Hugvit leyst úr höftum Frosti Ólafsson skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Fáar skýrslur hafa haft jafn mikil áhrif á efnahagsumræðu hér í landi og skýrsla McKinsey & Company „Charting a Growth Path for Iceland“ sem kom út árið 2012. Hlutleysi einkenndi skýrsluna en fyrirtækið vann hana án afskipta innlendra aðila og án endurgjalds. Að mati McKinsey fólust helstu sóknarfæri Íslendinga í aukinni framleiðni og hugvitsdrifnum útflutningi. Skilaboðin náðu áheyrn víða og hafa verið til umræðu síðustu ár. Í síðustu viku gaf Viðskiptaráð út rit undir heitinu „Leiðin að aukinni hagsæld“. Þar er lagt mat á efnahagslega framvindu frá því að McKinsey-skýrslan var gefin út og helstu greiningar hennar uppfærðar. Sterkur hagvöxtur hefur einkennt síðastliðin fjögur ár en ólíkt því sem McKinsey lagði áherslu á má einkum rekja hagvöxtinn til aukins vinnuframlags fremur en vaxandi framleiðni. Með öðrum orðum er verðmætasköpun á hverja vinnustund ekki að aukast.Alþjóðageirinn hefur átt undir högg að sækja McKinsey benti jafnframt á að takmarkað eðli náttúruauðlinda reisi vaxtarmöguleikum þeirra útflutningsgreina sem tilheyra auðlindageiranum skorður, þ.e. ferðaþjónustu, orkufrekum iðnaði og sjávarútvegi. Því þurfi að efla útflutning sem byggir ekki á beinu aðgengi að náttúruauðlindum heldur marki samkeppnisstöðu sína á hugviti og sérhæfingu. Umrædd fyrirtæki spretta oft á tíðum upp innan auðlindageirans í gegnum vörur og þjónustulausnir sem nýtast fleiri þjóðum en Íslandi. Að mati McKinsey ætti þessi hluti hagkerfisins, sem nefndur var alþjóðageirinn, að standa undir stigvaxandi hlutfalli af útflutningstekjum á komandi áratugum. Aðeins þannig væri unnt að skapa bæði kröftugan og sjálfbæran hagvöxt til margra áratuga. Alþjóðageirinn hefur hins vegar átt undir högg að sækja og nánast ekkert vaxið frá árinu 2011. Á sama tíma hefur sterkur vöxtur ferðaþjónustunnar knúið hagkerfið áfram og stuðlað að þeim mikla efnahagslega viðsnúningi sem Íslendingar hafa upplifað undanfarin ár. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur reynst mikill búhnykkur en til lengri tíma er brýnt að útflutningur byggi á fleiri stoðum. Til að svo megi verða þarf innlent rekstrarumhverfi að standast alþjóðlegan samanburð.Loksins, loksins Höft á fjármagnsflæði og gjaldeyrisviðskipti hafa verið helsti þrándur í götu alþjóðageirans frá hruni bankakerfisins. Alþjóðageirinn óx um 8% á ári yfir það 15 ára tímabil þar sem frjálst flæði fjármagns ríkti en frá því höftum var komið á hefur vöxturinn horfið. Að mati undirritaðs ræður skert aðgengi innlendra nýsköpunarfyrirtækja að erlendum fjárfestum og fjármálamörkuðum þar mestu. Þannig hafa gjaldeyrishöft að miklu leyti staðið í vegi fyrir erlendum samstarfsverkefnum, yfirtökum og annarri viðskiptaþróun. Allt eru þetta grundvallarþættir í þroskaferli þeirra fyrirtækja sem sækja á alþjóðlegan markað með vörur sínar og þjónustu. Í þessu ljósi er frumvarp um losun hafta stórt og tímabært skref fyrir framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Íslandi. Heimild innlendra fyrirtækja til beinnar erlendrar fjárfestingar er þar sérstakt fagnaðarefni. Til að tryggja kröftugan útflutningsvöxt til lengri tíma, sem byggir jafnframt á fjölbreyttum grunni, er mikilvægt að frumvarpið nái fram að ganga og að fullt afnám hafta fylgi í náinni framtíð. Samhliða öðrum umbótum í rekstrarumhverfi innlendra fyrirtækja skapast þannig sterkar forsendur fyrir kröftugum og sjálfbærum hagvexti til lengri tíma. Í slíkum áherslum felst leiðin að aukinni hagsæld á