Bankastarfsmenn í Borgartúni farið á tvo hópfundi með sérfræðingi í áföllum í kjölfar ránsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2016 12:29 Frá aðgerðum lögreglu í Landsbankanum í Borgartúni. vísir/vilhelm Starfsfólk útibús Landsbankans í Borgartúni fór á tvo hópfundi með sérfræðingi í áföllum í kjölfar bankaráns sem framið var í útibúinu fyrir viku síðan. Þá býðst starfsfólkinu einnig að fá sérstaka tíma í áfallahjálp að sögn Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa bankans. „Það var svo hringt í alla viðskiptavini sem voru inni í útibúinu þegar ránið var framið og einhverjir hafa þegið áfallahjálp. Þá gáfum við líka upp símanúmer fyrir þá sem hlupu út úr bankanum þegar ránið var framið svo við höfum gert okkar besta til að ná til allra þeirra sem urðu vitni að þessu en ef við höfum ekki náð í alla þá má hafa samband við bankann hvenær sem er,“ segir Rúnar. Útibúinu var lokað vegna ránsins og opnaði ekki á gamlársdag eins og til hafði staðið en það opnaði núna á mánudaginn og hefur starfsemin verið með venjubundnum hætti nú í vikunni. „Við náttúrulega styðjum vel við bakið á okkar fólki og það er auðvitað fyrir mestu að það meiddist enginn,“ segir Rúnar. Rúnar segir að starfsfólk bankans hafi í einu og öllu farið eftir þeim öryggisferlum sem gilda og að það eigi mikið hrós skilið fyrir viðbrögð sín í erfiðum aðstæðum. Engu að síður sé nú verið að fara yfir öll öryggismál í bankanum eins og alltaf sé gert í kjölfar svona atburðar. Aðspurður vill Rúnar ekki gefa upp hversu miklu ræningjarnir stálu og segir að það sé gert í samráði við lögregluna að gefa ekki upp upphæð ránsfengsins. Þó hefur Landsbankinn gefið það út að upphæðin hafi verið óveruleg en allur ránsfengurinn fannst sama dag og ránið var framið. Tengdar fréttir Einn viðskiptavinanna hringdi á Neyðarlínuna Tveir voru handteknir í gær í tengslum við vopnað bankarán í útibúi Landsbankans í Borgartúni í gær. 31. desember 2015 07:00 Ræningjarnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Mennirnir tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 14. janúar. 31. desember 2015 17:45 Bankarán í Borgartúni Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 13:35 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Starfsfólk útibús Landsbankans í Borgartúni fór á tvo hópfundi með sérfræðingi í áföllum í kjölfar bankaráns sem framið var í útibúinu fyrir viku síðan. Þá býðst starfsfólkinu einnig að fá sérstaka tíma í áfallahjálp að sögn Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa bankans. „Það var svo hringt í alla viðskiptavini sem voru inni í útibúinu þegar ránið var framið og einhverjir hafa þegið áfallahjálp. Þá gáfum við líka upp símanúmer fyrir þá sem hlupu út úr bankanum þegar ránið var framið svo við höfum gert okkar besta til að ná til allra þeirra sem urðu vitni að þessu en ef við höfum ekki náð í alla þá má hafa samband við bankann hvenær sem er,“ segir Rúnar. Útibúinu var lokað vegna ránsins og opnaði ekki á gamlársdag eins og til hafði staðið en það opnaði núna á mánudaginn og hefur starfsemin verið með venjubundnum hætti nú í vikunni. „Við náttúrulega styðjum vel við bakið á okkar fólki og það er auðvitað fyrir mestu að það meiddist enginn,“ segir Rúnar. Rúnar segir að starfsfólk bankans hafi í einu og öllu farið eftir þeim öryggisferlum sem gilda og að það eigi mikið hrós skilið fyrir viðbrögð sín í erfiðum aðstæðum. Engu að síður sé nú verið að fara yfir öll öryggismál í bankanum eins og alltaf sé gert í kjölfar svona atburðar. Aðspurður vill Rúnar ekki gefa upp hversu miklu ræningjarnir stálu og segir að það sé gert í samráði við lögregluna að gefa ekki upp upphæð ránsfengsins. Þó hefur Landsbankinn gefið það út að upphæðin hafi verið óveruleg en allur ránsfengurinn fannst sama dag og ránið var framið.
Tengdar fréttir Einn viðskiptavinanna hringdi á Neyðarlínuna Tveir voru handteknir í gær í tengslum við vopnað bankarán í útibúi Landsbankans í Borgartúni í gær. 31. desember 2015 07:00 Ræningjarnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Mennirnir tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 14. janúar. 31. desember 2015 17:45 Bankarán í Borgartúni Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 13:35 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Einn viðskiptavinanna hringdi á Neyðarlínuna Tveir voru handteknir í gær í tengslum við vopnað bankarán í útibúi Landsbankans í Borgartúni í gær. 31. desember 2015 07:00
Ræningjarnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Mennirnir tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 14. janúar. 31. desember 2015 17:45
Bankarán í Borgartúni Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 13:35