Skapar list með sögulegum blæ Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2016 11:00 Kristjana býr og starfar í London og á enskan mann en kennir börnunum sínum tveimur íslensku. Vísir/GVA Kristjana Skagfjörð Williams er hálf íslensk og hálf ensk. Hún ólst upp á Íslandi frá tveggja ára aldri til tvítugs en býr í London með eiginmanninum Adam James Bushell og börnum þeirra tveimur, Eiðari Skagfjörð sjö ára og Ísól Skagfjörð fjögurra ára. Þar rekur hún stúdíó og er með fimm manns í vinnu við þróun prentverka, fatnaðar, veggfóðurs og vídeóverka með skrautlegum klippimyndum. Kristjana skreppur til Íslands af og til, heilsar upp á frændfólkið og kíkir í búðirnar Kiosk og Kraum sem hafa tískufatnað hennar og púða til sölu. Núna dró Airwaves hana líka til landsins – en stoppið er stutt. „Ég er búin að búa í Englandi í 23 ár og dett oft inn í enskuna, þú verður að afsaka það,“ segir Kristjana brosandi þegar ég hitti hana heima hjá góðri frænku. Þar eru innrömmuð prentverk eftir Kristjönu á veggjum og hjá ávaxtaskál á borðinu er stór og litrík bók með litlum texta, Wonder Garden heitir hún, sem á íslensku gæti þýtt Ævintýragarðurinn. Hún er með myndum af dýrum og plöntum, meðal annars í regnskógunum. „Þetta er barnabók sem hefur sópað að sér verðlaunum og fyrir tveimur vikum var hún tilnefnd til einna í viðbót sem ekki er enn búið að veita. Hún er komin út á tíu tungumálum en þó ekki á íslensku. Enda dálítið dýr í prentun,“ útskýrir hún.Svo lengi sem maður er að gera hluti alveg svakalega vel og á vandaðan hátt, er ekki með fjöldaframleiðslu og velur bestu búðirnar og söfnin þá smellur allt saman.Frá Viktoríutímabilinu Kristjana kveðst vinna með auglýsingamyndir, náttúrumyndir og alls konar fígúrur frá Viktoríutímabilinu, sem eru óháðar höfundarrétti, klippa þær út og setja í nýtt samhengi. „Þetta er mikið púsluspil,“ segir hún og kveðst skipta vinnu sinni í þrjá flokka. Í einum þeirra eru púðar, slæður og tískufatnaður, allt gert með klippimyndum og þrykki á vönduð efni, meðal annars silki. Í öðrum eru prentverk sem gerð eru í takmörkuðu upplagi, hvert og eitt merkt og undirskrifað. Þau eru unnin úr þrívíddarmyndum sem klipptar eru út og tyllt á spjöld með litlum pinnum sem notaðir eru til að þurrka pöddur og fiðrildi. Þá myndast skuggar frá fígúrunum þegar flassljósið fellur á þau við myndatöku. Í þriðja flokknum eru persónuleg verk, annaðhvort fyrir vídeó eða veggi. „Fólk vill flétta myndir úr sínu lífi og fjölskyldunnar inn í ævintýraheim myndanna minna. Ég tek viðtöl og fræðist um það og áhugamálin. Bý svo til persónulegar myndasögur þar sem ég nýti myndir úr fjölskyldualbúminu. Ég gerði til dæmis 2x3 metra listaverk fyrir efnuð hjón í Danmörku sem fjallaði um þau og landið þeirra, sögu og fortíð. Þetta er heilmikið ferli en það er rosalega gaman að vinna slík verk.