Fjöldi meðmælenda sem forsetaefni þurfa að skila inn ekki breyst í 64 ár sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. janúar 2016 12:44 Íslendingar eru yfir helmingi fleiri en þeir voru þegar fyrstu forsetakosningarnar fóru fram. vísir/gva Lög um framboð og kjör forseta Íslands hafa lítið sem ekkert breyst frá fyrstu forsetakosningunum árið 1952. Fjöldi meðmælenda sem forsetaefni þurfa að skila inn fimm vikum fyrir kjördag hefur til að mynda haldist óbreyttur frá upphafi. Lögin kveða meðal annars á um að forsetaefni þurfi að skila inn meðmælum frá minnst fimmtán hundruð manns úr öllum landsfjórðungum. Engin breyting hefur orðið í þeim efnum frá forsetakosningunum árið 1952. Þá voru Íslendingar rúmlega 146 þúsund talsins, en eru yfir helmingi fleiri í dag - eða um 329 þúsund.Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor.„Maður skyldi nú ætla það að það hefði átt að uppfæra þetta eftir því sem fólkinu í landinu hefur fjölgað. Þetta er nú orðin tvöföld tala íbúa og þar með kjósenda miðað við þegar þetta tók gildi. Því er þetta orðið miklu miklu auðveldara að bjóða sig fram heldur en það var á þeim tíma. Einhverjum kann það að vera lýðræðislegra og öðrum kannski kann að finnast það að þetta valdi því að það verði of mikil krafa gagnvart frambjóðendum," segir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur. Hann bætir við að þörf sé á heildarendurskoðun. „Ætli það væri ekki best að fara í heildarendurskoðun á þessu með þeim hætti að það geti enginn orðið forseti nema hann hafi meira en helming atkvæða. Þá kannski gerir þetta minna til, það er að segja þá myndu þeir sem fá atkvæði hreinsast út eftir fyrri umferðina. Kannski það sé það módel sem við ættum að horfa til í framtíðinni.“ Samkvæmt lögum fara forsetakosningar alltaf fram síðasta laugardag í júnímánuði, sem í ár er sá tuttugasti og fimmti. Alls hafa sex einstaklingar boðað framboð til embættis forseta. Um er að ræða Þorgrím Þráinsson rithöfund, Elísabetu Jökulsdóttur skáld, Árna Björn Guðjónsson listmálara og húsgagnasmið, Ástþór Magnússon stofnanda Friðar 2000, Hildi Þórðardóttur rithöfund og Ara Jósepsson leikara. Fleiri hafa verið orðaðir við embættið en kjörgengir til forseta Íslands eru íslenskir ríkisborgarar, þrjátíu og fimm ára og eldri. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaframbjóðandi fær á baukinn: „Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona rosalega óþolandi“ Þorgrímur Þráinsson hefur mátt þola töluverða gagnrýni vegna ummæla um brjóstagjöf. 4. janúar 2016 10:04 Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15 Árni Björn Guðjónsson býður sig fram til forseta Árni er 76 ára og bauð sig fram á Alþingi fyrir Kristilega lýðræðisflokkinn árin 1995 og 1999. 3. janúar 2016 15:20 Komið að ögurstundu Andri Snær Magnason telur komið að ögurstundu í baráttu fyrir vernd hálendisins, en það eru ekki einu verkefnin sem hann hefur ástríðu fyrir. Hann hefur í mörg ár talað fyrir auknu lýðræði og framtíðarsýn sem byggir á hugviti og sköpunarkrafti. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til forseta. En spyr sig í anda þeirra kvenna sem hann lítur upp til. Þori ég, get ég, vil ég? 2. janúar 2016 00:01 Skoðanakönnun: Katrín Jakobsdóttir nýtur mests stuðnings lesenda Vísis Flestir völdu þó valkostinn "einhvern annan.“ 4. janúar 2016 10:30 Hildur gefur kost á sér til forseta Rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Hildur Þórðardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sumar. Hún ætlar að gefa út bók samhliða framboðinu. 3. janúar 2016 17:16 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Lög um framboð og kjör forseta Íslands hafa lítið sem ekkert breyst frá fyrstu forsetakosningunum árið 1952. Fjöldi meðmælenda sem forsetaefni þurfa að skila inn fimm vikum fyrir kjördag hefur til að mynda haldist óbreyttur frá upphafi. Lögin kveða meðal annars á um að forsetaefni þurfi að skila inn meðmælum frá minnst fimmtán hundruð manns úr öllum landsfjórðungum. Engin breyting hefur orðið í þeim efnum frá forsetakosningunum árið 1952. Þá voru Íslendingar rúmlega 146 þúsund talsins, en eru yfir helmingi fleiri í dag - eða um 329 þúsund.Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor.„Maður skyldi nú ætla það að það hefði átt að uppfæra þetta eftir því sem fólkinu í landinu hefur fjölgað. Þetta er nú orðin tvöföld tala íbúa og þar með kjósenda miðað við þegar þetta tók gildi. Því er þetta orðið miklu miklu auðveldara að bjóða sig fram heldur en það var á þeim tíma. Einhverjum kann það að vera lýðræðislegra og öðrum kannski kann að finnast það að þetta valdi því að það verði of mikil krafa gagnvart frambjóðendum," segir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur. Hann bætir við að þörf sé á heildarendurskoðun. „Ætli það væri ekki best að fara í heildarendurskoðun á þessu með þeim hætti að það geti enginn orðið forseti nema hann hafi meira en helming atkvæða. Þá kannski gerir þetta minna til, það er að segja þá myndu þeir sem fá atkvæði hreinsast út eftir fyrri umferðina. Kannski það sé það módel sem við ættum að horfa til í framtíðinni.“ Samkvæmt lögum fara forsetakosningar alltaf fram síðasta laugardag í júnímánuði, sem í ár er sá tuttugasti og fimmti. Alls hafa sex einstaklingar boðað framboð til embættis forseta. Um er að ræða Þorgrím Þráinsson rithöfund, Elísabetu Jökulsdóttur skáld, Árna Björn Guðjónsson listmálara og húsgagnasmið, Ástþór Magnússon stofnanda Friðar 2000, Hildi Þórðardóttur rithöfund og Ara Jósepsson leikara. Fleiri hafa verið orðaðir við embættið en kjörgengir til forseta Íslands eru íslenskir ríkisborgarar, þrjátíu og fimm ára og eldri.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaframbjóðandi fær á baukinn: „Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona rosalega óþolandi“ Þorgrímur Þráinsson hefur mátt þola töluverða gagnrýni vegna ummæla um brjóstagjöf. 4. janúar 2016 10:04 Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15 Árni Björn Guðjónsson býður sig fram til forseta Árni er 76 ára og bauð sig fram á Alþingi fyrir Kristilega lýðræðisflokkinn árin 1995 og 1999. 3. janúar 2016 15:20 Komið að ögurstundu Andri Snær Magnason telur komið að ögurstundu í baráttu fyrir vernd hálendisins, en það eru ekki einu verkefnin sem hann hefur ástríðu fyrir. Hann hefur í mörg ár talað fyrir auknu lýðræði og framtíðarsýn sem byggir á hugviti og sköpunarkrafti. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til forseta. En spyr sig í anda þeirra kvenna sem hann lítur upp til. Þori ég, get ég, vil ég? 2. janúar 2016 00:01 Skoðanakönnun: Katrín Jakobsdóttir nýtur mests stuðnings lesenda Vísis Flestir völdu þó valkostinn "einhvern annan.“ 4. janúar 2016 10:30 Hildur gefur kost á sér til forseta Rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Hildur Þórðardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sumar. Hún ætlar að gefa út bók samhliða framboðinu. 3. janúar 2016 17:16 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Forsetaframbjóðandi fær á baukinn: „Þetta væri fyndið ef þetta væri ekki svona rosalega óþolandi“ Þorgrímur Þráinsson hefur mátt þola töluverða gagnrýni vegna ummæla um brjóstagjöf. 4. janúar 2016 10:04
Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15
Árni Björn Guðjónsson býður sig fram til forseta Árni er 76 ára og bauð sig fram á Alþingi fyrir Kristilega lýðræðisflokkinn árin 1995 og 1999. 3. janúar 2016 15:20
Komið að ögurstundu Andri Snær Magnason telur komið að ögurstundu í baráttu fyrir vernd hálendisins, en það eru ekki einu verkefnin sem hann hefur ástríðu fyrir. Hann hefur í mörg ár talað fyrir auknu lýðræði og framtíðarsýn sem byggir á hugviti og sköpunarkrafti. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til forseta. En spyr sig í anda þeirra kvenna sem hann lítur upp til. Þori ég, get ég, vil ég? 2. janúar 2016 00:01
Skoðanakönnun: Katrín Jakobsdóttir nýtur mests stuðnings lesenda Vísis Flestir völdu þó valkostinn "einhvern annan.“ 4. janúar 2016 10:30
Hildur gefur kost á sér til forseta Rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Hildur Þórðardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sumar. Hún ætlar að gefa út bók samhliða framboðinu. 3. janúar 2016 17:16