Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2016 18:30 Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. Ekki er um sama lögreglumann að ræða og losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær í máli sem einnig snýr að fíkniefnadeild lögreglu. Starfsmennirnir lögðu fram kvörtun vegna lögreglufulltrúa, samstarfsmanns þeirra í fíkniefnadeildinni. Umræddur fulltrúi er reyndur lögreglumaður sem stýrði meðal annars tálbeituaðgerð í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem fór út um þúfur við Hótel Frón í apríl í fyrra. Sameinaðir gerðu lögreglumennirnir alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans nokkrum vikum eftir tálbeituaðgerðina. Lögreglumennirnir sem kvörtuðu undan fulltrúanum voru alls níu en um er að ræða meirihluta þeirra sem starfa við rannsóknir á fíkniefnamálum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu frá 2007-2014.Vísir/ErnirAldrei formleg rannsókn þrátt fyrir fullyrðingar Umræddur lögreglufulltrúi hefur í áraraðir verið ásakaður, bæði af núverandi og fyrrverandi samstarfsmönnum og almenningi, um óeðlileg samskipti við aðila í fíkniefnaheiminum. Mál hans hefur þó aldrei verið formlega rannsakað.Í Fréttablaðinu í dag kom fram að Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildar, hefði árið 2011, þegar ásakanir voru háværar, fullyrt við samstarfsmenn fulltrúans að rannsókn á ásökunum væri lokið. Ekkert væri hæft í þeim og menn ættu ekki að ræða málið frekar. Fréttablaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að aldrei fór fram formleg rannsókn á málinu. Það er sjónarmið flestra sem fréttastofa hefur leitað til að ótækt sé fyrir aðila að láta jafn alvarlegar athugasemdir og um ræðir liggja í láginni og rannsaka ekki hvort þær eigi við rök að styðjast. Allir hljóti að eiga rétt á að fá úrlausn sinna mála hvoru megin sem setið er við borðið.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er í fríi erlendis og svaraði ekki símtölum fréttastofu.Vísir/Anton BrinkAldrei rannsakaður en þrisvar færður til Ekki liggur fyrir hvernig Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður níumenninganna, brást við athugasemdum hópsins. Hópurinn sá sig engu að síður knúinn til að fara með málið lengra og beindi alvarlegu athugasemdunum til Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Í framhaldinu var fulltrúinn færður til í starfi og í aðra deild ótengda rannsóknum á fíkniefnamálum. Um fyrstu af þremur tilfærslum mannsins í starfi var að ræða á nokkurra mánaða tímabili. Friðrik Smári er í fríi erlendis og svaraði ekki símtölum fréttastofu. Þá segist Sigríður Björk lögreglustjóri ekkert geta tjáð sig um málið.Áfram verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun þar sem Karl Steinar Valsson verður í ítarlegu viðtali þar sem hann svarar fyrir ásakanir á hendur sér. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. Ekki er um sama lögreglumann að ræða og losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær í máli sem einnig snýr að fíkniefnadeild lögreglu. Starfsmennirnir lögðu fram kvörtun vegna lögreglufulltrúa, samstarfsmanns þeirra í fíkniefnadeildinni. Umræddur fulltrúi er reyndur lögreglumaður sem stýrði meðal annars tálbeituaðgerð í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem fór út um þúfur við Hótel Frón í apríl í fyrra. Sameinaðir gerðu lögreglumennirnir alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans nokkrum vikum eftir tálbeituaðgerðina. Lögreglumennirnir sem kvörtuðu undan fulltrúanum voru alls níu en um er að ræða meirihluta þeirra sem starfa við rannsóknir á fíkniefnamálum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu frá 2007-2014.Vísir/ErnirAldrei formleg rannsókn þrátt fyrir fullyrðingar Umræddur lögreglufulltrúi hefur í áraraðir verið ásakaður, bæði af núverandi og fyrrverandi samstarfsmönnum og almenningi, um óeðlileg samskipti við aðila í fíkniefnaheiminum. Mál hans hefur þó aldrei verið formlega rannsakað.Í Fréttablaðinu í dag kom fram að Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildar, hefði árið 2011, þegar ásakanir voru háværar, fullyrt við samstarfsmenn fulltrúans að rannsókn á ásökunum væri lokið. Ekkert væri hæft í þeim og menn ættu ekki að ræða málið frekar. Fréttablaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að aldrei fór fram formleg rannsókn á málinu. Það er sjónarmið flestra sem fréttastofa hefur leitað til að ótækt sé fyrir aðila að láta jafn alvarlegar athugasemdir og um ræðir liggja í láginni og rannsaka ekki hvort þær eigi við rök að styðjast. Allir hljóti að eiga rétt á að fá úrlausn sinna mála hvoru megin sem setið er við borðið.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er í fríi erlendis og svaraði ekki símtölum fréttastofu.Vísir/Anton BrinkAldrei rannsakaður en þrisvar færður til Ekki liggur fyrir hvernig Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður níumenninganna, brást við athugasemdum hópsins. Hópurinn sá sig engu að síður knúinn til að fara með málið lengra og beindi alvarlegu athugasemdunum til Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Í framhaldinu var fulltrúinn færður til í starfi og í aðra deild ótengda rannsóknum á fíkniefnamálum. Um fyrstu af þremur tilfærslum mannsins í starfi var að ræða á nokkurra mánaða tímabili. Friðrik Smári er í fríi erlendis og svaraði ekki símtölum fréttastofu. Þá segist Sigríður Björk lögreglustjóri ekkert geta tjáð sig um málið.Áfram verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun þar sem Karl Steinar Valsson verður í ítarlegu viðtali þar sem hann svarar fyrir ásakanir á hendur sér.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00
Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00