“Ljósasýning með listaverki Kristjönu var á framhlið hótelsins Belmond Copacabana Palace meðan á Ólympíuleikunum 2016 stóð.Byrjaði í rafeindatækni En nú vil ég vita um upprunann. „Já, mamma heitir Matthildur Magnúsdóttir, hún fór til London og kynntist þar föður mínum, Norman Roy Williams. Þau voru nú ekki lengi samvistum en eignuðust þó mig og bróður minn, Jón Valgeir. En pabbi dó í köfunarslysi þegar ég var þriggja ára svo ég hafði lítið af honum að segja. Mamma flutti með okkur hingað heim þegar ég var tveggja ára. Við vorum á Seltjarnarnesinu og ég fór í Valhúsaskóla. Mér gekk ekki vel í skólanum enda með stafblindu en það uppgötvaðist ekki nærri strax. Ég vissi ekkert fyrst hvað ég vildi læra eftir að grunnskólanum lauk en fór í Iðnskólann í rafeindatækni. Ég var hrifin af öllu smáu og lituðu og fannst gaman að búa til eigin rafeindaslóðir.“ Kristjana kveðst hafa heimsótt ömmu sína í Englandi öðru hverju þegar hún var unglingur og ensku ræturnar hafi togað í hana. „Ég fékk alltaf gott fyrir teikningu í Valhúsaskólanum en skildi ekki af hverju ég gat ekki lesið. Það var ekki fyrr en ég var orðin 25 ára og komin í listaháskólann sem ég áttaði mig á því. Þar voru 75 prósent nemendanna með lesblindu, það er svo sterkt samhengi þarna á milli. Ég var sett í greiningu þar og það var gott. Menntakerfið í Englandi er samt frekar gamaldags í þessu tilliti enn þá. Þar eiga allir að fara upp sama tréð. Ég finn það í sambandi við drenginn minn, sé mikið af mér í honum. Núna veit ég að þegar hann verður eldri getum við stýrt honum í rétta átt.“ Í framhaldi af þessari frásögn sýnir hún mér mynd í tölvunni sem hún rekur til Einsteins. Ólík dýr sitja þar í röð og horfa upp eftir stóru tré sem þeim er skipað að klifra upp, jafnvel fiskinum. En Kristjana komst ekki beina leið í listaháskólann þegar hún hætti í Iðnskólanum. Leiðin lá til Ameríku, þar sem hún dvaldi í ár og eftir það hélt hún til Englands og hóf að safna sér pening fyrir skólagöngu þar. „Ég fór að vinna hjá byggingafyrirtæki. Með mína kunnáttu í rafeindatækni gat ég með sérstöku tæki mælt steypuskemmdir, hversu þykkt stálið var bak við steypuna og ýmislegt í þeim dúr. Svo fór ég að læra myndlist á kvöldin með vinnunni og þannig var það í tvö ár þar til ég komst inn í Central Saint Martins, aðallistaskólann í Englandi, þá orðin 25 ára. Ég var að verða þrítug þegar ég útskrifaðist.“ Næsta skref var að stofna búðina Beyond Valley í London ásamt tveimur stelpum úr skólanum. „Beyond Valley var svona „pop-up“ verslun þar sem varan fer beint frá hönnuði til neytandans. Þar seldum við fyrir marga listamenn. Vorum aðallega sjálfar með fatahönnun og ég var með prent- og textíl sem alltaf tók á sig meiri og meiri sögulegan blæ. Út frá því urðu til flíkur sem voru seldar í galleríum. Fötin hafa alltaf heillað mig en að skapa ævintýraheima er númer eitt, tvö og þrjú.“ Búðin var aldrei gróðafyrirtæki, að sögn Kristjönu en vinkonurnar voru með hana í sjö ár og í gegnum hana þróaðist framleiðslan. „Við fengum alls konar viðurkenningar frá fyrirtækjum og samtökum í Englandi og Apple kom með starfsfólkið í heimsókn til að fá hugmyndir. En við vorum ekkert að selja fullt, þetta var hugsjónastarfsemi fyrst og fremst.