Aron: Erfitt að tilkynna mönnum að þeir fari ekki á stórmót Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2016 22:25 Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Vísir/Anton Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, sagði að það hafi ekki verið auðvelt að skera íslenska landsliðshópinn niður um þrjú nöfn eftir síðari æfingaleikinn gegn Portúgal í kvöld. Strákarnir unnu leikinn og náðu að hefna ófaranna eftir tapið slæma í gær en að honum loknum tilkynnti Aron um hvaða átján leikmenn færu til Þýskalands í fyrramálið. „Það er alltaf erfitt að gefa mönnum þau skilaboð að þeir fara ekki á stórmót þar sem að það er markmið sem þeir hafa stefnt lengi að,“ sagði Aron eftir leikinn í kvöld. Þá hafði hann tilkynnt Bjarka Má Elíssyni, Guðmundi Árna Ólafssyni og Hreiðari Levý Guðmundssyni að þeir væru ekki í átján manna hópnum sem fer til Þýskalands í fyrramálið. „Leikmenn fórna ýmislegu til að ná sínum markmiðum og því er þetta erfitt, sérstaklega í þessu tilfelli. Það eru smáatriði sem skilja á milli hver verður fyrir valinu og því var þetta mjög erfitt.“ Þeir sem fara til Þýskalands eru þeir sömu átján leikmenn og voru á leikskýrslu í fyrri leiknum gegn Portúgal. Aron segist hafa viljað fá svör við ákveðnum spurningum sem hann hafði um þá leikmenn sem spiluðu í kvöld. „Ég vildi vita hvort að Ólafur Guðmundsson kæmi inn með alvöru innkomu, sem og Guðmundur Hólmar í vörnina. Myndi Tandri Már ná sér á strik í sókninni. Það voru nokkrar stöður sem ég var að velta fyrir mér sem og fleiri leikmönnum, eins og Guðmundi Árna og Bjarka Má [Elíssyni].“ Aron segir að valið um hvort Bjarki Már eða Stefán Rafn Sigurmannsson myndi fylgja Guðjóni Val Sigurðssyni sem vinstri hornamaður hafi ráðist fyrst og fremst á því að Stefán Rafn getur spilað sem svokallaður tvistur í vörninni. „Bjarki Már er góður leikmaður sem klárar færin sín vel. En Stebbi getur nýst okkur í vörninni sem býður okkur ákveðinn möguleika og gæti reddað okkur betur þegar við erum að hlaupa til baka í vörn, sem hefur verið erfitt hjá okkur að undanförnu, sérstaklega þegar við erum að skipta tveimur út.“Fjórir línumenn í hópnum Róbert Gunnarsson, Kári Kristján Kristjánsson, Vignir Svavarsson og Bjarki Már Gunnarsson eru allir línumenn þó svo að sá síðastnefndi spili ekki í sókn. Eftir leikinna gegn Þýskalandi verður skorið niður um einn leikmann en Aron vildi lítið gefa út um hvort að það yrði línumaður. „Róbert og Kári eru sóknarlínumenn og afar ólíkir leikmenn sem geta nýst vel gegn mismunandi liðum. Vignir hefur svo stórt hlutverk í vörninni en við fundum það í gær að það dró af honum við það að hlaupa á milli varnar og sóknar þegar við vorum að keyra á hraðri miðju líkt og við gerðum í gær.“ „Bjarki Már er fyrst og fremst hugsaður sem varnarleikmaður sem getur borið boltann upp í hraðaupphlaupum. Það er fyrst og fremst hans hlutverk. Allir hafa þeir því mismunandi hlutverk og við þurfum að líta til þess hvernig við getum leyst sem flest vandamál.“Klaufaleg brot í kvöld Hann var ánægður með sigurinn á Portúgal í kvöld en harmar að síðasti stundarfjórðungurinn hafi verið slæmur. „Varnarleikurinn var nokkuð þéttur þó svo að menn geri mistök eins og gengur og gerist. Aron Rafn átti góðan leik í markinu og svo tókum við ekki jafn mikla áhættu í hraðaupphlaupunum og í gær. Portúgal fékk ódýr mörk úr því í gær en við löguðum það í kvöld, framan af.“ Aron segir að sóknarleikurinn hafi sömuleiðis verið góður framan af en að svo hafi menn gert sig seka um að láta reka sig of mikið af velli. „Það er dauðadómur í alþjóðlegum handbolta, sérstaklega að vera tveimur færri. Menn þurfa að læra að brjóta ekki svona klaufalega af sér, sérstaklega þegar annar er nýfarinn af velli. En það var sterkt að koma til baka og klára leikinn.“Úrslitin ekki aðalmálið Strákarnir halda nú til Þýskalands þar sem tveir æfingaleikir gegn liði Dags Sigurðssonar bíða. „Þýskaland er með frábært lið og virkilega sterkan heimavöll. Það hefur okkur reynst erfitt að spila í Þýskalandi,“ segir Aron. „En við drögum lærdóm af leiknum í gær og getum farið í gegnum ýmsilegt sem fór úrskeðis þar, bæði í vörn og sókn. Við ætlum að reyna að bæta okkar spil, jafnt og þétt, svo við getum verið klárið þegar EM hefst. Það eru ýmis atriði sem við þurfum að fá á hreint fyrir mótið og ef að það tekst þá skipta tölurnar og úrslit leiksins ekki öllu máli,“ segir þjálfarinn að lokum. