Ekki að sparka í liggjandi mann Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. janúar 2016 07:00 Kristófer Dignus segir engan heilagan þegar kemur að gríni. vísir/ernir „Það hefur ekki komið til umræðu enda ekki verið farið fram á neitt slíkt. En mér þykir það vissulega leitt að þetta atriði eða önnur í Skaupinu hafi farið fyrir brjóstið á einhverjum áhorfendum eða sært þá enda er það sannarlega ekki tilgangurinn,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, aðspurður um hvort til greina komi að biðja Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, afsökunar á atriði þar sem Sigurður kemur við sögu í Áramótaskaupinu. Í þessu tiltekna atriði er spiluð upptaka af samtali sem fréttastofa RÚV átti við Sigurð sama dag og hann var dæmdur í fangelsi í Hæstarétti vegna al Thani-málsins. Jónas Sigurgeirsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings, gagnrýnir þetta atriði harðlega í Fréttablaðinu í gær. Gagnrýnin vakti nokkra athygli á samfélagsmiðlum. Sigurður sætir, sem kunnugt er, fangelsisrefsingu á Kvíabryggju. Kristófer Dignus, leikstjóri Áramótaskaupsins, segir umrætt grín vera pínlegt og það eigi að vera þannig, enda vísi það til pínlegs atburðar á síðasta ári. Í stað þess að vera með leikið atriði, þar sem leikarar léku bankamenn, hafi verið ákveðið að fara þá leið sem farin var. „Mér finnst þetta hafa snert svolítið mikið okkur sem þjóð, það sem gerðist og afleiðingar þess sem gerðist,“ segir Kristófer um bankahrunið og afleiðingar þess..Hann segir engan vera heilagan þegar kemur að gríni og grínið hafi verið góðlátlegt. „Mér finnst við ekki vera að sparka í liggjandi mann.“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segist ekki vita til þess að Sigurður Einarsson hafi gert athugasemdir við umrætt atriði. Skarphéðinn segir nálgunina í umræddu atriði vissulega hafa verið djarfa, en hann trúi ekki að nein meinfýsni hafi ráðið för hjá höfundunum. Fréttablaðið hringdi á Kvíabryggju og óskaði viðbragða frá Sigurði Einarssyni, en var tjáð að hann væri upptekinn vegna funda með lögfræðingum. Tengdar fréttir Skaupið sagt lýsa lágkúrulegri grimmd Jónas Sigurgeirsson bókaútgefandi segir dómsstóla þátttakenda á skipulagðri aðför á hendur bankamönnum. 8. janúar 2016 10:11 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
„Það hefur ekki komið til umræðu enda ekki verið farið fram á neitt slíkt. En mér þykir það vissulega leitt að þetta atriði eða önnur í Skaupinu hafi farið fyrir brjóstið á einhverjum áhorfendum eða sært þá enda er það sannarlega ekki tilgangurinn,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, aðspurður um hvort til greina komi að biðja Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, afsökunar á atriði þar sem Sigurður kemur við sögu í Áramótaskaupinu. Í þessu tiltekna atriði er spiluð upptaka af samtali sem fréttastofa RÚV átti við Sigurð sama dag og hann var dæmdur í fangelsi í Hæstarétti vegna al Thani-málsins. Jónas Sigurgeirsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings, gagnrýnir þetta atriði harðlega í Fréttablaðinu í gær. Gagnrýnin vakti nokkra athygli á samfélagsmiðlum. Sigurður sætir, sem kunnugt er, fangelsisrefsingu á Kvíabryggju. Kristófer Dignus, leikstjóri Áramótaskaupsins, segir umrætt grín vera pínlegt og það eigi að vera þannig, enda vísi það til pínlegs atburðar á síðasta ári. Í stað þess að vera með leikið atriði, þar sem leikarar léku bankamenn, hafi verið ákveðið að fara þá leið sem farin var. „Mér finnst þetta hafa snert svolítið mikið okkur sem þjóð, það sem gerðist og afleiðingar þess sem gerðist,“ segir Kristófer um bankahrunið og afleiðingar þess..Hann segir engan vera heilagan þegar kemur að gríni og grínið hafi verið góðlátlegt. „Mér finnst við ekki vera að sparka í liggjandi mann.“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segist ekki vita til þess að Sigurður Einarsson hafi gert athugasemdir við umrætt atriði. Skarphéðinn segir nálgunina í umræddu atriði vissulega hafa verið djarfa, en hann trúi ekki að nein meinfýsni hafi ráðið för hjá höfundunum. Fréttablaðið hringdi á Kvíabryggju og óskaði viðbragða frá Sigurði Einarssyni, en var tjáð að hann væri upptekinn vegna funda með lögfræðingum.
Tengdar fréttir Skaupið sagt lýsa lágkúrulegri grimmd Jónas Sigurgeirsson bókaútgefandi segir dómsstóla þátttakenda á skipulagðri aðför á hendur bankamönnum. 8. janúar 2016 10:11 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Skaupið sagt lýsa lágkúrulegri grimmd Jónas Sigurgeirsson bókaútgefandi segir dómsstóla þátttakenda á skipulagðri aðför á hendur bankamönnum. 8. janúar 2016 10:11