Nauðgunarsinninn hættir við Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2016 07:53 Roosh Vorek hefur áhyggjur af öryggi fylgjenda sinna og hefur því hætt við að stefna fylgjendum sínum saman. Roosh Vorek, umdeildur bandarískur rithöfundur og sjálfskipaður „pickup artist“, hefur hætt við að stefna fylgjendum sínum saman á laugardaginn þar sem hann kveðst „ekki geta tryggt öryggi eða einkalíf þeirra manna sem vilja mæta.“ Greint er frá málinu á vef Guardian en Roosh ætlaði meðal annars að stefna íslenskum fylgjendum sínum saman og áttu þeir að koma að styttunni af Leifi Eiríkssyni við Hallgrímskirkju. Þá var Vorek einnig búinn að skipuleggja viðburði víða annars staðar um heiminn, til að mynda í Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Vorek er vægast sagt umdeildur og mætir oftar en ekki andstöðu hvert sem hann fer. Hann er annálaður andfemínisti og lýsingar hans á kynlífsathöfnum sínum minna margar hverjar heldur á lýsingar á nauðgunum. Árið 2011 kom Vorek hingað til lands og gaf í kjölfarið út bókina Bang Iceland þar sem hann ráðleggur karlmönnum hvernig þeir eigi að haga sér til að ná að sænga hjá íslensku kvenfólki eftir nótt í miðbæ Reykjavíkur. Eins og áður segir áttu íslenskir fylgjendur Vorek að koma saman við Hallgrímskirkju á laugardagskvöld en svo virðist sem ekkert verði nú á því. Á sama tíma og sama stað var búið að boða til mótmæla vegna fundarins, líkt og gert hefur verið víða annars staðar um heim þar sem búið var að boða til sambærilegra funda. „Eins og ég sé þetta, þá getur alls kyns óþverri fengið að þrífast hér á landi ef fólk stendur aðgerðalaust hjá. Ef manni mislíkar eitthvað þýðir ekki að standa aðgerðalaus hjá,“ sagði Brynhildur Yrsa Guðmundsdóttir ein skipuleggjanda mótmælanna í viðtali við Fréttablaðið í vikunni. Tengdar fréttir Nauðgunarsinni stefnir íslenskum fylgjendum sínum saman Rithöfundinum Roosh Vorek hefur verið lýst sem höllum undir nauðganir og sem andfemínista. 1. febrúar 2016 11:57 Mótmæla fundi manns sem hvetur karlmenn til nauðgana Hópur fólks hefur boðað komu sína við styttu Leifs Eiríkssonar við Hallgrímskirkju og ætlar að mótmæla fyrirhuguðum fundi fylgismanna Roosh Vorek. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fylgist með fundinum. 2. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Roosh Vorek, umdeildur bandarískur rithöfundur og sjálfskipaður „pickup artist“, hefur hætt við að stefna fylgjendum sínum saman á laugardaginn þar sem hann kveðst „ekki geta tryggt öryggi eða einkalíf þeirra manna sem vilja mæta.“ Greint er frá málinu á vef Guardian en Roosh ætlaði meðal annars að stefna íslenskum fylgjendum sínum saman og áttu þeir að koma að styttunni af Leifi Eiríkssyni við Hallgrímskirkju. Þá var Vorek einnig búinn að skipuleggja viðburði víða annars staðar um heiminn, til að mynda í Ástralíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Vorek er vægast sagt umdeildur og mætir oftar en ekki andstöðu hvert sem hann fer. Hann er annálaður andfemínisti og lýsingar hans á kynlífsathöfnum sínum minna margar hverjar heldur á lýsingar á nauðgunum. Árið 2011 kom Vorek hingað til lands og gaf í kjölfarið út bókina Bang Iceland þar sem hann ráðleggur karlmönnum hvernig þeir eigi að haga sér til að ná að sænga hjá íslensku kvenfólki eftir nótt í miðbæ Reykjavíkur. Eins og áður segir áttu íslenskir fylgjendur Vorek að koma saman við Hallgrímskirkju á laugardagskvöld en svo virðist sem ekkert verði nú á því. Á sama tíma og sama stað var búið að boða til mótmæla vegna fundarins, líkt og gert hefur verið víða annars staðar um heim þar sem búið var að boða til sambærilegra funda. „Eins og ég sé þetta, þá getur alls kyns óþverri fengið að þrífast hér á landi ef fólk stendur aðgerðalaust hjá. Ef manni mislíkar eitthvað þýðir ekki að standa aðgerðalaus hjá,“ sagði Brynhildur Yrsa Guðmundsdóttir ein skipuleggjanda mótmælanna í viðtali við Fréttablaðið í vikunni.
Tengdar fréttir Nauðgunarsinni stefnir íslenskum fylgjendum sínum saman Rithöfundinum Roosh Vorek hefur verið lýst sem höllum undir nauðganir og sem andfemínista. 1. febrúar 2016 11:57 Mótmæla fundi manns sem hvetur karlmenn til nauðgana Hópur fólks hefur boðað komu sína við styttu Leifs Eiríkssonar við Hallgrímskirkju og ætlar að mótmæla fyrirhuguðum fundi fylgismanna Roosh Vorek. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fylgist með fundinum. 2. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Nauðgunarsinni stefnir íslenskum fylgjendum sínum saman Rithöfundinum Roosh Vorek hefur verið lýst sem höllum undir nauðganir og sem andfemínista. 1. febrúar 2016 11:57
Mótmæla fundi manns sem hvetur karlmenn til nauðgana Hópur fólks hefur boðað komu sína við styttu Leifs Eiríkssonar við Hallgrímskirkju og ætlar að mótmæla fyrirhuguðum fundi fylgismanna Roosh Vorek. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fylgist með fundinum. 2. febrúar 2016 07:00