Innlent

Sjaldan meira dóp í pósti

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Ólíklegt er að eiturlyf séu í þessari sendingu.
Ólíklegt er að eiturlyf séu í þessari sendingu. vísir/ernir
Á þriðja hundrað mála hafa komið upp á árinu þar sem tollverðir hafa stöðvað póstsendingar sem innihéldu fíkniefni, stera og önnur ávanabindandi lyf. Í lok október voru málin orðin 214 talsins en voru 221 allt árið 2014. Það ár var metár.

Smyglarar reyna ýmislegt til að blekkja tollverði. Til að mynda var sending í síðasta mánuði stöðvuð sem reyndist innihalda tæpt kíló metamfetamíns. Efnið hafði verið falið í handsápum en glöggir tollverðir létu ekki blekkjast. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×