Tíu til fimmtán starfsmenn BUGL hafa veikst af myglusvepp Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2016 07:00 Starfsemi göngudeildar hefur verið takmörkuð. vísir/vilhelm Myglusveppur greindist í húsnæði göngudeildar BUGL við Dalbraut í byrjun síðasta árs og hafa framkvæmdir staðið yfir án þess að náðst hafi að koma í veg fyrir vandann. Í síðustu viku var starfsmönnum sent bréf þar sem tilkynnt var að takmarka þyrfti starfsemi göngudeildarinnar eftir að fleiri starfsmenn veiktust. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eiga níu starfsmenn erfitt með að vera í húsnæði göngudeildar vegna myglutengdra einkenna. Í heildina hafa þó tíu til fimmtán starfsmenn á BUGL fundið fyrir einkennum síðustu misseri, mismiklum á hverjum tíma. Enginn er þó fjarverandi frá vinnu til lengri tíma þessa dagana vegna myglu „en það koma upp dagar þar sem einkenni eru svæsnari og þá er starfsmaður frá vinnu, til dæmis einn í fyrradag og tveir í gær,“ segir Anna Dagný Smith, mannauðsráðgjafi kvenna- og barnasviðs. Þeim starfsmönnum, sem ekki geta unnið vegna einkenna sem tengjast myglu, hefur verið útveguð starfsaðstaða tímabundið í öðru húsnæði Landspítala. Fréttablaðið hefur einnig rætt við starfsmann sem getur eingöngu verið í litlum hluta húsnæðisins og mætir því hvorki á starfsmannafundi eða í mötuneyti. Þessa dagana eru framkvæmdir á fullu á þeim stöðum þar sem mygla og rakaskemmdir hafa greinst, segir í svari Landspítala. Stór hluti eldra húsnæðis BUGL hefur nú þegar verið tekinn í gegn og starfsemi þar því „að mestu hnökralaus“. Á göngudeild er aftur á móti eingöngu bráðaþjónustu sinnt. Nýjum málum hefur verið frestað, hópar felldir niður og eingöngu bráðamálum sinnt þar til ráðin verður bót á húsnæðisvandanum. Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Myglusveppur greindist í húsnæði göngudeildar BUGL við Dalbraut í byrjun síðasta árs og hafa framkvæmdir staðið yfir án þess að náðst hafi að koma í veg fyrir vandann. Í síðustu viku var starfsmönnum sent bréf þar sem tilkynnt var að takmarka þyrfti starfsemi göngudeildarinnar eftir að fleiri starfsmenn veiktust. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eiga níu starfsmenn erfitt með að vera í húsnæði göngudeildar vegna myglutengdra einkenna. Í heildina hafa þó tíu til fimmtán starfsmenn á BUGL fundið fyrir einkennum síðustu misseri, mismiklum á hverjum tíma. Enginn er þó fjarverandi frá vinnu til lengri tíma þessa dagana vegna myglu „en það koma upp dagar þar sem einkenni eru svæsnari og þá er starfsmaður frá vinnu, til dæmis einn í fyrradag og tveir í gær,“ segir Anna Dagný Smith, mannauðsráðgjafi kvenna- og barnasviðs. Þeim starfsmönnum, sem ekki geta unnið vegna einkenna sem tengjast myglu, hefur verið útveguð starfsaðstaða tímabundið í öðru húsnæði Landspítala. Fréttablaðið hefur einnig rætt við starfsmann sem getur eingöngu verið í litlum hluta húsnæðisins og mætir því hvorki á starfsmannafundi eða í mötuneyti. Þessa dagana eru framkvæmdir á fullu á þeim stöðum þar sem mygla og rakaskemmdir hafa greinst, segir í svari Landspítala. Stór hluti eldra húsnæðis BUGL hefur nú þegar verið tekinn í gegn og starfsemi þar því „að mestu hnökralaus“. Á göngudeild er aftur á móti eingöngu bráðaþjónustu sinnt. Nýjum málum hefur verið frestað, hópar felldir niður og eingöngu bráðamálum sinnt þar til ráðin verður bót á húsnæðisvandanum.
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira