Krefjast þess að hátekjuskattur verði settur á dómara sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 6. janúar 2016 15:15 Hæstaréttardómarar fá allt að 48 prósenta hækkun. vísir/gva Miðstjórn Alþýðusambands Íslands gagnrýnir harðlega ákvörðun kjararáðs um laun dómara og krefst þess að stjórnvöld setji á hátekjuskatta til að stemma stigu við „ofurlaununum“. Varað er við því að með þessum hækkunum kjararáðs sé í raun lagður grunnur að frekari launahækkunum æðstu embættismanna ríkisins. Þetta kemur fram í ályktun frá ASÍ.Sjá einnig: Forsætisráðherra mun krefja kjararáð skýringa Kjararáð úrskurðaði í desember síðastliðnum um að laun dómara skyldu hækka um allt að 48 prósent og laun bankastjóra Landsbankans um 41 prósent. ASÍ segir þessar hækkanir úr öllum takti við þann veruleika sem þorri launafólks búi við. Augljóst sé að kjararáð sé með þessum úrskurði sínum að taka mið af þeirri ofurlaunaþróun sem hafi átt sér stað hjá stjórnendum fyrirtækja á undanförnum missernum, „Þarna er verið að hækka hálaunahópa langt umfram aðra og almenningur sér augljóslega ekki hvaða sanngirni er í því? Það er eitthvað bogið við samfélag sem hækkar mánaðarlaun hátekjufólks um fleiri hundruð þúsund krónur í einu vetfangi á meðan hluti þjóðarinnar berst í bökkum,“ segir í ályktuninni. Sambandið undirstrikar að þróun í kjörum æðstu forystumanna bæði atvinnulífs og á hinum opinbera vettvangi hafi aukið hér launamun og valdið mikilli reiði almenns launafólks. Afleiðingin sé að sífellt sé verið að endurnýja tilefni deilna og átaka í samfélaginu. „Lýsir miðstjórn ASÍ þessa aðila ábyrga fyrir afleiðingum. Jafnframt krefst ASÍ þess að ríkisstjórn og Alþingi bregðist við með þeim eina hætti sem getur skapað sátt meðal almennings og það er að taka hér upp alvöru hátekjuskatta á ofurlaun.“ Tengdar fréttir Segir óréttlætið sem „tröllriðið hefur íslensku samfélagi“ komið á ferð á nýjan leik Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir harðlega þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun dómara um allt að fimmtíu prósent. 2. janúar 2016 15:05 Gagnrýnir ákvörðun kjararáðs Laun æðstu embættis- og ráðamanna þjóðarinnar hafa hækkað um mörg hundruð þúsund krónur á undanförnum mánuðum. Um áramótin hækkuðu laun dómara um allt að 50 prósent samkvæmt ákvörðun kjararáðs. 2. janúar 2016 18:52 Forsætisráðherra mun krefja Kjararáð skýringa Sigmundur Davíð furðar sig á miklum hækkunum launa æðstu starfsmanna ríkisins þeirra sem heyra undir Kjaradóm. 6. janúar 2016 09:03 Ömurleg tilhugsun að laun dómara hækki á sama tíma og aðrir eigi varla til hnífs og skeiðar Formaður Öryrkjabandalagsins segir ömurlegt að hugsa til þess að hægt sé að hækka laun dómara og annarra embættismanna um mörg hundruð þúsund krónur á mánuði á sama tíma og öryrkjar eigi varla til hnífs og skeiðar. Hún segir að tekjubilið sé sífellt að aukast hér á landi. 3. janúar 2016 18:45 Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Störf dómara eiga sér ekki hliðstæðu á almennum vinnumarkaði. Tryggja verður sjálfstæði þeirra segir kjararáð. Kjör dómara eigi ávallt að vera meðal hinna bestu sem ríkisvaldið geti veitt. Hæstaréttardómarar hækka um 48 prósent 31. desember 2015 07:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands gagnrýnir harðlega ákvörðun kjararáðs um laun dómara og krefst þess að stjórnvöld setji á hátekjuskatta til að stemma stigu við „ofurlaununum“. Varað er við því að með þessum hækkunum kjararáðs sé í raun lagður grunnur að frekari launahækkunum æðstu embættismanna ríkisins. Þetta kemur fram í ályktun frá ASÍ.Sjá einnig: Forsætisráðherra mun krefja kjararáð skýringa Kjararáð úrskurðaði í desember síðastliðnum um að laun dómara skyldu hækka um allt að 48 prósent og laun bankastjóra Landsbankans um 41 prósent. ASÍ segir þessar hækkanir úr öllum takti við þann