Kallað eftir aðgerður vegna áhrifa innflutningsbanns Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 4. febrúar 2016 15:27 Steingrímur J. Sigfússon segir launafólk og byggðir á norðaustur og austurlandi verða fyrir tekjumissi vegna innflutningsbanns Rússa. VÍSIR/STEFÁN Þátttaka Íslendinga í refsiaðgerðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi vegna hernaðar þeirra gegn Úkraínu, hefur valdið launafólki, sveitarfélögum víða austan og norðaustanlands og útgerðum tekjutapi. Steingrímur J. Sigfússon vitnaði til skýrslu Byggðastofunar frá því í september um þessi áhrif í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og spurði sjávarútvegsráðherra til hvaða aðgerða ríkisstjórnin hyggðist grípa vegna tekjutaps þeirra byggðarlaga sem yrðu verst úti. „Það gildir um Þórshöfn, svæðið þar í kring, Raufarhöfn og Langanesbyggð. Gildir alveg sérstaklega um vopnafjörð .... ef hæstvirtur ráðherra vildi tolla í salnum á meðan átt er hér orðastaður við hann .... Vopnafjörð þar sem vinnsla á uppsjávarfiski er eina landvinnslan á staðnum,“ sagði Steingrímur og bætti við að áhrifnanna gætti víða. Þetta tekjutap væri sérstaklega erfitt í smærri byggðarlögum þar sem launafólk hefði byggt afkomu sína á törnum í vinnslu uppsjávarafla. „það er ekki hægt að ætlast til þess að menn sendi reikninginn norður á Vopnafjörð þegar þeir taka ákvarðanir af því tagi sem menn tóku með því að vera þátttakendur í þessum viðskiptaþvingunum,“ sagði Steingrímur og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hvort aðgerða væri að vænta.Vill bæta fyrir tap launafólks og sveitarfélaga Ráðherra sagði rétt að tiltekin byggðarlög yrðu fyrir tekjutapi vegna viðbragða Rússa við þátttöku Íslendinga í refsiaðgerðum gagnvart þeim. Verið væri að skoða mótvægisaðgerðir fyrir þessi byggðarlög og sæi Byggðastofnun um framkvæmd þeirra. „Það er hins vegar rangt hjá þingmanninum að það séu einungis aðgerðir Rússa sem valdi því að það verði ekki mikil loðnuvinnsla þetta árið,“ sagði Sigurður Ingi. Ástand loðnustofnsins væri bágborið og kvóti því minni en áður. Fundað verði með heimamönnum á Vopnafirði á mánudag þar sem þeir verði upplýstir um aðgerðir. „Það er hins vegar áhugavert ef þingmaðurinn kæmi hér upp með áhugaverðar tillögur um hvernig væri hægt að koma til móts við ólíkar byggðir,“ sagði ráðherrann. „Já, ég skal gera það. Það á að setja landverkafólkið á laun, á tryggingu, í að minnsta kosti í sambærilegan tíma og það hefði haft vinnu á svona sæmilegri vertíð við frystinguna og skoða hvaða áhrif þetta hefur á þeirra heilsárstekjur. Síðan á að bæta sveitarfélögunum upp tekjutap vegna tapaðs útsvars og aflagjalda,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þátttaka Íslendinga í refsiaðgerðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi vegna hernaðar þeirra gegn Úkraínu, hefur valdið launafólki, sveitarfélögum víða austan og norðaustanlands og útgerðum tekjutapi. Steingrímur J. Sigfússon vitnaði til skýrslu Byggðastofunar frá því í september um þessi áhrif í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og spurði sjávarútvegsráðherra til hvaða aðgerða ríkisstjórnin hyggðist grípa vegna tekjutaps þeirra byggðarlaga sem yrðu verst úti. „Það gildir um Þórshöfn, svæðið þar í kring, Raufarhöfn og Langanesbyggð. Gildir alveg sérstaklega um vopnafjörð .... ef hæstvirtur ráðherra vildi tolla í salnum á meðan átt er hér orðastaður við hann .... Vopnafjörð þar sem vinnsla á uppsjávarfiski er eina landvinnslan á staðnum,“ sagði Steingrímur og bætti við að áhrifnanna gætti víða. Þetta tekjutap væri sérstaklega erfitt í smærri byggðarlögum þar sem launafólk hefði byggt afkomu sína á törnum í vinnslu uppsjávarafla. „það er ekki hægt að ætlast til þess að menn sendi reikninginn norður á Vopnafjörð þegar þeir taka ákvarðanir af því tagi sem menn tóku með því að vera þátttakendur í þessum viðskiptaþvingunum,“ sagði Steingrímur og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hvort aðgerða væri að vænta.Vill bæta fyrir tap launafólks og sveitarfélaga Ráðherra sagði rétt að tiltekin byggðarlög yrðu fyrir tekjutapi vegna viðbragða Rússa við þátttöku Íslendinga í refsiaðgerðum gagnvart þeim. Verið væri að skoða mótvægisaðgerðir fyrir þessi byggðarlög og sæi Byggðastofnun um framkvæmd þeirra. „Það er hins vegar rangt hjá þingmanninum að það séu einungis aðgerðir Rússa sem valdi því að það verði ekki mikil loðnuvinnsla þetta árið,“ sagði Sigurður Ingi. Ástand loðnustofnsins væri bágborið og kvóti því minni en áður. Fundað verði með heimamönnum á Vopnafirði á mánudag þar sem þeir verði upplýstir um aðgerðir. „Það er hins vegar áhugavert ef þingmaðurinn kæmi hér upp með áhugaverðar tillögur um hvernig væri hægt að koma til móts við ólíkar byggðir,“ sagði ráðherrann. „Já, ég skal gera það. Það á að setja landverkafólkið á laun, á tryggingu, í að minnsta kosti í sambærilegan tíma og það hefði haft vinnu á svona sæmilegri vertíð við frystinguna og skoða hvaða áhrif þetta hefur á þeirra heilsárstekjur. Síðan á að bæta sveitarfélögunum upp tekjutap vegna tapaðs útsvars og aflagjalda,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira