Sanngjörn krafa að fólk leggi sig fram við að tala íslensku Bjarki Ármannsson skrifar 4. febrúar 2016 11:34 Stefanie Bade, þýskur doktorsnemi í íslensku við Háskóla Íslands, segist telja að Íslendingar séu enn ekki mjög vanir því að heyra að hlusta á útlendinga tala íslensku. Hún segir Íslendinga almennt mjög umburðarlynda í garð innflytjenda og tali þeirra en að vísbendingar séu um að fólk tengi erlendan hreim ákveðnum staðalímyndum. Þetta kom fram í viðtali við Stefanie í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var rætt um rannsóknir hennar á afstöðu Íslendinga til erlends hreims, sem Stefanie mun fjalla um á ráðstefnunni Fræði og fjölmenning um helgina. Stefanie hefur búið á Íslandi í fjögur ár, en hafði lært íslensku í Þýskalandi fyrir þann tíma. Hún segist sjálf fá nær eingöngu jákvæð viðbrögð frá innfæddum þegar hún talar íslensku. „Íslenskan hér er svolítið einsleit, það er kannski pínu framburðarmunur en ekkert meira en það,“ segir Stefanie. „Síðan hefur íslenskan sérstöðu hér á Íslandi, því Íslendingum þykir mjög vænt um íslensku og hún hefur mikla þýðingu fyrir fólk. Það er mjög athyglisvert og eitthvað sem ég verð að taka tillit til í rannsóknum mínum.“ Hún hefur mikinn áhuga á því hvað Íslendingum finnst þegar fólk talar með hreimi. Hún segist hafa verið mjög fegin þegar talsverð umræða fór af stað um málið eftir að Martin Hensch, þýskur jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, las veðurfréttir í Ríkisútvarpinu. „Ég var eiginlega bara mjög fegin, því sú umræða er mjög mikilvæg,“ segir hún. „Það eru ýmis konar þættir sem hafa áhrif á það hvernig við skynjum erlendan hreim. Það eru líka einstaklingsbundnir þættir, til dæmis hversu gamalt fólk er og hversu mikla reynslu fólk hefur af því að umgangast útlendinga. Ég held því fram að Íslendingar séu ennþá ekki mjög vanir því að hlusta á útlendinga.“Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún spyr hvort ekki sé hægt að gera þá kröfu að útlendingar í þjónustustörfum hér á landi kunni „alla vega smávegis“ í íslensku.Rúmlega tvítug fékk ég vinnu á veitingastað á Strikinu í Köben af því að ég gat eitthvað í dönsku. Hvers vegna getum við...Posted by Sirrý Arnardóttir on 3. febrúar 2016Þá segist Stefanie halda að Íslendingar krefjist þess að útlendingar á Íslandi leggi sig fram við að tala íslensku. „Mér finnst það mjög sanngjörn krafa en það geta ekki allir lagt sig nákvæmlega jafnvel fram. Útlendingar eru ekki einsleitur hópur, heldur með ólíka sögu og bakgrunn.“Hlýða má á viðtalið við Stefanie í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Sjá meira
Stefanie Bade, þýskur doktorsnemi í íslensku við Háskóla Íslands, segist telja að Íslendingar séu enn ekki mjög vanir því að heyra að hlusta á útlendinga tala íslensku. Hún segir Íslendinga almennt mjög umburðarlynda í garð innflytjenda og tali þeirra en að vísbendingar séu um að fólk tengi erlendan hreim ákveðnum staðalímyndum. Þetta kom fram í viðtali við Stefanie í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var rætt um rannsóknir hennar á afstöðu Íslendinga til erlends hreims, sem Stefanie mun fjalla um á ráðstefnunni Fræði og fjölmenning um helgina. Stefanie hefur búið á Íslandi í fjögur ár, en hafði lært íslensku í Þýskalandi fyrir þann tíma. Hún segist sjálf fá nær eingöngu jákvæð viðbrögð frá innfæddum þegar hún talar íslensku. „Íslenskan hér er svolítið einsleit, það er kannski pínu framburðarmunur en ekkert meira en það,“ segir Stefanie. „Síðan hefur íslenskan sérstöðu hér á Íslandi, því Íslendingum þykir mjög vænt um íslensku og hún hefur mikla þýðingu fyrir fólk. Það er mjög athyglisvert og eitthvað sem ég verð að taka tillit til í rannsóknum mínum.“ Hún hefur mikinn áhuga á því hvað Íslendingum finnst þegar fólk talar með hreimi. Hún segist hafa verið mjög fegin þegar talsverð umræða fór af stað um málið eftir að Martin Hensch, þýskur jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, las veðurfréttir í Ríkisútvarpinu. „Ég var eiginlega bara mjög fegin, því sú umræða er mjög mikilvæg,“ segir hún. „Það eru ýmis konar þættir sem hafa áhrif á það hvernig við skynjum erlendan hreim. Það eru líka einstaklingsbundnir þættir, til dæmis hversu gamalt fólk er og hversu mikla reynslu fólk hefur af því að umgangast útlendinga. Ég held því fram að Íslendingar séu ennþá ekki mjög vanir því að hlusta á útlendinga.“Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún spyr hvort ekki sé hægt að gera þá kröfu að útlendingar í þjónustustörfum hér á landi kunni „alla vega smávegis“ í íslensku.Rúmlega tvítug fékk ég vinnu á veitingastað á Strikinu í Köben af því að ég gat eitthvað í dönsku. Hvers vegna getum við...Posted by Sirrý Arnardóttir on 3. febrúar 2016Þá segist Stefanie halda að Íslendingar krefjist þess að útlendingar á Íslandi leggi sig fram við að tala íslensku. „Mér finnst það mjög sanngjörn krafa en það geta ekki allir lagt sig nákvæmlega jafnvel fram. Útlendingar eru ekki einsleitur hópur, heldur með ólíka sögu og bakgrunn.“Hlýða má á viðtalið við Stefanie í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Sjá meira