Enski boltinn

„Því miður gefur sigur á Man City að­eins þrjú stig“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hinn ungi þjálfari Brighton á hliðarlínunni.
Hinn ungi þjálfari Brighton á hliðarlínunni. EPA-EFE/DANIEL HAMBURY

„Mikilvægt að vera með breiðan leikmannahóp þar sem þú getur skipt mönnum inn á sem breyta gangi leiksins,“ sagði Fabian Hürzeler, þjálfari Brighton & Hove Albion eftir frækinn sigur sinna manna á Englandsmeisturum Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Brighton lendi undir en vann 2-1 sigur sem þýðir að Man City hefur nú tapað fjórum leikjum í röð. Mörkin skoruðu varamennirnir João Pedro og Matt O‘Reilly.

„Ég er glaður fyrir hönd João og Matt, jafnframt er ég ánægður með áhrif þeirra á leikinn. Þeir hafa lagt hart að sér í endurhæfingu sinni,“ sagði Hürzeler um mennina sem skópu sigurinn en þeir hafa verið að glíma við meiðsli.

„Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig. Félagið í heild ætti að vera ánægt og við getum tekið mikla trú og sjálfstraust. Það er ljóst að Brighton getur unnið hvaða lið sem er, líka þessi stóru stofnlið.“

„Við höfum spilað við Liverpool og Manchester City. Gegn Liverpool vorum við ekki nægilega góðir, ekki nægilega ákafir til að keppa við stofnlið.“

Brighton er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 19 stig, fjórum minna en Man City í 2. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×