Sádar og bandamenn draga úr samskiptum við Íran Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2016 17:55 Barein, Súdan og Sameinuðu arabísku furstaveldin hafa dregið úr eða slitið stjórnmálasamskiptum við Íran í dag. Yfirvöld Sádi-Arabíu ákváðu í gær að slíta öllum stjórnmálasamskiptum við Íran í gær. Írönskum embættismönnum voru gefnir tveir dagar til að yfirgefa landið. Yfirvöld í Sómalíu hafa einnig gagnrýnt Íran í dag. Ráðist var á sendiráð Sádi-Arabíu í Íran eftir að yfirvöld í Riyadh tóku sjítaklerkinn Sheikh Nimr al Nimr af lífi um helgina. Hann var sakaður um að leggja á ráðin og ýta undir hryðjuverk í Sádi-Arabíu. Auk hans voru 46 aðrir teknir af lífi sem sakaðir voru um að vera meðlimir Al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna.Sjá einnig: Slíta stjórnmálasambandi við Íran Sádi-Arabía, sem tilheyrir Súnnítum, og Íran, sem tilheyri sjítum, hafa lengi eldað grátt silfur saman. Sádar segjast hafa beðið yfirvöld í Teheran að standa vörð um sendiráð sitt um helgina, en ekki hafi verið orðið við því. Bensínsprengjum var kastað í sendiráðið og réðust mótmælendur þar inn.Tilkynnt var í Sádi-Arabíu í dag að auk þess að slíta samskiptum ætli Sádar einnig að stöðva flug á milli ríkjanna og viðskipti þeirra á milli. Pílagrímum verður þó áfram leyft að ferðast frá Íran til Sádi-Arabíu.Sádar segja að Íran verði að haga sér eins og „alvöru ríki“ ef að stjórnmálasamskipti þeirra eigi að komast aftur í fyrra horf. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hafa stórveldi heimsins reynt að draga úr spennu á milli ríkjanna í dag. Yfirvöld í Bandaríkjunum, Rússlandi og Þýskalandi hafa meðal annars kallað eftir viðræðum á milli Íran og Sádi-Arabíu. Deilurnar munu líklega draga úr líkum á því að viðræður um frið í Sýrlandi beri árangur. Íran hefur staðið við bakið á Bashar al-Assad og Sádar hafa styrkt uppreisnarhópa í Sýrlandi. Þá stendur Sádi-Arabía í hernaði í Jemen gegn Hútum, sem sagðir eru vera studdir af Íran. Þar að auki hækkaði heimsmarkaðsverð á olíu um tíma í dag vegna deilnanna, en það hefur þó lækkað aftur eftir slæmt gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum og Kína. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Barein, Súdan og Sameinuðu arabísku furstaveldin hafa dregið úr eða slitið stjórnmálasamskiptum við Íran í dag. Yfirvöld Sádi-Arabíu ákváðu í gær að slíta öllum stjórnmálasamskiptum við Íran í gær. Írönskum embættismönnum voru gefnir tveir dagar til að yfirgefa landið. Yfirvöld í Sómalíu hafa einnig gagnrýnt Íran í dag. Ráðist var á sendiráð Sádi-Arabíu í Íran eftir að yfirvöld í Riyadh tóku sjítaklerkinn Sheikh Nimr al Nimr af lífi um helgina. Hann var sakaður um að leggja á ráðin og ýta undir hryðjuverk í Sádi-Arabíu. Auk hans voru 46 aðrir teknir af lífi sem sakaðir voru um að vera meðlimir Al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna.Sjá einnig: Slíta stjórnmálasambandi við Íran Sádi-Arabía, sem tilheyrir Súnnítum, og Íran, sem tilheyri sjítum, hafa lengi eldað grátt silfur saman. Sádar segjast hafa beðið yfirvöld í Teheran að standa vörð um sendiráð sitt um helgina, en ekki hafi verið orðið við því. Bensínsprengjum var kastað í sendiráðið og réðust mótmælendur þar inn.Tilkynnt var í Sádi-Arabíu í dag að auk þess að slíta samskiptum ætli Sádar einnig að stöðva flug á milli ríkjanna og viðskipti þeirra á milli. Pílagrímum verður þó áfram leyft að ferðast frá Íran til Sádi-Arabíu.Sádar segja að Íran verði að haga sér eins og „alvöru ríki“ ef að stjórnmálasamskipti þeirra eigi að komast aftur í fyrra horf. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hafa stórveldi heimsins reynt að draga úr spennu á milli ríkjanna í dag. Yfirvöld í Bandaríkjunum, Rússlandi og Þýskalandi hafa meðal annars kallað eftir viðræðum á milli Íran og Sádi-Arabíu. Deilurnar munu líklega draga úr líkum á því að viðræður um frið í Sýrlandi beri árangur. Íran hefur staðið við bakið á Bashar al-Assad og Sádar hafa styrkt uppreisnarhópa í Sýrlandi. Þá stendur Sádi-Arabía í hernaði í Jemen gegn Hútum, sem sagðir eru vera studdir af Íran. Þar að auki hækkaði heimsmarkaðsverð á olíu um tíma í dag vegna deilnanna, en það hefur þó lækkað aftur eftir slæmt gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum og Kína.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira