Enski boltinn

Leikmenn Liverpool og Englands skelltu sér á strippbúllu eftir sigurinn gegn Skotum

Henderson og Lallana fagna ásamt Raheem Sterling.
Henderson og Lallana fagna ásamt Raheem Sterling. Vísir/getty
Enski miðillinn The Sun heldur áfram að koma upp um misgjörðir leikmanna enska landsliðsins eftir 3-0 sigurinn á Skotum á dögunum en þeir slá því upp að tveir leikmenn Liverpool hafi skellt sér á nektardansstað kvöldið eftir.

Töluvert hefur verið rætt um ástand Wayne Rooney, fyrirliða enska landsliðsins, en hann sást ofurölvi á hótelbar kvöldið eftir leikinn gegn Skotum.

Hefur Rooney neyðst til þess að biðjast afsökunar á hegðun sinni en enskir fjölmiðlar hafa kallað eftir því að hann verði sviptur fyrirliðabandinu.

Slær blaðið því upp að liðsfélagar Rooney hjá enska landsliðinu, Jordan Henderson og Adam Lallana, hafi ferðast í tæplega tvo tíma til að skella sér á nektardansstað í Bournemouth ásamt vinum.

Viðmælandi blaðsins sagði aðra gesti hafa verið hissa að sjá landsliðsmennina þarna en starfsmenn sögðu Lallana hafa verið reglulegur gestur á árum áður.

Mættu þeir báðir til æfinga daginn eftir og bar Henderson fyrirliðabandið í fjarveru Rooney gegn Spánverjum en Lallana fór meiddur af velli.


Tengdar fréttir

Rooney segir sorrí

Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins og Manchester United, hefur beðist afsökunar á myndinni sem birtist af honum á forsíðu The Sun í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×