Sanngjörn krafa að fólk leggi sig fram við að tala íslensku Bjarki Ármannsson skrifar 4. febrúar 2016 11:34 Stefanie Bade, þýskur doktorsnemi í íslensku við Háskóla Íslands, segist telja að Íslendingar séu enn ekki mjög vanir því að heyra að hlusta á útlendinga tala íslensku. Hún segir Íslendinga almennt mjög umburðarlynda í garð innflytjenda og tali þeirra en að vísbendingar séu um að fólk tengi erlendan hreim ákveðnum staðalímyndum. Þetta kom fram í viðtali við Stefanie í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var rætt um rannsóknir hennar á afstöðu Íslendinga til erlends hreims, sem Stefanie mun fjalla um á ráðstefnunni Fræði og fjölmenning um helgina. Stefanie hefur búið á Íslandi í fjögur ár, en hafði lært íslensku í Þýskalandi fyrir þann tíma. Hún segist sjálf fá nær eingöngu jákvæð viðbrögð frá innfæddum þegar hún talar íslensku. „Íslenskan hér er svolítið einsleit, það er kannski pínu framburðarmunur en ekkert meira en það,“ segir Stefanie. „Síðan hefur íslenskan sérstöðu hér á Íslandi, því Íslendingum þykir mjög vænt um íslensku og hún hefur mikla þýðingu fyrir fólk. Það er mjög athyglisvert og eitthvað sem ég verð að taka tillit til í rannsóknum mínum.“ Hún hefur mikinn áhuga á því hvað Íslendingum finnst þegar fólk talar með hreimi. Hún segist hafa verið mjög fegin þegar talsverð umræða fór af stað um málið eftir að Martin Hensch, þýskur jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, las veðurfréttir í Ríkisútvarpinu. „Ég var eiginlega bara mjög fegin, því sú umræða er mjög mikilvæg,“ segir hún. „Það eru ýmis konar þættir sem hafa áhrif á það hvernig við skynjum erlendan hreim. Það eru líka einstaklingsbundnir þættir, til dæmis hversu gamalt fólk er og hversu mikla reynslu fólk hefur af því að umgangast útlendinga. Ég held því fram að Íslendingar séu ennþá ekki mjög vanir því að hlusta á útlendinga.“Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún spyr hvort ekki sé hægt að gera þá kröfu að útlendingar í þjónustustörfum hér á landi kunni „alla vega smávegis“ í íslensku.Rúmlega tvítug fékk ég vinnu á veitingastað á Strikinu í Köben af því að ég gat eitthvað í dönsku. Hvers vegna getum við...Posted by Sirrý Arnardóttir on 3. febrúar 2016Þá segist Stefanie halda að Íslendingar krefjist þess að útlendingar á Íslandi leggi sig fram við að tala íslensku. „Mér finnst það mjög sanngjörn krafa en það geta ekki allir lagt sig nákvæmlega jafnvel fram. Útlendingar eru ekki einsleitur hópur, heldur með ólíka sögu og bakgrunn.“Hlýða má á viðtalið við Stefanie í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Stefanie Bade, þýskur doktorsnemi í íslensku við Háskóla Íslands, segist telja að Íslendingar séu enn ekki mjög vanir því að heyra að hlusta á útlendinga tala íslensku. Hún segir Íslendinga almennt mjög umburðarlynda í garð innflytjenda og tali þeirra en að vísbendingar séu um að fólk tengi erlendan hreim ákveðnum staðalímyndum. Þetta kom fram í viðtali við Stefanie í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var rætt um rannsóknir hennar á afstöðu Íslendinga til erlends hreims, sem Stefanie mun fjalla um á ráðstefnunni Fræði og fjölmenning um helgina. Stefanie hefur búið á Íslandi í fjögur ár, en hafði lært íslensku í Þýskalandi fyrir þann tíma. Hún segist sjálf fá nær eingöngu jákvæð viðbrögð frá innfæddum þegar hún talar íslensku. „Íslenskan hér er svolítið einsleit, það er kannski pínu framburðarmunur en ekkert meira en það,“ segir Stefanie. „Síðan hefur íslenskan sérstöðu hér á Íslandi, því Íslendingum þykir mjög vænt um íslensku og hún hefur mikla þýðingu fyrir fólk. Það er mjög athyglisvert og eitthvað sem ég verð að taka tillit til í rannsóknum mínum.“ Hún hefur mikinn áhuga á því hvað Íslendingum finnst þegar fólk talar með hreimi. Hún segist hafa verið mjög fegin þegar talsverð umræða fór af stað um málið eftir að Martin Hensch, þýskur jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, las veðurfréttir í Ríkisútvarpinu. „Ég var eiginlega bara mjög fegin, því sú umræða er mjög mikilvæg,“ segir hún. „Það eru ýmis konar þættir sem hafa áhrif á það hvernig við skynjum erlendan hreim. Það eru líka einstaklingsbundnir þættir, til dæmis hversu gamalt fólk er og hversu mikla reynslu fólk hefur af því að umgangast útlendinga. Ég held því fram að Íslendingar séu ennþá ekki mjög vanir því að hlusta á útlendinga.“Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona birti í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún spyr hvort ekki sé hægt að gera þá kröfu að útlendingar í þjónustustörfum hér á landi kunni „alla vega smávegis“ í íslensku.Rúmlega tvítug fékk ég vinnu á veitingastað á Strikinu í Köben af því að ég gat eitthvað í dönsku. Hvers vegna getum við...Posted by Sirrý Arnardóttir on 3. febrúar 2016Þá segist Stefanie halda að Íslendingar krefjist þess að útlendingar á Íslandi leggi sig fram við að tala íslensku. „Mér finnst það mjög sanngjörn krafa en það geta ekki allir lagt sig nákvæmlega jafnvel fram. Útlendingar eru ekki einsleitur hópur, heldur með ólíka sögu og bakgrunn.“Hlýða má á viðtalið við Stefanie í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira