Lífið

Hjartasteinn vann til verðlauna í Feneyjum

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Guðmundur Arnar og leikarar við tökur.
Guðmundur Arnar og leikarar við tökur. Vísir
Kvikmyndin Hjartasteinn vann í gær Queer Lion verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Verðlaunin eru veitt þvert yfir flokka á hátíðinni fyrir framúrskarandi kvikmynd sem fjallar á einhvern hátt um málefni tengd samkynhneigðum eða transfólki.

Þetta var í tíunda skipti sem verðlaunin eru veitt en áður hafa myndirnar Single Man eftir Tom Ford, Philomena eftir Stephen Frears og Óskarsverðlaunamyndin The Danish Girl hlotið þau.

Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar en myndin fjallar um tvo vini sem alast upp út á landi. Annar er yfir sig ástfanginn af ungri stúlku í nágrenninu en hinn fer að uppgötva að tilfinningar hans til vinar síns eru dýpri en hann áttaði sig á í fyrstu.


Tengdar fréttir

Í viðræðum við stórar kvikmyndahátíðir

Guðmundar Arnars Guðmundssonar, kvikmyndagerðamaður er um þessar mundir að leggja lokahönd á eftirvinnslu á kvikmyndinni Hjartasteinn sem frumsýnd verður í haust. Danski stórleikarinn Søren Malling fer með hlutverk í myndinni en hann lék meðal annars í hinum geysivinsælu spennuþáttum Forbrydelsen.

Hjartasteinn á Feneyjahátíðinni

Íslenska kvikmyndin Hjartasteinn hefur verið valin í aðalkeppni Venice Days hluta kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Róm í dag. Leikstjóri myndarinnar er Guðmundur Arnar Guðmundsson og getur mynd hans unnið til fernra verðlauna á hátíðinni en þessi hátið er ein allra virtasta hátíð heims ásamt því að vera sú elsta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.