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, sagði að það hafi ekki verið auðvelt að skera íslenska landsliðshópinn niður um þrjú nöfn eftir síðari æfingaleikinn gegn Portúgal í kvöld. Strákarnir unnu leikinn og náðu að hefna ófaranna eftir tapið slæma í gær en að honum loknum tilkynnti Aron um hvaða átján leikmenn færu til Þýskalands í fyrramálið. „Það er alltaf erfitt að gefa mönnum þau skilaboð að þeir fara ekki á stórmót þar sem að það er markmið sem þeir hafa stefnt lengi að,“ sagði Aron eftir leikinn í kvöld. Þá hafði hann tilkynnt Bjarka Má Elíssyni, Guðmundi Árna Ólafssyni og Hreiðari Levý Guðmundssyni að þeir væru ekki í átján manna hópnum sem fer til Þýskalands í fyrramálið. „Leikmenn fórna ýmislegu til að ná sínum markmiðum og því er þetta erfitt, sérstaklega í þessu tilfelli. Það eru smáatriði sem skilja á milli hver verður fyrir valinu og því var þetta mjög erfitt.“ Þeir sem fara til Þýskalands eru þeir sömu átján leikmenn og voru á leikskýrslu í fyrri leiknum gegn Portúgal. Aron segist hafa viljað fá svör við ákveðnum spurningum sem hann hafði um þá leikmenn sem spiluðu í kvöld. „Ég vildi vita hvort að Ólafur Guðmundsson kæmi inn með alvöru innkomu, sem og Guðmundur Hólmar í vörnina. Myndi Tandri Már ná sér á strik í sókninni. Það voru nokkrar stöður sem ég var að velta fyrir mér sem og fleiri leikmönnum, eins og Guðmundi Árna og Bjarka Má [Elíssyni].“ Aron segir að valið um hvort Bjarki Már eða Stefán Rafn Sigurmannsson myndi fylgja Guðjóni Val Sigurðssyni sem vinstri hornamaður hafi ráðist fyrst og fremst á því að Stefán Rafn getur spilað sem svokallaður tvistur í vörninni. „Bjarki Már er góður leikmaður sem klárar færin sín vel. En Stebbi getur nýst okkur í vörninni sem býður okkur ákveðinn möguleika og gæti reddað okkur betur þegar við erum að hlaupa til baka í vörn, sem hefur verið erfitt hjá okkur að undanförnu, sérstaklega þegar við erum að skipta tveimur út.“Fjórir línumenn í hópnum Róbert Gunnarsson, Kári Kristján Kristjánsson, Vignir Svavarsson og Bjarki Már Gunnarsson eru allir línumenn þó svo að sá síðastnefndi spili ekki í sókn. Eftir leikinna gegn Þýskalandi verður skorið niður um einn leikmann en Aron vildi lítið gefa út um hvort að það yrði línumaður. „Róbert og Kári eru sóknarlínumenn og afar ólíkir leikmenn sem geta nýst vel gegn mismunandi liðum. Vignir hefur svo stórt hlutverk í vörninni en við fundum það í gær að það dró af honum við það að hlaupa á milli varnar og sóknar þegar við vorum að keyra á hraðri miðju líkt og við gerðum í gær.“ „Bjarki Már er fyrst og fremst hugsaður sem varnarleikmaður sem getur borið boltann upp í hraðaupphlaupum. Það er fyrst og fremst hans hlutverk. Allir hafa þeir því mismunandi hlutverk og við þurfum að líta til þess hvernig við getum leyst sem flest vandamál.“Klaufaleg brot í kvöld Hann var ánægður með sigurinn á Portúgal í kvöld en harmar að síðasti stundarfjórðungurinn hafi verið slæmur. „Varnarleikurinn var nokkuð þéttur þó svo að menn geri mistök eins og gengur og gerist. Aron Rafn átti góðan leik í markinu og svo tókum við ekki jafn mikla áhættu í hraðaupphlaupunum og í gær. Portúgal fékk ódýr mörk úr því í gær en við löguðum það í kvöld, framan af.“ Aron segir að sóknarleikurinn hafi sömuleiðis verið góður framan af en að svo hafi menn gert sig seka um að láta reka sig of mikið af velli. „Það er dauðadómur í alþjóðlegum handbolta, sérstaklega að vera tveimur færri. Menn þurfa að læra að brjóta ekki svona klaufalega af sér, sérstaklega þegar annar er nýfarinn af velli. En það var sterkt að koma til baka og klára leikinn.“Úrslitin ekki aðalmálið Strákarnir halda nú til Þýskalands þar sem tveir æfingaleikir gegn liði Dags Sigurðssonar bíða. „Þýskaland er með frábært lið og virkilega sterkan heimavöll. Það hefur okkur reynst erfitt að spila í Þýskalandi,“ segir Aron. „En við drögum lærdóm af leiknum í gær og getum farið í gegnum ýmsilegt sem fór úrskeðis þar, bæði í vörn og sókn. Við ætlum að reyna að bæta okkar spil, jafnt og þétt, svo við getum verið klárið þegar EM hefst. Það eru ýmis atriði sem við þurfum að fá á hreint fyrir mótið og ef að það tekst þá skipta tölurnar og úrslit leiksins ekki öllu máli,“ segir þjálfarinn að lokum.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira