Fylgni markaða á eftir að aukast Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. janúar 2016 20:00 Hlutabréf vítt og breitt um heiminn tóku dýfu í dag eftir sögulega lélega opnun kínversku kauphallarinnar. Hlutabréf lækkuðu í verði hér á landi en sérfræðingur í hlutabréfum segir ekki hægt að slá því föstu að sú lækkun sé bein afleiðing atburða í Asíu. Sjálfvirkt lokunarkerfi kínverska hlutabréfamarkaðarins var virkjað í morgun og kauphöllum landsins lokað tæplega þrjátíu mínútum eftir opnun. Þessi öryggisráðstöfun virkjast þegar hlutabréf falla um sjö prósent og á að koma í veg fyrir óðagot á markaði, en virðist þó hafa haft þveröfug áhrif. Úrræðið var tekið úr gildi síðdegis. Mikil óvissa ríkir meðal fjárfesta í Kína eftir að kínverski seðlabankinn hóf markvisst að veikja gjaldmiðil landsins, yuan-ið. Bankinn hefur nú fellt gengi gjaldmiðilsins átta daga í röð. Titringur á Kína-markaði hafði víðtæk áhrif og í morgun féllu markaðir í Evrópu um þrjú prósent. Talið er að þessi óstöðugleiki hafi náð hingað til lands þar sem gengi hlutabréfa flestra skráðra félaga lækkuðu í Kauphöllinnni. „Það er talað um að Kína hafi haft sín áhrif á lækkanir í dag en það er ekki hægt að slá því á föstu. Mikil hækkun átti sér stað á mörkuðum á Íslandi í gær sem gæti hafa verið að leiðréttast í dag,“ segir Ragnar Benediktsson, sérfræðingur í hlutabréfum hjá IFS. Á sama tímabili og tap á kínverskum mörkuðum hefur sjaldan verið meira hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað verulega og hefur í raun ekki verið lægra í ellefu ár. „Það kæmi mér ekkert á óvart ef að markaðir í Kína halda áfram að lækka örlítið. Það þarf svo lítið til að koma af stað hjarðhegðun á þessum markaði,“ segir Ragnar. „80% af þeim eru á markaði í Kína eru einstaklingar og markaðurinn er drifinn af ótta og ótti veldur lækkunum. Þegar einn byrjar að selja þá kemur það af stað óðagoti hjá öðrum og aðrir byrja að selja og það vill enginn vera læstur inni í þessum sjö prósentum sem boðar lokun markaða á hverjum degi.“ Ragnar bendir á að staðan á kínverska markaðinum hafi verið verri í ágúst síðastliðnum. „Og markaðurinn á Íslandi hækkaði eftir það. Fylgni markaða er að aukast ár frá ári og við megum búast við því að fylgni íslenska markaðarins, sem hefur ekki verið mikil, mun væntanlega aukast með losun gjaldeyrishafta,“ segir Ragnar. Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Hlutabréf vítt og breitt um heiminn tóku dýfu í dag eftir sögulega lélega opnun kínversku kauphallarinnar. Hlutabréf lækkuðu í verði hér á landi en sérfræðingur í hlutabréfum segir ekki hægt að slá því föstu að sú lækkun sé bein afleiðing atburða í Asíu. Sjálfvirkt lokunarkerfi kínverska hlutabréfamarkaðarins var virkjað í morgun og kauphöllum landsins lokað tæplega þrjátíu mínútum eftir opnun. Þessi öryggisráðstöfun virkjast þegar hlutabréf falla um sjö prósent og á að koma í veg fyrir óðagot á markaði, en virðist þó hafa haft þveröfug áhrif. Úrræðið var tekið úr gildi síðdegis. Mikil óvissa ríkir meðal fjárfesta í Kína eftir að kínverski seðlabankinn hóf markvisst að veikja gjaldmiðil landsins, yuan-ið. Bankinn hefur nú fellt gengi gjaldmiðilsins átta daga í röð. Titringur á Kína-markaði hafði víðtæk áhrif og í morgun féllu markaðir í Evrópu um þrjú prósent. Talið er að þessi óstöðugleiki hafi náð hingað til lands þar sem gengi hlutabréfa flestra skráðra félaga lækkuðu í Kauphöllinnni. „Það er talað um að Kína hafi haft sín áhrif á lækkanir í dag en það er ekki hægt að slá því á föstu. Mikil hækkun átti sér stað á mörkuðum á Íslandi í gær sem gæti hafa verið að leiðréttast í dag,“ segir Ragnar Benediktsson, sérfræðingur í hlutabréfum hjá IFS. Á sama tímabili og tap á kínverskum mörkuðum hefur sjaldan verið meira hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað verulega og hefur í raun ekki verið lægra í ellefu ár. „Það kæmi mér ekkert á óvart ef að markaðir í Kína halda áfram að lækka örlítið. Það þarf svo lítið til að koma af stað hjarðhegðun á þessum markaði,“ segir Ragnar. „80% af þeim eru á markaði í Kína eru einstaklingar og markaðurinn er drifinn af ótta og ótti veldur lækkunum. Þegar einn byrjar að selja þá kemur það af stað óðagoti hjá öðrum og aðrir byrja að selja og það vill enginn vera læstur inni í þessum sjö prósentum sem boðar lokun markaða á hverjum degi.“ Ragnar bendir á að staðan á kínverska markaðinum hafi verið verri í ágúst síðastliðnum. „Og markaðurinn á Íslandi hækkaði eftir það. Fylgni markaða er að aukast ár frá ári og við megum búast við því að fylgni íslenska markaðarins, sem hefur ekki verið mikil, mun væntanlega aukast með losun gjaldeyrishafta,“ segir Ragnar.
Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira