Sema Erla birtir persónuárásir á Facebook Bjarki Ármannsson skrifar 3. janúar 2016 11:13 Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segist ekki ætla að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í netníði. „Ég birti þetta vegna þess að ég sé engan tilgang í því að fela mannhatur, eins og oft er að finna á netinu, og fólk verður einfaldlega að standa með því á stærri vettvangi en þau halda oft að þau séu að birta slík ummæli á.“ Þetta skrifar Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og formaður flokksins í Kópavogi, í athyglisverðri færslu á Facebook-síðu sinni frá því í gærkvöldi. Sema, sem er mikill talsmaður fjölmenningar á Íslandi og sjálf af tyrkneskum ættum, birtir þar nokkur ummæli um sig af samfélagsmiðlum og athugasemdakerfum þar sem hún er meðal annars kölluð tæfa, bullukolla og barnaleg. Sema er sögð vilja „múslima-væða þjóðina“ og einn ýjar að því að hún og fjölskylda hennar eigi að sitja inni fyrir fíkniefnasmygl. „Þegar ég hóf þátttöku í opinberri stjórnmálaumræðu og stuttu síðar afskipti af stjórnmálum fyrir þó nokkru síðan vissi ég að sjálfsögðu út í hvað ég væri að fara og við hverju mátti búast, sérstaklega vegna uppruna míns og nafns,“ skrifar Sema. „Ég lærði fljótt að láta „virka í athugasemdum“ og aðra brjálæðinga í umræðunni ekki hafa of mikil áhrif á mig [...] enda segja persónuárásir ávallt meira um þann sem þær stundar.“ Sema hefur þó nokkuð reglulega birt ummæli sem þessi á Facebook-síðu sinni. Hún segir það ekki gert til að kaupa samúð, enda sé orðið „hálfgert samasemmerki“ milli þátttöku í samfélagsumræðu og netníðs, en henni sé ofboðið og hún ætli ekki að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í slíku. Hún vonast til þess að mögulega einn eða tveir hugsi sig um áður en þeir endurtaki leikinn.Færslu Semu Erlu má sjá hér að neðan.Þegar ég hóf þátttöku í opinberri samfélagsumræðu og stuttu síðar afskipti af stjórnmálum fyrir þó nokkru síðan þá vissi...Posted by Sema Erla Serdar on 2. janúar 2016 Tengdar fréttir Eiginkona múslima grætur stundum vegna fordóma í garð manns hennar „Við eigum að vera betri en þetta,“ skrifar Ásdís Sigtryggsdóttir, ung kona á Akranesi. 24. nóvember 2015 18:13 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
„Ég birti þetta vegna þess að ég sé engan tilgang í því að fela mannhatur, eins og oft er að finna á netinu, og fólk verður einfaldlega að standa með því á stærri vettvangi en þau halda oft að þau séu að birta slík ummæli á.“ Þetta skrifar Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og formaður flokksins í Kópavogi, í athyglisverðri færslu á Facebook-síðu sinni frá því í gærkvöldi. Sema, sem er mikill talsmaður fjölmenningar á Íslandi og sjálf af tyrkneskum ættum, birtir þar nokkur ummæli um sig af samfélagsmiðlum og athugasemdakerfum þar sem hún er meðal annars kölluð tæfa, bullukolla og barnaleg. Sema er sögð vilja „múslima-væða þjóðina“ og einn ýjar að því að hún og fjölskylda hennar eigi að sitja inni fyrir fíkniefnasmygl. „Þegar ég hóf þátttöku í opinberri stjórnmálaumræðu og stuttu síðar afskipti af stjórnmálum fyrir þó nokkru síðan vissi ég að sjálfsögðu út í hvað ég væri að fara og við hverju mátti búast, sérstaklega vegna uppruna míns og nafns,“ skrifar Sema. „Ég lærði fljótt að láta „virka í athugasemdum“ og aðra brjálæðinga í umræðunni ekki hafa of mikil áhrif á mig [...] enda segja persónuárásir ávallt meira um þann sem þær stundar.“ Sema hefur þó nokkuð reglulega birt ummæli sem þessi á Facebook-síðu sinni. Hún segir það ekki gert til að kaupa samúð, enda sé orðið „hálfgert samasemmerki“ milli þátttöku í samfélagsumræðu og netníðs, en henni sé ofboðið og hún ætli ekki að halda hlífiskyldi yfir þeim sem taki þátt í slíku. Hún vonast til þess að mögulega einn eða tveir hugsi sig um áður en þeir endurtaki leikinn.Færslu Semu Erlu má sjá hér að neðan.Þegar ég hóf þátttöku í opinberri samfélagsumræðu og stuttu síðar afskipti af stjórnmálum fyrir þó nokkru síðan þá vissi...Posted by Sema Erla Serdar on 2. janúar 2016
Tengdar fréttir Eiginkona múslima grætur stundum vegna fordóma í garð manns hennar „Við eigum að vera betri en þetta,“ skrifar Ásdís Sigtryggsdóttir, ung kona á Akranesi. 24. nóvember 2015 18:13 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Eiginkona múslima grætur stundum vegna fordóma í garð manns hennar „Við eigum að vera betri en þetta,“ skrifar Ásdís Sigtryggsdóttir, ung kona á Akranesi. 24. nóvember 2015 18:13