Enski boltinn

Everton að kaupa Bolasie fyrir 30 milljónir punda

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bolasie í búningi Palace.
Bolasie í búningi Palace. vísir/getty
Everton hefur komist að samkomulagi við Crystal Palce um kaup á vængmanninnum Yannick Bolasie. Þetta herma heimildir Sky Sports, en þetta birtist á vef fréttastofunar fyrir skömmu.

Everton seldi John Stones á 47,5 milljónir punda í dag, en kaupverðið á Bolasie er talið geta farið í 30 milljónir punda.

Bolasie hefur spilað með Crystal Palace frá árinu 2012, en hann hefur spilað 132 leiki og skorað í þeim tólf mörk.

Hann hefur verið einn hættulegasti leikmaður Palace undanfarin ár, en þetta yrðu fyrstu stóru kaup Ronald Koeman sem stjóri Everton. Hann tók við liðinu í sumar.

Everton hefur einnig verið orðað við Ashley Williams, fyrirliða og miðvörð Swansea, en talið er að kaupverðið á honum sé um tólf milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×