Viðskipti innlent

Lækkanir í Kauphöllinni

Sæunn Gísladóttir skrifar
Gengi hlutabréfa allra skráðra félaga í Kauphöllinni, nema Eikar, hafa lækkað í morgun.
Gengi hlutabréfa allra skráðra félaga í Kauphöllinni, nema Eikar, hafa lækkað í morgun. Vísir/GVA
Gengi nær hlutabréfa allra skráðra félaga í Kauphöll Íslands hafa lækkað í morgun.

OMIX8 vísitalan hefur lækkað um 2,06 prósent. Hlutabréf Marels og HB Granda hafa lækkað mest, eða um 3,57 prósent. Minnsta lækkunin er í hlutabréfum Össurar en sú lækkun nemu 0,45 prósentum.

Sjá einnig: Kauphöllum í Kína lokað aftur

Gengi hlutabréfa í fasteignafélaginu Eik hafa staðið í stað.

Í morgun var kauphöllum í Kína lokað eftir fimmtán mínútna viðskipti í annað sinn í vikunni. Í kjölfar þess hafa orðið miklar hlutabréfalækkanir í Asíu og Evrópu.


Tengdar fréttir

Árið byrjar illa á hlutabréfamörkuðum

Kauphöllunum í Sjanghæ og Shenzhen var lokað í gær eftir skarpar verðlækkanir. Vísitalan í Kauphöllinni í Sjanghæ lækkaði um 6,9 prósent og verðlækkunin í Shenzhen varð átta prósent, en þar eru mörg tæknifyrirtæki skráð. Hlutabréfaviðskipti voru til að byrja með stöðvuð í 15 mínútur eftir fimm prósenta verðfall en þegar verðfallið hélt áfram var ákveðið að loka Kauphöllinni snemma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×