Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. janúar 2016 19:30 Bárðarbunga gæti brotist upp með stórgosi á Veiðivatnasvæðinu, að mati jarðvísindamanna Veðurstofu. Þar útloka sérfræðingar ekki að lítið gos gæti orðið innan skamms tíma en segja þó líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. Bárðarbunga, sem og önnur eldfjöll Íslands, er komin í gjörgæslu jarðvísindamanna því frá 1. nóvember hefur verið höfð vakt allan sólarhringinn á Veðurstofunni með eldstöðvum á landinu. Þar sjá menn að skjálftar mælast nú öflugri í Bárðarbungu samhliða því sem eldstöðin er að þenjast út. „Við túlkum það svo að það sé kvikusöfnun í gangi í kvikuhólfinu undir Bárðarbunguöskjunni,” segir Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur, hópstjóri náttúruváreftirlits Veðurstofu, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hún segir þetta aðeins geta endað með því að kvikan brjóti sér leið upp á yfirborð, það sé aðeins spurning um tíma hvenær þrýstingurinn verði orðinn nægur.Sumarið 2014 braust kvika Bárðarbungu upp í Holuhrauni.„Það er líklegast að það taki einhver ár. En það er þó ekki útlokað að það verði minna gos. Og þá er kannski líklegast að það verði minna gos nálægt öskjunni sjálfri af því að nú vitum við að það er kvikusöfnun í gangi þar. Þessi kvikusöfnun gæti valdið því að það kæmi einhver spýja upp, þá í öskjunni sjálfri, en það yrði þá eitthvað mjög lítið. Til þess að fá stórt gos þarf eldstöðin að fá tíma til að byggja upp þrýsting.” Kristín segir að kvikan leiti þangað sem fyrirstaðan sé minnst og það geti verið utan öskjunnar þar sem land er lægra. Hún segir möguleika á stóru gosi ef kvikan finni sér farveg til suðvesturs, inn á Veiðivatnasvæðið.Frá Veiðivötnum. Svæðið er talið hluti af Bárðarbungueldstöðinni.Mynd/Stöð 2.Veiðivatnasvæðið er þekkt fyrir stórgos í jarðsögunni og fyrir Þjórsárhraunið, sem það sendi niður Suðurland og til sjávar við Eyrarbakka. Það hraun er talið það það lengsta sem runnið hefur á jörðinni frá lokum síðustu ísaldar. Á Veiðivatnasvæðinu eru einnig Vatnsfellsvirkjun og Sigölduvirkjun og miðlunarlón Landsvirkjunar, þar á meðal Þórisvatn. -En setur þetta virkjanir í hættu eða byggð á Suðurlandi? „Eldgos eru hættuleg. Það náttúrlega fer algerlega eftir því hvar kvikan kæmi upp og hvert hún myndi renna. Það geta komið upp gos þarna bæði fyrir norðaustan, eins og við sáum í Holuhrauni, og svo getum við líka fengið gos þarna fyrir suðvestan,“ svarar Kristín Jónsdóttir.Frá Vatnsfellsvirkjun.Mynd/Stöð 2. Tengdar fréttir Öflugri skjálftar tíðari í Bárðarbungu Þensla mælist á svæðinu sem bendir til kvikusöfnunar. 5. janúar 2016 14:18 Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 Toppgígur Bárðarbungu 75 km frá næstu byggð Verði mikið sprengigos er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. 4. janúar 2016 19:30 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Bárðarbunga gæti brotist upp með stórgosi á Veiðivatnasvæðinu, að mati jarðvísindamanna Veðurstofu. Þar útloka sérfræðingar ekki að lítið gos gæti orðið innan skamms tíma en segja þó líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. Bárðarbunga, sem og önnur eldfjöll Íslands, er komin í gjörgæslu jarðvísindamanna því frá 1. nóvember hefur verið höfð vakt allan sólarhringinn á Veðurstofunni með eldstöðvum á landinu. Þar sjá menn að skjálftar mælast nú öflugri í Bárðarbungu samhliða því sem eldstöðin er að þenjast út. „Við túlkum það svo að það sé kvikusöfnun í gangi í kvikuhólfinu undir Bárðarbunguöskjunni,” segir Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur, hópstjóri náttúruváreftirlits Veðurstofu, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hún segir þetta aðeins geta endað með því að kvikan brjóti sér leið upp á yfirborð, það sé aðeins spurning um tíma hvenær þrýstingurinn verði orðinn nægur.Sumarið 2014 braust kvika Bárðarbungu upp í Holuhrauni.„Það er líklegast að það taki einhver ár. En það er þó ekki útlokað að það verði minna gos. Og þá er kannski líklegast að það verði minna gos nálægt öskjunni sjálfri af því að nú vitum við að það er kvikusöfnun í gangi þar. Þessi kvikusöfnun gæti valdið því að það kæmi einhver spýja upp, þá í öskjunni sjálfri, en það yrði þá eitthvað mjög lítið. Til þess að fá stórt gos þarf eldstöðin að fá tíma til að byggja upp þrýsting.” Kristín segir að kvikan leiti þangað sem fyrirstaðan sé minnst og það geti verið utan öskjunnar þar sem land er lægra. Hún segir möguleika á stóru gosi ef kvikan finni sér farveg til suðvesturs, inn á Veiðivatnasvæðið.Frá Veiðivötnum. Svæðið er talið hluti af Bárðarbungueldstöðinni.Mynd/Stöð 2.Veiðivatnasvæðið er þekkt fyrir stórgos í jarðsögunni og fyrir Þjórsárhraunið, sem það sendi niður Suðurland og til sjávar við Eyrarbakka. Það hraun er talið það það lengsta sem runnið hefur á jörðinni frá lokum síðustu ísaldar. Á Veiðivatnasvæðinu eru einnig Vatnsfellsvirkjun og Sigölduvirkjun og miðlunarlón Landsvirkjunar, þar á meðal Þórisvatn. -En setur þetta virkjanir í hættu eða byggð á Suðurlandi? „Eldgos eru hættuleg. Það náttúrlega fer algerlega eftir því hvar kvikan kæmi upp og hvert hún myndi renna. Það geta komið upp gos þarna bæði fyrir norðaustan, eins og við sáum í Holuhrauni, og svo getum við líka fengið gos þarna fyrir suðvestan,“ svarar Kristín Jónsdóttir.Frá Vatnsfellsvirkjun.Mynd/Stöð 2.
Tengdar fréttir Öflugri skjálftar tíðari í Bárðarbungu Þensla mælist á svæðinu sem bendir til kvikusöfnunar. 5. janúar 2016 14:18 Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00 Toppgígur Bárðarbungu 75 km frá næstu byggð Verði mikið sprengigos er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. 4. janúar 2016 19:30 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Öflugri skjálftar tíðari í Bárðarbungu Þensla mælist á svæðinu sem bendir til kvikusöfnunar. 5. janúar 2016 14:18
Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos. 21. desember 2015 21:00
Toppgígur Bárðarbungu 75 km frá næstu byggð Verði mikið sprengigos er það kannski huggun harmi gegn að þetta er sú eldstöð á Íslandi sem er einna lengst frá byggð. 4. janúar 2016 19:30
Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30