“Bakhlið hótelsins var prýdd myndum.Eigið stúdíó á eldhúsborðinu Eftir að ég eignaðist barn númer tvö fannst mér tími til kominn að leggja verslunarreksturinn á hilluna. Þá fór ég fljótlega að setja upp eigið stúdíó. Það var bara á eldhúsborðinu til að byrja með en svo fékk ég húsnæði fyrir það í risaverksmiðju með mörgum öðrum stúdíóum. Þar er fimm metra lofthæð sem er æðislegt. Stúlkurnar sem vinna með mér eru duglegar að hanna en saumaskapurinn fer allur fram í Kína og þar fann ég besta silkið. Ég hef líka keypt efni í Svíþjóð og veggfóðrið er gert í Englandi. Fyrirtækið virðist komið á traustan grunn. Svo lengi sem maður er að gera hluti alveg svakalega vel og á vandaðan hátt, er ekki með fjöldaframleiðslu og velur bestu búðirnar og söfnin til að selja í þá smellur allt saman.“ Í Englandi kveðst Kristjana selja tískuvörurnar í virtum vöruhúsum í Englandi. Engir tveir kjólar eru eins og engir tveir púðar eins. „Reyndar er varan mín komin mjög víða,“ segir hún og telur upp Frakkland, Holland, Þýskaland, Ástralíu, Brasilíu, Bandaríkin, Kanada, Kína, Taíland, Srí Lanka og Singapúr. „Nú eru prentverkin farin að hækka í verði og fólk er byrjað að safna þeim. Þau eru líka á nógu mörgum stöðum til að fólk þekki þau.“ Adam, eiginmaður Kristjönu, fæst við upptökur og hljóðblöndun í eigin fyrirtæki. Skyldu börnin þeirra ekki vera listfeng? „Sonur okkar, Eiðar, er mikill vísindamaður. Pælir í himingeimnum og öllu mögulegu. Teiknaði handa mér mynd af eitlunum í líkamanum og benti á þá með litlum örvum. Ísól er bara lítil jarðýta sem vill gera allt! Ég hafði alltaf áhyggjur af því að eignast börn og hélt að það gæti ekki samrýmst listinni. Ímyndaði mér að börnin myndu stoppa allt en hjá mér gerðist þveröfugt. Ég varð enn þá frjórri í hugsun eftir að ég eignaðist þau, skynjunin dýpkaði og heimurinn stækkaði. En ég tek fram að hún mamma er búsett úti í London og án hennar hefði ég ekki gert helminginn af því sem ég hef gert. Hún er búin að hjálpa mér alveg svakalega mikið með börnin og hefur gert mér kleift að vinna fimm daga vikunnar.“ Kristjana kveðst stundum koma með með Adam og börnin til Íslands. „Mér finnst dýrmætt að geta komið heim. Svörtu, sterku línurnar eru grunnurinn að öllu í mínum teikningum, hann er frá veru minni á Íslandi í uppvextinum og svo er ævintýraheimurinn lengra í burtu. Ég kenni börnunum mínum íslensku og við Adam erum að hugsa um að gifta okkur á Íslandi einhvern tíma.“ En leita Íslendingar lítið til þín sem listamanns? „Ég hef náttúrlega ekki verið mikið að koma mér á framfæri hér á landi þó fatnaðurinn minn sé fáanlegur hér og sum prentverkin. Fólk hefur kannski séð eitthvað eftir mig í tölvunum sínum en allt verður frekar flatt þegar það er skoðað í tölvum. Það er ekki fyrr en það sér smáatriðin í þessari vinnu minni sem það áttar sig á því í hverju listin felst. Vissulega nota ég tölvuna við vinnu mína, en það er mjög mikil grunnvinna unnin áður í höndunum.“ Oft kveðst Kristjana hafa tekið þátt í stórum sýningum í Englandi með öðrum. Ein af sýningum hennar var í Singapúr. „Í verkum sem ég sýndi í Singapúr lét ég háu byggingarnar í borginni koma inn í myndirnar mínar því ég er með rosa mikinn áhuga á arkitektúr líka,“ lýsir hún og næst fljúgum við til Ríó!Tilkomumikið prentverk var líka móttöku hótelsins.Gladdi gesti Ólympíuleikanna „Brasilíumenn vildu nota mína list á Ólympíuleikunum í ágúst. Þeir vörpuðu risastórri mynd eftir mig á framhlið Belmond Copacabana Palace, eitt þekktasta hótelið í borginni, auk