Enski boltinn

Gylfi Þór jafnaði við Heiðar Helguson

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór fagnar markinu á The Hawthorns.
Gylfi Þór fagnar markinu á The Hawthorns. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson er nú jafn í öðru til þriðja sæti yfir markahæstu Íslendingana í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta frá upphafi.

Gylfi Þór skoraði mark sinna manna í Swansea á þriðjudagskvöldið þegar þeir gerðu svekkjandi 1-1 jafntefli við West Bromwich Albion á útivelli, en WBA jafnaði metin í uppbótartíma.

Markið var það 20. sem hann skorar fyrir Swansea, en í heildina er Gylfi Þór búinn að skora 28 mörk í ensku úrvalsdeildinni.

Heiðar Helguson, fyrrverandi landsliðsframherji íslands, skoraði einnig 28 mörk í ensku úrvalsdeildinni á tólf ára tímabili fyrir Watford, Fulham, Bolton og QPR, en þeir deila öðru sætinu á eftir Eiði Smára Guðjohnsen.

Eiður Smári er langmarkahæstur Íslendinga í ensku úrvalsdeildinni, en hann skoraði 54 mörk fyrir Chelsea og eitt fyrir Tottenham þegar hann sneri aftur til Englands á láni.

Sjáðu markið hans Gylfa Þórs á móti WBA:

Tengdar fréttir

Gylfi Þór valinn maður leiksins

Íslenski landsliðsmaðurinn var bestur í liði Swansea á móti West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×