Íslandi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Fáar skýrslur hafa haft jafn mikil áhrif á efnahagsumræðu hér í landi og skýrsla McKinsey & Company „Charting a Growth Path for Iceland“ sem kom út árið 2012. Hlutleysi einkenndi skýrsluna en fyrirtækið vann hana án afskipta innlendra aðila og án endurgjalds. Að mati McKinsey fólust helstu sóknarfæri Íslendinga í aukinni framleiðni og hugvitsdrifnum útflutningi. Skilaboðin náðu áheyrn víða og hafa verið til umræðu síðustu ár. Í síðustu viku gaf Viðskiptaráð út rit undir heitinu „Leiðin að aukinni hagsæld“. Þar er lagt mat á efnahagslega framvindu frá því að McKinsey-skýrslan var gefin út og helstu greiningar hennar uppfærðar. Sterkur hagvöxtur hefur einkennt síðastliðin fjögur ár en ólíkt því sem McKinsey lagði áherslu á má einkum rekja hagvöxtinn til aukins vinnuframlags fremur en vaxandi framleiðni. Með öðrum orðum er verðmætasköpun á hverja vinnustund ekki að aukast.Alþjóðageirinn hefur átt undir högg að sækja McKinsey benti jafnframt á að takmarkað eðli náttúruauðlinda reisi vaxtarmöguleikum þeirra útflutningsgreina sem tilheyra auðlindageiranum skorður, þ.e. ferðaþjónustu, orkufrekum iðnaði og sjávarútvegi. Því þurfi að efla útflutning sem byggir ekki á beinu aðgengi að náttúruauðlindum heldur marki samkeppnisstöðu sína á hugviti og sérhæfingu. Umrædd fyrirtæki spretta oft á tíðum upp innan auðlindageirans í gegnum vörur og þjónustulausnir sem nýtast fleiri þjóðum en Íslandi. Að mati McKinsey ætti þessi hluti hagkerfisins, sem nefndur var alþjóðageirinn, að standa undir stigvaxandi hlutfalli af útflutningstekjum á komandi áratugum. Aðeins þannig væri unnt að skapa bæði kröftugan og sjálfbæran hagvöxt til margra áratuga. Alþjóðageirinn hefur hins vegar átt undir högg að sækja og nánast ekkert vaxið frá árinu 2011. Á sama tíma hefur sterkur vöxtur ferðaþjónustunnar knúið hagkerfið áfram og stuðlað að þeim mikla efnahagslega viðsnúningi sem Íslendingar hafa upplifað undanfarin ár. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur reynst mikill búhnykkur en til lengri tíma er brýnt að útflutningur byggi á fleiri stoðum. Til að svo megi verða þarf innlent rekstrarumhverfi að standast alþjóðlegan samanburð.Loksins, loksins Höft á fjármagnsflæði og gjaldeyrisviðskipti hafa verið helsti þrándur í götu alþjóðageirans frá hruni bankakerfisins. Alþjóðageirinn óx um 8% á ári yfir það 15 ára tímabil þar sem frjálst flæði fjármagns ríkti en frá því höftum var komið á hefur vöxturinn horfið. Að mati undirritaðs ræður skert aðgengi innlendra nýsköpunarfyrirtækja að erlendum fjárfestum og fjármálamörkuðum þar mestu. Þannig hafa gjaldeyrishöft að miklu leyti staðið í vegi fyrir erlendum samstarfsverkefnum, yfirtökum og annarri viðskiptaþróun. Allt eru þetta grundvallarþættir í þroskaferli þeirra fyrirtækja sem sækja á alþjóðlegan markað með vörur sínar og þjónustu. Í þessu ljósi er frumvarp um losun hafta stórt og tímabært skref fyrir framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Íslandi. Heimild innlendra fyrirtækja til beinnar erlendrar fjárfestingar er þar sérstakt fagnaðarefni. Til að tryggja kröftugan útflutningsvöxt til lengri tíma, sem byggir jafnframt á fjölbreyttum grunni, er mikilvægt að frumvarpið nái fram að ganga og að fullt afnám hafta fylgi í náinni framtíð. Samhliða öðrum umbótum í rekstrarumhverfi innlendra fyrirtækja skapast þannig sterkar forsendur fyrir kröftugum og sjálfbærum hagvexti til lengri tíma. Í slíkum áherslum felst leiðin að aukinni hagsæld á Íslandi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun