Bankastarfsmenn í Borgartúni farið á tvo hópfundi með sérfræðingi í áföllum í kjölfar ránsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2016 12:29 Frá aðgerðum lögreglu í Landsbankanum í Borgartúni. vísir/vilhelm Starfsfólk útibús Landsbankans í Borgartúni fór á tvo hópfundi með sérfræðingi í áföllum í kjölfar bankaráns sem framið var í útibúinu fyrir viku síðan. Þá býðst starfsfólkinu einnig að fá sérstaka tíma í áfallahjálp að sögn Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa bankans. „Það var svo hringt í alla viðskiptavini sem voru inni í útibúinu þegar ránið var framið og einhverjir hafa þegið áfallahjálp. Þá gáfum við líka upp símanúmer fyrir þá sem hlupu út úr bankanum þegar ránið var framið svo við höfum gert okkar besta til að ná til allra þeirra sem urðu vitni að þessu en ef við höfum ekki náð í alla þá má hafa samband við bankann hvenær sem er,“ segir Rúnar. Útibúinu var lokað vegna ránsins og opnaði ekki á gamlársdag eins og til hafði staðið en það opnaði núna á mánudaginn og hefur starfsemin verið með venjubundnum hætti nú í vikunni. „Við náttúrulega styðjum vel við bakið á okkar fólki og það er auðvitað fyrir mestu að það meiddist enginn,“ segir Rúnar. Rúnar segir að starfsfólk bankans hafi í einu og öllu farið eftir þeim öryggisferlum sem gilda og að það eigi mikið hrós skilið fyrir viðbrögð sín í erfiðum aðstæðum. Engu að síður sé nú verið að fara yfir öll öryggismál í bankanum eins og alltaf sé gert í kjölfar svona atburðar. Aðspurður vill Rúnar ekki gefa upp hversu miklu ræningjarnir stálu og segir að það sé gert í samráði við lögregluna að gefa ekki upp upphæð ránsfengsins. Þó hefur Landsbankinn gefið það út að upphæðin hafi verið óveruleg en allur ránsfengurinn fannst sama dag og ránið var framið. Tengdar fréttir Einn viðskiptavinanna hringdi á Neyðarlínuna Tveir voru handteknir í gær í tengslum við vopnað bankarán í útibúi Landsbankans í Borgartúni í gær. 31. desember 2015 07:00 Ræningjarnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Mennirnir tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 14. janúar. 31. desember 2015 17:45 Bankarán í Borgartúni Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 13:35 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Starfsfólk útibús Landsbankans í Borgartúni fór á tvo hópfundi með sérfræðingi í áföllum í kjölfar bankaráns sem framið var í útibúinu fyrir viku síðan. Þá býðst starfsfólkinu einnig að fá sérstaka tíma í áfallahjálp að sögn Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa bankans. „Það var svo hringt í alla viðskiptavini sem voru inni í útibúinu þegar ránið var framið og einhverjir hafa þegið áfallahjálp. Þá gáfum við líka upp símanúmer fyrir þá sem hlupu út úr bankanum þegar ránið var framið svo við höfum gert okkar besta til að ná til allra þeirra sem urðu vitni að þessu en ef við höfum ekki náð í alla þá má hafa samband við bankann hvenær sem er,“ segir Rúnar. Útibúinu var lokað vegna ránsins og opnaði ekki á gamlársdag eins og til hafði staðið en það opnaði núna á mánudaginn og hefur starfsemin verið með venjubundnum hætti nú í vikunni. „Við náttúrulega styðjum vel við bakið á okkar fólki og það er auðvitað fyrir mestu að það meiddist enginn,“ segir Rúnar. Rúnar segir að starfsfólk bankans hafi í einu og öllu farið eftir þeim öryggisferlum sem gilda og að það eigi mikið hrós skilið fyrir viðbrögð sín í erfiðum aðstæðum. Engu að síður sé nú verið að fara yfir öll öryggismál í bankanum eins og alltaf sé gert í kjölfar svona atburðar. Aðspurður vill Rúnar ekki gefa upp hversu miklu ræningjarnir stálu og segir að það sé gert í samráði við lögregluna að gefa ekki upp upphæð ránsfengsins. Þó hefur Landsbankinn gefið það út að upphæðin hafi verið óveruleg en allur ránsfengurinn fannst sama dag og ránið var framið.
Tengdar fréttir Einn viðskiptavinanna hringdi á Neyðarlínuna Tveir voru handteknir í gær í tengslum við vopnað bankarán í útibúi Landsbankans í Borgartúni í gær. 31. desember 2015 07:00 Ræningjarnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Mennirnir tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 14. janúar. 31. desember 2015 17:45 Bankarán í Borgartúni Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 13:35 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Einn viðskiptavinanna hringdi á Neyðarlínuna Tveir voru handteknir í gær í tengslum við vopnað bankarán í útibúi Landsbankans í Borgartúni í gær. 31. desember 2015 07:00
Ræningjarnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Mennirnir tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 14. janúar. 31. desember 2015 17:45
Bankarán í Borgartúni Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 13:35
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent