Enski boltinn

Eiður Smári spáir því að Chelsea, Liverpool og Manchester City berjist um titilinn

Hampar þessi titlinum í fyrstu tilraun?
Hampar þessi titlinum í fyrstu tilraun? Vísir/Getty
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum leikmaður Chelsea og íslenska landsliðsins í fótbolta, rýndi í titilvonir Chelsea eftir 1-0 sigur á Middlesbrough fyrr í dag.

„Þeir óttast ekkert lið um þessar mundir en ég held að þeir sjái Manchester City og Liverpool sem sína helstu andstæðinga um toppsætið,“ sagði Eiður Smári en Robbie Savage tók undir orð hans.

Sjá einnig:Costa skaut Chelsea í toppsætið

 „Ég er sammála Eiði, Liverpool sem er ekki í Evrópukeppni sýndi gegn Chelsea hvað þeir geta og það mun hjálpa þeim í baráttunni. Það skyldi enginn afskrifa Manchester City með Pep í brúnni.“

Myndband af þessu má í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Costa skaut Chelsea í toppsætið

Sigurmark Diego Costa skaut Chelsea í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en þetta var sjötti sigur Chelsea í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×