þess sem bakhliðin var skreytt myndum og nokkrar voru líka hengdar upp innan dyra. Þetta var vel borgað verkefni en tíminn til að vinna það var rosalega stuttur, bara þrír mánuðir. Í myndunum eru alls konar tákn, til dæmis byggingar í öllum borgunum sem hafa haldið Ólympíuleikana áður. Síðan gerði ég stórt kort sem allir staðirnir voru merktir inn á, Barselóna, Aþena, Sidney, Peking, London, Ríó, Tókýó. Við sem unnum að þessu verki vildum líka gera eitthvað sem heimamenn og gestir gætu fylgst með og verið þátttakendur í. Því vorum við með stafrænar sýningar utan við hótelið á hverju kvöldi klukkan sjö og þar safnaðist mikill mannfjöldi saman. Við slepptum til dæmis út stafrænum fiðrildum sem svifu um og voru með fána frá öllum þjóðum heims á bakinu. Þeirri sýningu var deilt 2,6 milljón sinnum í tölvunni. Þegar England hafði unnið Ólympíumedalíu vorum við þar með stóra parísarhjólið sem einkennir London. Þetta fékk svakalega mikla birtingu úti um allan heim og Frakkar byrjuðu að vera með beinar útsendingar frá þessum kvöldstundum.“ Ímyndunarafli Kristjönu virðast engin takmörk sett. Hún segir eina hugmynd kvikna af annarri. „Bara það að vera með sýningar og fá viðbrögð fólks við þeim fæðir af sér nýjar hugmyndir og líka það að vinna með kláru fólki. Ég er líka alltaf að skoða bækur, mynstur, liti, er voða mikið að klippa út og setja saman og búa þannig til ný mynstur og nýja hluti. Ég hef mestar áhyggjur af að ég hafi ekki nógu mikinn tíma í lífinu til að koma því öllu frá mér sem er í hausnum á mér. Þar bætist stöðugt við.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. nóvember 2016. Lífið Menning Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Kristjana Skagfjörð Williams er hálf íslensk og hálf ensk. Hún ólst upp á Íslandi frá tveggja ára aldri til tvítugs en býr í London með eiginmanninum Adam James Bushell og börnum þeirra tveimur, Eiðari Skagfjörð sjö ára og Ísól Skagfjörð fjögurra ára. Þar rekur hún stúdíó og er með fimm manns í vinnu við þróun prentverka, fatnaðar, veggfóðurs og vídeóverka með skrautlegum klippimyndum. Kristjana skreppur til Íslands af og til, heilsar upp á frændfólkið og kíkir í búðirnar Kiosk og Kraum sem hafa tískufatnað hennar og púða til sölu. Núna dró Airwaves hana líka til landsins – en stoppið er stutt. „Ég er búin að búa í Englandi í 23 ár og dett oft inn í enskuna, þú verður að afsaka það,“ segir Kristjana brosandi þegar ég hitti hana heima hjá góðri frænku. Þar eru innrömmuð prentverk eftir Kristjönu á veggjum og hjá ávaxtaskál á borðinu er stór og litrík bók með litlum texta, Wonder Garden heitir hún, sem á íslensku gæti þýtt Ævintýragarðurinn. Hún er með myndum af dýrum og plöntum, meðal annars í regnskógunum. „Þetta er barnabók sem hefur sópað að sér verðlaunum og fyrir tveimur vikum var hún tilnefnd til einna í viðbót sem ekki er enn búið að veita. Hún er komin út á tíu tungumálum en þó ekki á íslensku. Enda dálítið dýr í prentun,“ útskýrir hún.Svo lengi sem maður er að gera hluti alveg svakalega vel og á vandaðan hátt, er ekki með fjöldaframleiðslu og velur bestu búðirnar og söfnin þá smellur allt saman.Frá Viktoríutímabilinu Kristjana kveðst vinna með auglýsingamyndir, náttúrumyndir og alls konar fígúrur frá Viktoríutímabilinu, sem eru óháðar höfundarrétti, klippa þær út og setja í nýtt samhengi. „Þetta er mikið púsluspil,“ segir hún og kveðst skipta vinnu sinni í þrjá flokka. Í einum þeirra eru púðar, slæður og tískufatnaður, allt gert með klippimyndum og þrykki á vönduð efni, meðal annars silki. Í öðrum eru prentverk sem gerð eru í takmörkuðu upplagi, hvert og eitt merkt og undirskrifað. Þau eru unnin úr þrívíddarmyndum sem klipptar eru út og tyllt á spjöld með litlum pinnum sem notaðir eru til að þurrka pöddur og fiðrildi. Þá myndast skuggar frá fígúrunum þegar flassljósið fellur á þau við myndatöku. Í þriðja flokknum eru persónuleg verk, annaðhvort fyrir vídeó eða veggi. „Fólk vill flétta myndir úr sínu lífi og fjölskyldunnar inn í ævintýraheim myndanna minna. Ég tek viðtöl og fræðist um það og áhugamálin. Bý svo til persónulegar myndasögur þar sem ég nýti myndir úr fjölskyldualbúminu. Ég gerði til dæmis 2x3 metra listaverk fyrir efnuð hjón í Danmörku sem fjallaði um þau og landið þeirra, sögu og fortíð. Þetta er heilmikið ferli en það er rosalega gaman að vinna slík verk.“Ljósasýning með listaverki Kristjönu var á framhlið hótelsins Belmond Copacabana Palace meðan á Ólympíuleikunum 2016 stóð.Byrjaði í rafeindatækni En nú vil ég vita um upprunann. „Já, mamma heitir Matthildur Magnúsdóttir, hún fór til London og kynntist þar föður mínum, Norman Roy Williams. Þau voru nú ekki lengi samvistum en eignuðust þó mig og bróður minn, Jón Valgeir. En pabbi dó í köfunarslysi þegar ég var þriggja ára svo ég hafði lítið af honum að segja. Mamma flutti með okkur hingað heim þegar ég var tveggja ára. Við vorum á Seltjarnarnesinu og ég fór í Valhúsaskóla. Mér gekk ekki vel í skólanum enda með stafblindu en það uppgötvaðist ekki nærri strax. Ég vissi ekkert fyrst hvað ég vildi læra eftir að grunnskólanum lauk en fór í Iðnskólann í rafeindatækni. Ég var hrifin af öllu smáu og lituðu og fannst gaman að búa til eigin rafeindaslóðir.“ Kristjana kveðst hafa heimsótt ömmu sína í Englandi öðru hverju þegar hún var unglingur og ensku ræturnar hafi togað í hana. „Ég fékk alltaf gott fyrir teikningu í Valhúsaskólanum en skildi ekki af hverju ég gat ekki lesið. Það var ekki fyrr en ég var orðin 25 ára og komin í listaháskólann sem ég áttaði mig á því. Þar voru 75 prósent nemendanna með lesblindu, það er svo sterkt samhengi þarna á milli. Ég var sett í greiningu þar og það var gott. Menntakerfið í Englandi er samt frekar gamaldags í þessu tilliti enn þá. Þar eiga allir að fara upp sama tréð. Ég finn það í sambandi við drenginn minn, sé mikið af mér í honum. Núna veit ég að þegar hann verður eldri getum við stýrt honum í rétta átt.“ Í framhaldi af þessari frásögn sýnir hún mér mynd í tölvunni sem hún rekur til Einsteins. Ólík dýr sitja þar í röð og horfa upp eftir stóru tré sem þeim er skipað að klifra upp, jafnvel fiskinum. En Kristjana komst ekki beina leið í listaháskólann þegar hún hætti í Iðnskólanum. Leiðin lá til Ameríku, þar sem hún dvaldi í ár og eftir það hélt hún til Englands og hóf að safna sér pening fyrir skólagöngu þar. „Ég fór að vinna hjá byggingafyrirtæki. Með mína kunnáttu í rafeindatækni gat ég með sérstöku tæki mælt steypuskemmdir, hversu þykkt stálið var bak við steypuna og ýmislegt í þeim dúr. Svo fór ég að læra myndlist á kvöldin með vinnunni og þannig var það í tvö ár þar til ég komst inn í Central Saint Martins, aðallistaskólann í Englandi, þá orðin 25 ára. Ég var að verða þrítug þegar ég útskrifaðist.