar, 41.564 frá Afganistan og 20.857 frá Írak.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×