Innlent

Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá lögreglustöðinni við Hverfisgötu.
Frá lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Vísir/Anton
Lögreglumaðurinn sem situr í einangrun á Litla hrauni er grunaður um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn. Hann starfaði í fíkniefnadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og eru meint brot hans sögð vera mjög alvarleg.

Í frétt Fréttatímans í dag, segir að lögreglumaðurinn sé grunaður um að hafa óeðlileg samskipti við brotamenn. Í samtali við fréttastofu 365 segir Helgi Magnús Gunnarsson, aðstoðarríkissaksóknari, að hann neiti ekki fyrir það. Hann segir meint brot vera mjög alvarleg.

Sjá einnig: Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi

Lögreglumaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald á milli jóla og nýárs og hefur verið í einangrun síðan vegna rannsóknarhagsmuna.

Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×