Sádar og bandamenn draga úr samskiptum við Íran Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2016 17:55 Barein, Súdan og Sameinuðu arabísku furstaveldin hafa dregið úr eða slitið stjórnmálasamskiptum við Íran í dag. Yfirvöld Sádi-Arabíu ákváðu í gær að slíta öllum stjórnmálasamskiptum við Íran í gær. Írönskum embættismönnum voru gefnir tveir dagar til að yfirgefa landið. Yfirvöld í Sómalíu hafa einnig gagnrýnt Íran í dag. Ráðist var á sendiráð Sádi-Arabíu í Íran eftir að yfirvöld í Riyadh tóku sjítaklerkinn Sheikh Nimr al Nimr af lífi um helgina. Hann var sakaður um að leggja á ráðin og ýta undir hryðjuverk í Sádi-Arabíu. Auk hans voru 46 aðrir teknir af lífi sem sakaðir voru um að vera meðlimir Al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna.Sjá einnig: Slíta stjórnmálasambandi við Íran Sádi-Arabía, sem tilheyrir Súnnítum, og Íran, sem tilheyri sjítum, hafa lengi eldað grátt silfur saman. Sádar segjast hafa beðið yfirvöld í Teheran að standa vörð um sendiráð sitt um helgina, en ekki hafi verið orðið við því. Bensínsprengjum var kastað í sendiráðið og réðust mótmælendur þar inn.Tilkynnt var í Sádi-Arabíu í dag að auk þess að slíta samskiptum ætli Sádar einnig að stöðva flug á milli ríkjanna og viðskipti þeirra á milli. Pílagrímum verður þó áfram leyft að ferðast frá Íran til Sádi-Arabíu.Sádar segja að Íran verði að haga sér eins og „alvöru ríki“ ef að stjórnmálasamskipti þeirra eigi að komast aftur í fyrra horf. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hafa stórveldi heimsins reynt að draga úr spennu á milli ríkjanna í dag. Yfirvöld í Bandaríkjunum, Rússlandi og Þýskalandi hafa meðal annars kallað eftir viðræðum á milli Íran og Sádi-Arabíu. Deilurnar munu líklega draga úr líkum á því að viðræður um frið í Sýrlandi beri árangur. Íran hefur staðið við bakið á Bashar al-Assad og Sádar hafa styrkt uppreisnarhópa í Sýrlandi. Þá stendur Sádi-Arabía í hernaði í Jemen gegn Hútum, sem sagðir eru vera studdir af Íran. Þar að auki hækkaði heimsmarkaðsverð á olíu um tíma í dag vegna deilnanna, en það hefur þó lækkað aftur eftir slæmt gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum og Kína. Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Sjá meira
Barein, Súdan og Sameinuðu arabísku furstaveldin hafa dregið úr eða slitið stjórnmálasamskiptum við Íran í dag. Yfirvöld Sádi-Arabíu ákváðu í gær að slíta öllum stjórnmálasamskiptum við Íran í gær. Írönskum embættismönnum voru gefnir tveir dagar til að yfirgefa landið. Yfirvöld í Sómalíu hafa einnig gagnrýnt Íran í dag. Ráðist var á sendiráð Sádi-Arabíu í Íran eftir að yfirvöld í Riyadh tóku sjítaklerkinn Sheikh Nimr al Nimr af lífi um helgina. Hann var sakaður um að leggja á ráðin og ýta undir hryðjuverk í Sádi-Arabíu. Auk hans voru 46 aðrir teknir af lífi sem sakaðir voru um að vera meðlimir Al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna.Sjá einnig: Slíta stjórnmálasambandi við Íran Sádi-Arabía, sem tilheyrir Súnnítum, og Íran, sem tilheyri sjítum, hafa lengi eldað grátt silfur saman. Sádar segjast hafa beðið yfirvöld í Teheran að standa vörð um sendiráð sitt um helgina, en ekki hafi verið orðið við því. Bensínsprengjum var kastað í sendiráðið og réðust mótmælendur þar inn.Tilkynnt var í Sádi-Arabíu í dag að auk þess að slíta samskiptum ætli Sádar einnig að stöðva flug á milli ríkjanna og viðskipti þeirra á milli. Pílagrímum verður þó áfram leyft að ferðast frá Íran til Sádi-Arabíu.Sádar segja að Íran verði að haga sér eins og „alvöru ríki“ ef að stjórnmálasamskipti þeirra eigi að komast aftur í fyrra horf. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hafa stórveldi heimsins reynt að draga úr spennu á milli ríkjanna í dag. Yfirvöld í Bandaríkjunum, Rússlandi og Þýskalandi hafa meðal annars kallað eftir viðræðum á milli Íran og Sádi-Arabíu. Deilurnar munu líklega draga úr líkum á því að viðræður um frið í Sýrlandi beri árangur. Íran hefur staðið við bakið á Bashar al-Assad og Sádar hafa styrkt uppreisnarhópa í Sýrlandi. Þá stendur Sádi-Arabía í hernaði í Jemen gegn Hútum, sem sagðir eru vera studdir af Íran. Þar að auki hækkaði heimsmarkaðsverð á olíu um tíma í dag vegna deilnanna, en það hefur þó lækkað aftur eftir slæmt gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum og Kína.
Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Sjá meira