Enski boltinn

Miðjumaður Southampton segir Liverpool besta lið sem hann hefur mætt

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Højbjerg í baráttunni við Emre Can og Henderson í gær.
Højbjerg í baráttunni við Emre Can og Henderson í gær. Vísir/Getty
Pierre-Emile Højbjerg, danski miðjumaður Southampton, segir Liverpool-liðið sem hann mætti í gær vera eitt besta lið sem hann hefur mætt á ferlinum.

Højbjerg var í byrjunarliði Dýrlinganna í markalausu jafntefli á St. Marys en gestirnir frá Bítlaborginni fengu fjöldan allra færa til að skora.

Sjá einnig:Liverpool-menn óðu í færum en náðu aðeins í stig | Sjáðu samantektina

Hojbjerg sem hefur leikið 56 leiki í þýsku Bundesligunni og tíu leiki með Southampton í ensku úrvalsdeildinni hreifst af spilamennsku Liverpool í gær.

„Ég mætti Bayern Munchen og Dortmund í þýsku deildinni og Manchester City í Meistaradeildinni en ég held að ég hafi aldrei mætt jafn góðu liði og Liverpool,“ sagði Højbjerg og bætti við:

„Þeir færa boltann hratt og eru með snögga leikmenn sem eru góðir í einvígjum. Það er ótrúlegt hvernig þeir hreyfa sig, standa og vinna saman sem ein heild. Þetta er eins og að horfa á sinfóníu. Að ná stigi í leiknum voru frábær úrslit.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×