“ Næsta skref var að stofna búðina Beyond Valley í London ásamt tveimur stelpum úr skólanum. „Beyond Valley var svona „pop-up“ verslun þar sem varan fer beint frá hönnuði til neytandans. Þar seldum við fyrir marga listamenn. Vorum aðallega sjálfar með fatahönnun og ég var með prent- og textíl sem alltaf tók á sig meiri og meiri sögulegan blæ. Út frá því urðu til flíkur sem voru seldar í galleríum. Fötin hafa alltaf heillað mig en að skapa ævintýraheima er númer eitt, tvö og þrjú.“ Búðin var aldrei gróðafyrirtæki, að sögn Kristjönu en vinkonurnar voru með hana í sjö ár og í gegnum hana þróaðist framleiðslan. „Við fengum alls konar viðurkenningar frá fyrirtækjum og samtökum í Englandi og Apple kom með starfsfólkið í heimsókn til að fá hugmyndir. En við vorum ekkert að selja fullt, þetta var hugsjónastarfsemi fyrst og fremst.“Bakhlið hótelsins var prýdd myndum.Eigið stúdíó á eldhúsborðinu Eftir að ég eignaðist barn númer tvö fannst mér tími til kominn að leggja verslunarreksturinn á hilluna. Þá fór ég fljótlega að setja upp eigið stúdíó. Það var bara á eldhúsborðinu til að byrja með en svo fékk ég húsnæði fyrir það í risaverksmiðju með mörgum öðrum stúdíóum. Þar er fimm metra lofthæð sem er æðislegt. Stúlkurnar sem vinna með mér eru duglegar að hanna en saumaskapurinn fer allur fram í Kína og þar fann ég besta silkið. Ég hef líka keypt efni í Svíþjóð og veggfóðrið er gert í Englandi. Fyrirtækið virðist komið á traustan grunn. Svo lengi sem maður er að gera hluti alveg svakalega vel og á vandaðan hátt, er ekki með fjöldaframleiðslu og velur bestu búðirnar og söfnin til að selja í þá smellur allt saman.“ Í Englandi kveðst Kristjana selja tískuvörurnar í virtum vöruhúsum í Englandi. Engir tveir kjólar eru eins og engir tveir púðar eins. „Reyndar er varan mín komin mjög víða,“ segir hún og telur upp Frakkland, Holland, Þýskaland, Ástralíu, Brasilíu, Bandaríkin, Kanada, Kína, Taíland, Srí Lanka og Singapúr. „Nú eru prentverkin farin að hækka í verði og fólk er byrjað að safna þeim. Þau eru líka á nógu mörgum stöðum til að fólk þekki þau.“ Adam, eiginmaður Kristjönu, fæst við upptökur og hljóðblöndun í eigin fyrirtæki. Skyldu börnin þeirra ekki vera listfeng? „Sonur okkar, Eiðar, er mikill vísindamaður. Pælir í himingeimnum og öllu mögulegu. Teiknaði handa mér mynd af eitlunum í líkamanum og benti á þá með litlum örvum. Ísól er bara lítil jarðýta sem vill gera allt! Ég hafði alltaf áhyggjur af því að eignast börn og hélt að það gæti ekki samrýmst listinni. Ímyndaði mér að börnin myndu stoppa allt en hjá mér gerðist þveröfugt. Ég varð enn þá frjórri í hugsun eftir að ég eignaðist þau, skynjunin dýpkaði og heimurinn stækkaði. En ég tek fram að hún mamma er búsett úti í London og án hennar hefði ég ekki gert helminginn af því sem ég hef gert. Hún er búin að hjálpa mér alveg svakalega mikið með börnin og hefur gert mér kleift að vinna fimm daga vikunnar.