Smáatriðin skipta máli Björn Teitsson skrifar 6. janúar 2016 10:00 Tónlist Mr. Silla 12 tónar, 2015 Það eru smáatriðin sem skipta máli. Þessir litlu núansar í popptónlist sem skera hið sérstaka frá meðalmennskunni. Taktur kemur inn á vitlausum stað, endurtekið viðlag þegar þú hélst að allt væri búið eða einfaldlega hvernig Iggy Pop segir orðið „fun“. Það eru smáatriðin sem skipta máli og þegar Sigurlaug Gísladóttir syngur orðin „now I‘m calling out your name“ í laginu One Step, þá kemur allt heim og saman. Þetta augnablik sem röddin er við það að brotna og augnablikið sem fylgir þegar allt verður betra. Fegurðin felst í einlægninni, varnarleysinu gagnvart því fólki sem stendur okkur næst og að alltaf er hægt að taka eitt skref í einu í rétta átt. Sigurlaug er konan að baki Mr. Silla og er þetta fyrsta breiðskífan sem gefin er út undir því nafni. Það kann ef til vill að hljóma furðulega miðað við hve áberandi hún er og hefur verið í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár, meðal annars sem einn meðlima tilraunarafsveitarinnar Múm. Þessi fyrsta samnefnda skífa hefur að geyma þróaðan hljóðheim þar sem má greina nokkur rafpopp-element, nýrómantíska synþa og vandaðar uppbyggingar. Sándið er frekar dimmt en á sama tíma einkar fágað. Alltaf má þó greina von og jafnvel gleði rétt handan við hornið, ef svo má komast að orði. Þessa gleði má sérstaklega greina í síðasta lagi plötunnar, I want all, án þess þó að allt hitt sé einhver sálumessa Morrissey. Röddin er eftir sem áður trompið sem Silla má spila út sem oftast og nú vantar tilfinnanlega svipað íslenskt lýsingarorð og enska orðið „angelic“. Auk áðurnefndra laga má benda á fyrsta lagið, Dressed Lightly, og einnig Holding On, sem dæmi um afburða lagasmíðar. Þetta er bara allt svo „ekta“!Niðurstaða: Silla er á heimavelli í dimmum hljóðheimi þar sem vonin og gleðin eru aldrei langt undan. Menning Tónlist Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Mr. Silla 12 tónar, 2015 Það eru smáatriðin sem skipta máli. Þessir litlu núansar í popptónlist sem skera hið sérstaka frá meðalmennskunni. Taktur kemur inn á vitlausum stað, endurtekið viðlag þegar þú hélst að allt væri búið eða einfaldlega hvernig Iggy Pop segir orðið „fun“. Það eru smáatriðin sem skipta máli og þegar Sigurlaug Gísladóttir syngur orðin „now I‘m calling out your name“ í laginu One Step, þá kemur allt heim og saman. Þetta augnablik sem röddin er við það að brotna og augnablikið sem fylgir þegar allt verður betra. Fegurðin felst í einlægninni, varnarleysinu gagnvart því fólki sem stendur okkur næst og að alltaf er hægt að taka eitt skref í einu í rétta átt. Sigurlaug er konan að baki Mr. Silla og er þetta fyrsta breiðskífan sem gefin er út undir því nafni. Það kann ef til vill að hljóma furðulega miðað við hve áberandi hún er og hefur verið í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár, meðal annars sem einn meðlima tilraunarafsveitarinnar Múm. Þessi fyrsta samnefnda skífa hefur að geyma þróaðan hljóðheim þar sem má greina nokkur rafpopp-element, nýrómantíska synþa og vandaðar uppbyggingar. Sándið er frekar dimmt en á sama tíma einkar fágað. Alltaf má þó greina von og jafnvel gleði rétt handan við hornið, ef svo má komast að orði. Þessa gleði má sérstaklega greina í síðasta lagi plötunnar, I want all, án þess þó að allt hitt sé einhver sálumessa Morrissey. Röddin er eftir sem áður trompið sem Silla má spila út sem oftast og nú vantar tilfinnanlega svipað íslenskt lýsingarorð og enska orðið „angelic“. Auk áðurnefndra laga má benda á fyrsta lagið, Dressed Lightly, og einnig Holding On, sem dæmi um afburða lagasmíðar. Þetta er bara allt svo „ekta“!Niðurstaða: Silla er á heimavelli í dimmum hljóðheimi þar sem vonin og gleðin eru aldrei langt undan.
Menning Tónlist Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira