Sádar og bandamenn draga úr samskiptum við Íran Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2016 17:55 Barein, Súdan og Sameinuðu arabísku furstaveldin hafa dregið úr eða slitið stjórnmálasamskiptum við Íran í dag. Yfirvöld Sádi-Arabíu ákváðu í gær að slíta öllum stjórnmálasamskiptum við Íran í gær. Írönskum embættismönnum voru gefnir tveir dagar til að yfirgefa landið. Yfirvöld í Sómalíu hafa einnig gagnrýnt Íran í dag. Ráðist var á sendiráð Sádi-Arabíu í Íran eftir að yfirvöld í Riyadh tóku sjítaklerkinn Sheikh Nimr al Nimr af lífi um helgina. Hann var sakaður um að leggja á ráðin og ýta undir hryðjuverk í Sádi-Arabíu. Auk hans voru 46 aðrir teknir af lífi sem sakaðir voru um að vera meðlimir Al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna.Sjá einnig: Slíta stjórnmálasambandi við Íran Sádi-Arabía, sem tilheyrir Súnnítum, og Íran, sem tilheyri sjítum, hafa lengi eldað grátt silfur saman. Sádar segjast hafa beðið yfirvöld í Teheran að standa vörð um sendiráð sitt um helgina, en ekki hafi verið orðið við því. Bensínsprengjum var kastað í sendiráðið og réðust mótmælendur þar inn.Tilkynnt var í Sádi-Arabíu í dag að auk þess að slíta samskiptum ætli Sádar einnig að stöðva flug á milli ríkjanna og viðskipti þeirra á milli. Pílagrímum verður þó áfram leyft að ferðast frá Íran til Sádi-Arabíu.Sádar segja að Íran verði að haga sér eins og „alvöru ríki“ ef að stjórnmálasamskipti þeirra eigi að komast aftur í fyrra horf. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hafa stórveldi heimsins reynt að draga úr spennu á milli ríkjanna í dag. Yfirvöld í Bandaríkjunum, Rússlandi og Þýskalandi hafa meðal annars kallað eftir viðræðum á milli Íran og Sádi-Arabíu. Deilurnar munu líklega draga úr líkum á því að viðræður um frið í Sýrlandi beri árangur. Íran hefur staðið við bakið á Bashar al-Assad og Sádar hafa styrkt uppreisnarhópa í Sýrlandi. Þá stendur Sádi-Arabía í hernaði í Jemen gegn Hútum, sem sagðir eru vera studdir af Íran. Þar að auki hækkaði heimsmarkaðsverð á olíu um tíma í dag vegna deilnanna, en það hefur þó lækkað aftur eftir slæmt gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum og Kína. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Barein, Súdan og Sameinuðu arabísku furstaveldin hafa dregið úr eða slitið stjórnmálasamskiptum við Íran í dag. Yfirvöld Sádi-Arabíu ákváðu í gær að slíta öllum stjórnmálasamskiptum við Íran í gær. Írönskum embættismönnum voru gefnir tveir dagar til að yfirgefa landið. Yfirvöld í Sómalíu hafa einnig gagnrýnt Íran í dag. Ráðist var á sendiráð Sádi-Arabíu í Íran eftir að yfirvöld í Riyadh tóku sjítaklerkinn Sheikh Nimr al Nimr af lífi um helgina. Hann var sakaður um að leggja á ráðin og ýta undir hryðjuverk í Sádi-Arabíu. Auk hans voru 46 aðrir teknir af lífi sem sakaðir voru um að vera meðlimir Al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna.Sjá einnig: Slíta stjórnmálasambandi við Íran Sádi-Arabía, sem tilheyrir Súnnítum, og Íran, sem tilheyri sjítum, hafa lengi eldað grátt silfur saman. Sádar segjast hafa beðið yfirvöld í Teheran að standa vörð um sendiráð sitt um helgina, en ekki hafi verið orðið við því. Bensínsprengjum var kastað í sendiráðið og réðust mótmælendur þar inn.Tilkynnt var í Sádi-Arabíu í dag að auk þess að slíta samskiptum ætli Sádar einnig að stöðva flug á milli ríkjanna og viðskipti þeirra á milli. Pílagrímum verður þó áfram leyft að ferðast frá Íran til Sádi-Arabíu.Sádar segja að Íran verði að haga sér eins og „alvöru ríki“ ef að stjórnmálasamskipti þeirra eigi að komast aftur í fyrra horf. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hafa stórveldi heimsins reynt að draga úr spennu á milli ríkjanna í dag. Yfirvöld í Bandaríkjunum, Rússlandi og Þýskalandi hafa meðal annars kallað eftir viðræðum á milli Íran og Sádi-Arabíu. Deilurnar munu líklega draga úr líkum á því að viðræður um frið í Sýrlandi beri árangur. Íran hefur staðið við bakið á Bashar al-Assad og Sádar hafa styrkt uppreisnarhópa í Sýrlandi. Þá stendur Sádi-Arabía í hernaði í Jemen gegn Hútum, sem sagðir eru vera studdir af Íran. Þar að auki hækkaði heimsmarkaðsverð á olíu um tíma í dag vegna deilnanna, en það hefur þó lækkað aftur eftir slæmt gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum og Kína.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira