Enski boltinn

Ibe ógnað með hníf er hann var rændur

Jordon Ibe, leikmaður Bournemouth, var rændur á dögunum er hann var á ferðinni í London en þetta kemur fram í enskum fjölmiðlum í dag.

Beindu ræningjarnir hníf af Ibe er hann var á ferðinni í bifreið sinni og kröfðust verðmæta.

Er þetta í annað skiptið sem ræningjar á þessum slóðum ráðast að fótboltamanni en Andy Carroll, framherji West Ham, slapp með skrekkinn fyrr í nóvember þegar vopnaðir ræningjar gerðu atlögu að bíl hans.

Samkvæmt heimildum enskra blaða höfðu ræningjarnir upp úr krafsinu Rolex-úr Ibe sem var verðmetið á tæplega 3,5 milljónir íslenskra króna.

Ibe var ekki í leikmannahóp Bournemouth í 1-0 sigri á Stoke í gær vegna veikinda en hann hefur ekki náð flugi í vetur eftir 15 milljón punda félagsskipti sín frá Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×