veruleika sem þorri launafólks búi við. Augljóst sé að kjararáð sé með þessum úrskurði sínum að taka mið af þeirri ofurlaunaþróun sem hafi átt sér stað hjá stjórnendum fyrirtækja á undanförnum missernum, „Þarna er verið að hækka hálaunahópa langt umfram aðra og almenningur sér augljóslega ekki hvaða sanngirni er í því? Það er eitthvað bogið við samfélag sem hækkar mánaðarlaun hátekjufólks um fleiri hundruð þúsund krónur í einu vetfangi á meðan hluti þjóðarinnar berst í bökkum,“ segir í ályktuninni. Sambandið undirstrikar að þróun í kjörum æðstu forystumanna bæði atvinnulífs og á hinum opinbera vettvangi hafi aukið hér launamun og valdið mikilli reiði almenns launafólks. Afleiðingin sé að sífellt sé verið að endurnýja tilefni deilna og átaka í samfélaginu. „Lýsir miðstjórn ASÍ þessa aðila ábyrga fyrir afleiðingum. Jafnframt krefst ASÍ þess að ríkisstjórn og Alþingi bregðist við með þeim eina hætti sem getur skapað sátt meðal almennings og það er að taka hér upp alvöru hátekjuskatta á ofurlaun.“
Tengdar fréttir Segir óréttlætið sem „tröllriðið hefur íslensku samfélagi“ komið á ferð á nýjan leik Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir harðlega þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun dómara um allt að fimmtíu prósent. 2. janúar 2016 15:05 Gagnrýnir ákvörðun kjararáðs Laun æðstu embættis- og ráðamanna þjóðarinnar hafa hækkað um mörg hundruð þúsund krónur á undanförnum mánuðum. Um áramótin hækkuðu laun dómara um allt að 50 prósent samkvæmt ákvörðun kjararáðs. 2. janúar 2016 18:52 Forsætisráðherra mun krefja Kjararáð skýringa Sigmundur Davíð furðar sig á miklum hækkunum launa æðstu starfsmanna ríkisins þeirra sem heyra undir Kjaradóm. 6. janúar 2016 09:03 Ömurleg tilhugsun að laun dómara hækki á sama tíma og aðrir eigi varla til hnífs og skeiðar Formaður Öryrkjabandalagsins segir ömurlegt að hugsa til þess að hægt sé að hækka laun dómara og annarra embættismanna um mörg hundruð þúsund krónur á mánuði á sama tíma og öryrkjar eigi varla til hnífs og skeiðar. Hún segir að tekjubilið sé sífellt að aukast hér á landi. 3. janúar 2016 18:45 Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Störf dómara eiga sér ekki hliðstæðu á almennum vinnumarkaði. Tryggja verður sjálfstæði þeirra segir kjararáð. Kjör dómara eigi ávallt að vera meðal hinna bestu sem ríkisvaldið geti veitt. Hæstaréttardómarar hækka um 48 prósent 31. desember 2015 07:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira
Segir óréttlætið sem „tröllriðið hefur íslensku samfélagi“ komið á ferð á nýjan leik Formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýnir harðlega þá ákvörðun kjararáðs að hækka laun dómara um allt að fimmtíu prósent. 2. janúar 2016 15:05
Gagnrýnir ákvörðun kjararáðs Laun æðstu embættis- og ráðamanna þjóðarinnar hafa hækkað um mörg hundruð þúsund krónur á undanförnum mánuðum. Um áramótin hækkuðu laun dómara um allt að 50 prósent samkvæmt ákvörðun kjararáðs. 2. janúar 2016 18:52
Forsætisráðherra mun krefja Kjararáð skýringa Sigmundur Davíð furðar sig á miklum hækkunum launa æðstu starfsmanna ríkisins þeirra sem heyra undir Kjaradóm. 6. janúar 2016 09:03
Ömurleg tilhugsun að laun dómara hækki á sama tíma og aðrir eigi varla til hnífs og skeiðar Formaður Öryrkjabandalagsins segir ömurlegt að hugsa til þess að hægt sé að hækka laun dómara og annarra embættismanna um mörg hundruð þúsund krónur á mánuði á sama tíma og öryrkjar eigi varla til hnífs og skeiðar. Hún segir að tekjubilið sé sífellt að aukast hér á landi. 3. janúar 2016 18:45
Dómarar fá tuga prósenta launahækkun Störf dómara eiga sér ekki hliðstæðu á almennum vinnumarkaði. Tryggja verður sjálfstæði þeirra segir kjararáð. Kjör dómara eigi ávallt að vera meðal hinna bestu sem ríkisvaldið geti veitt. Hæstaréttardómarar hækka um 48 prósent 31. desember 2015 07:00