“ Kristjana kveðst stundum koma með með Adam og börnin til Íslands. „Mér finnst dýrmætt að geta komið heim. Svörtu, sterku línurnar eru grunnurinn að öllu í mínum teikningum, hann er frá veru minni á Íslandi í uppvextinum og svo er ævintýraheimurinn lengra í burtu. Ég kenni börnunum mínum íslensku og við Adam erum að hugsa um að gifta okkur á Íslandi einhvern tíma.“ En leita Íslendingar lítið til þín sem listamanns? „Ég hef náttúrlega ekki verið mikið að koma mér á framfæri hér á landi þó fatnaðurinn minn sé fáanlegur hér og sum prentverkin. Fólk hefur kannski séð eitthvað eftir mig í tölvunum sínum en allt verður frekar flatt þegar það er skoðað í tölvum. Það er ekki fyrr en það sér smáatriðin í þessari vinnu minni sem það áttar sig á því í hverju listin felst. Vissulega nota ég tölvuna við vinnu mína, en það er mjög mikil grunnvinna unnin áður í höndunum.“ Oft kveðst Kristjana hafa tekið þátt í stórum sýningum í Englandi með öðrum. Ein af sýningum hennar var í Singapúr. „Í verkum sem ég sýndi í Singapúr lét ég háu byggingarnar í borginni koma inn í myndirnar mínar því ég er með rosa mikinn áhuga á arkitektúr líka,“ lýsir hún og næst fljúgum við til Ríó!Tilkomumikið prentverk var líka móttöku hótelsins.Gladdi gesti Ólympíuleikanna „Brasilíumenn vildu nota mína list á Ólympíuleikunum í ágúst. Þeir vörpuðu risastórri mynd eftir mig á framhlið Belmond Copacabana Palace, eitt þekktasta hótelið í borginni, auk þess sem bakhliðin var skreytt myndum og nokkrar voru líka hengdar upp innan dyra. Þetta var vel borgað verkefni en tíminn til að vinna það var rosalega stuttur, bara þrír mánuðir. Í myndunum eru alls konar tákn, til dæmis byggingar í öllum borgunum sem hafa haldið Ólympíuleikana áður. Síðan gerði ég stórt kort sem allir staðirnir voru merktir inn á, Barselóna, Aþena, Sidney, Peking, London, Ríó, Tókýó. Við sem unnum að þessu verki vildum líka gera eitthvað sem heimamenn og gestir gætu fylgst með og verið þátttakendur í. Því vorum við með stafrænar sýningar utan við hótelið á hverju kvöldi klukkan sjö og þar safnaðist mikill mannfjöldi saman. Við slepptum til dæmis út stafrænum fiðrildum sem svifu um og voru með fána frá öllum þjóðum heims á bakinu. Þeirri sýningu var deilt 2,6 milljón sinnum í tölvunni. Þegar England hafði unnið Ólympíumedalíu vorum við þar með stóra parísarhjólið sem einkennir London. Þetta fékk svakalega mikla birtingu úti um allan heim og Frakkar byrjuðu að vera með beinar útsendingar frá þessum kvöldstundum.“ Ímyndunarafli Kristjönu virðast engin takmörk sett. Hún segir eina hugmynd kvikna af annarri. „Bara það að vera með sýningar og fá viðbrögð fólks við þeim fæðir af sér nýjar hugmyndir og líka það að vinna með kláru fólki. Ég er líka alltaf að skoða bækur, mynstur, liti, er voða mikið að klippa út og setja saman og búa þannig til ný mynstur og nýja hluti. Ég hef mestar áhyggjur af að ég hafi ekki nógu mikinn tíma í lífinu til að koma því öllu frá mér sem er í hausnum á mér. Þar bætist stöðugt við.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. nóvember 2016.
Lífið Menning Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira