Viðskipti innlent

Leggja til að rúm 28% verði seld í Landsbankanum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gert er ráð fyrir að hluti af Landsbankanum verði seldur í ár.
Gert er ráð fyrir að hluti af Landsbankanum verði seldur í ár.
Bankasýsla ríkisins segir að skilyrði fyrir sölu á eignarhlut ríkisins í Landsbankanum hf. sé til staðar og því sé rétt að ráðst í upphaf söluferlisins. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu sem Bankasýslan sendi frá sér í dag. Samkvæmt fjárlögum ársins er hemild fyrir sölu á allt að 30 prósent hlut í bankanum á síðari hluta þessa árs.

Í stöðuskýrslu Bankasýslunnar segir að stofnunin áætli að leggja framtillögu til ráðherra um söluna á fyrsta fjórðungi ársins. Líklegast sé að aðaltillaga sstofnunarinnar verði tillaga um sölu á allt að 28,2 prósent hlut með almennu útboði og skráningu hluta á skipulegan verðbréfamarkað í kjölfarið.

Þau fjögur efnahagslegu viðmið sem stofnunin setur um hvenær rétt sé að hefja söluferli, eru eftirfarandi:

Að íslenskt efnahagslíf hafi styrkst og náð stöðugleika. 

Að virðismat á fjármálafyrirtækjum sé ásættanlegt. 

Að fjárfestar hafi áhuga og bolmagn á fjárfestingu í eignarhlut. 

Að rekstur, afkoma, fjárhagsskipan og stjórnarhættir viðkomandi fjármálafyrirtækis bendi til þess að fjármálafyrirtækið geti talist álitlegur fjárfestingarkostur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×