Hífa þurfti skyttuna um borð í þyrluna Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2016 12:34 Mynd/Landsbjörg Hífa þurfti rjúpnaskyttuna sem týndist austur á Héraði upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að hann fannst í morgun. Maðurinn var með hund með sér í för og var hundurinn fluttur til byggða. Í nótt gróf maðurinn sig og hundinn í fönn til að skýla sér undan vindi, samkvæmt RÚV. Tveir veiðifélagar mannsins tilkynntu lögreglu að hann hefði ekki skilað sér til byggða um klukkan sjö á föstudagskvöldið. Hann fannst svo klukkan 10:15 í morgun þegar björgunarsveitarmenn á snjósleðum sáu hann á mel í nágrenni við Sauðá. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að aðstæður hafi verið mjög erfiðar og mikið hafi bætt í snjó frá því um miðjan dag á föstudag þar til maðurinn fannst. Embætti lögreglustjórans á Austurlandi þakkar öllum framangreindum viðbragðsaðilum fyrir framlag þeirra í þessari aðgerð. Maðurinn var á gangi þegar hann fannst og var mjög kaldur. Björgunarsveitarmenn héldu allan tíman í vonina um að hann hafi verið heill á húfi. Um er að ræða eina umfangsmestu aðgerð seinni tíða á Austurlandi samkvæmt Sveini Oddssyni, formanni svæðisstjórnar Landsbjargar á Austurlandi. Alls komu um 440 björgunarsveitarmenn að leitinni. Sveinn segir menn vera þreytta eftir erfiða leit, en flestir þeirra hafi hvílst í nótt og farið af stað í morgun, en maðurinn fannst mjög fljótt eftir birtingu. Hann verður fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur í dag. Veiðimanni á rjúpu bjargað Tengdar fréttir Rjúpnaskyttan fannst á lífi Fannst ásamt hundi sínum við ágæta heilsu eftir að hafa verið týndur í rúman einn og hálfan sólarhring. 20. nóvember 2016 10:34 Rjúpnaskyttan ekki með farsíma meðferðis Leit þyrlu Landhelgisgæslunnar haldið áfram þegar veður leyfir. 19. nóvember 2016 11:05 Fimmtíu leitarmenn með hunda og tonn af björgunarbúnaði á leið austur Fimmtíu björgunarsveitarmenn fóru nú laust fyrir hádegi með flugi frá Reykjavík til Egilsstaða til þess að taka þátt í leit að rjúpnaskyttu sem staðið hefur yfir frá því í gærkvöldi. 19. nóvember 2016 12:56 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Hífa þurfti rjúpnaskyttuna sem týndist austur á Héraði upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að hann fannst í morgun. Maðurinn var með hund með sér í för og var hundurinn fluttur til byggða. Í nótt gróf maðurinn sig og hundinn í fönn til að skýla sér undan vindi, samkvæmt RÚV. Tveir veiðifélagar mannsins tilkynntu lögreglu að hann hefði ekki skilað sér til byggða um klukkan sjö á föstudagskvöldið. Hann fannst svo klukkan 10:15 í morgun þegar björgunarsveitarmenn á snjósleðum sáu hann á mel í nágrenni við Sauðá. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að aðstæður hafi verið mjög erfiðar og mikið hafi bætt í snjó frá því um miðjan dag á föstudag þar til maðurinn fannst. Embætti lögreglustjórans á Austurlandi þakkar öllum framangreindum viðbragðsaðilum fyrir framlag þeirra í þessari aðgerð. Maðurinn var á gangi þegar hann fannst og var mjög kaldur. Björgunarsveitarmenn héldu allan tíman í vonina um að hann hafi verið heill á húfi. Um er að ræða eina umfangsmestu aðgerð seinni tíða á Austurlandi samkvæmt Sveini Oddssyni, formanni svæðisstjórnar Landsbjargar á Austurlandi. Alls komu um 440 björgunarsveitarmenn að leitinni. Sveinn segir menn vera þreytta eftir erfiða leit, en flestir þeirra hafi hvílst í nótt og farið af stað í morgun, en maðurinn fannst mjög fljótt eftir birtingu. Hann verður fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur í dag.
Veiðimanni á rjúpu bjargað Tengdar fréttir Rjúpnaskyttan fannst á lífi Fannst ásamt hundi sínum við ágæta heilsu eftir að hafa verið týndur í rúman einn og hálfan sólarhring. 20. nóvember 2016 10:34 Rjúpnaskyttan ekki með farsíma meðferðis Leit þyrlu Landhelgisgæslunnar haldið áfram þegar veður leyfir. 19. nóvember 2016 11:05 Fimmtíu leitarmenn með hunda og tonn af björgunarbúnaði á leið austur Fimmtíu björgunarsveitarmenn fóru nú laust fyrir hádegi með flugi frá Reykjavík til Egilsstaða til þess að taka þátt í leit að rjúpnaskyttu sem staðið hefur yfir frá því í gærkvöldi. 19. nóvember 2016 12:56 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Rjúpnaskyttan fannst á lífi Fannst ásamt hundi sínum við ágæta heilsu eftir að hafa verið týndur í rúman einn og hálfan sólarhring. 20. nóvember 2016 10:34
Rjúpnaskyttan ekki með farsíma meðferðis Leit þyrlu Landhelgisgæslunnar haldið áfram þegar veður leyfir. 19. nóvember 2016 11:05
Fimmtíu leitarmenn með hunda og tonn af björgunarbúnaði á leið austur Fimmtíu björgunarsveitarmenn fóru nú laust fyrir hádegi með flugi frá Reykjavík til Egilsstaða til þess að taka þátt í leit að rjúpnaskyttu sem staðið hefur yfir frá því í gærkvöldi. 19. nóvember 2016 12:56