Michael Jordan áfram númer eitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2016 14:30 Michael Jordan. Vísir/Getty Michael Jordan heldur toppsætinu sem besti íþróttamaður sögunnar í Bandaríkjunum en Harris Poll gaf út nýja könnun sína um þessi áramót. Tveir nýir íþróttamenn koma nú inn á topp tíu listann. Það eru liðin sex ár síðan að Harris Poll gerði samskonar könnun meðal bandarísku þjóðarinnar þar sem spurt var hver sér besti íþróttamaður Bandaríkjanna frá upphafi. ESPN segir frá niðurstöðunni. Kylfingurinn Tiger Woods var í öðru sætinu fyrir sex árum en hann dettur nú alla leið niður í áttunda sætið. Nú er hafnarboltaleikmaðurinn Babe Ruth í öðru sæti og boxarinn Muhammad Ali í því þriðja. Þeir hækkuðu báðir um eitt sæti á listanum. Tenniskonan Serena Williams og NFL-leikmaðurinn Tom Brady komust bæði inn á topp tíu í fyrsta sinn. Serena fór alla leið upp í fjórða sæti og er efsta og eina konan á listanum en Brady í því níunda. Þeir sem duttu út af topp tíu listanum voru NFL-leikmaðurinn Brett Favre (var númer fimm) og hafnarboltamaðurinn Ted Williams (var númer átta). Körfuboltamaðurinn LeBron James skipti um sæti við íshokkí-goðsögnina Wayne Gretzky og hoppaði alla leið upp í sjöunda sætið en hann situr nú í næsta sæti á eftir NFL-goðsögninni Joe Montana. Gretzky er í 10. sæti á þessum nýja lista. James er einn af fimm á topp tíu listanum sem er enn að spila. Serena er efst af þeim sem eru enn á fullu í sínum greinum en NFL-leikstjórnandinn Peyton Manning er efstu af þeim karlmönnum sem eru enn að spila. Peyton Manning er í fimmta sætinu og hækkaði sig um þrjú sæti.Tíu bestu íþróttamennirnir í sögu Bandaríkjanna: 1. Michael Jordan, körfubolti (Númer 1 árið 2009) 2. Babe Ruth, hafnarbolti (3) 3. Muhammad Ali, box (4) 4. Serena Williams, tennis (-) 5. Peyton Manning, amerískur fótbolti (8) 6. Joe Montana, amerískur fótbolti (6) 7. LeBron James, körfubolti (10) 8. Tiger Woods, golf (2) 9. Tom Brady, amerískur fótbolti (-) 10. Wayne Gretzky, íshokkí (7)Michael Jordan og Charles Barkley.Vísir/Getty Aðrar íþróttir Íþróttir NBA NFL Mest lesið Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Tiger Woods sleit hásin Golf Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Tiger Woods sleit hásin Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Skíðastökkvararnir segjast ekkert hafa vitað Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Sjá meira
Michael Jordan heldur toppsætinu sem besti íþróttamaður sögunnar í Bandaríkjunum en Harris Poll gaf út nýja könnun sína um þessi áramót. Tveir nýir íþróttamenn koma nú inn á topp tíu listann. Það eru liðin sex ár síðan að Harris Poll gerði samskonar könnun meðal bandarísku þjóðarinnar þar sem spurt var hver sér besti íþróttamaður Bandaríkjanna frá upphafi. ESPN segir frá niðurstöðunni. Kylfingurinn Tiger Woods var í öðru sætinu fyrir sex árum en hann dettur nú alla leið niður í áttunda sætið. Nú er hafnarboltaleikmaðurinn Babe Ruth í öðru sæti og boxarinn Muhammad Ali í því þriðja. Þeir hækkuðu báðir um eitt sæti á listanum. Tenniskonan Serena Williams og NFL-leikmaðurinn Tom Brady komust bæði inn á topp tíu í fyrsta sinn. Serena fór alla leið upp í fjórða sæti og er efsta og eina konan á listanum en Brady í því níunda. Þeir sem duttu út af topp tíu listanum voru NFL-leikmaðurinn Brett Favre (var númer fimm) og hafnarboltamaðurinn Ted Williams (var númer átta). Körfuboltamaðurinn LeBron James skipti um sæti við íshokkí-goðsögnina Wayne Gretzky og hoppaði alla leið upp í sjöunda sætið en hann situr nú í næsta sæti á eftir NFL-goðsögninni Joe Montana. Gretzky er í 10. sæti á þessum nýja lista. James er einn af fimm á topp tíu listanum sem er enn að spila. Serena er efst af þeim sem eru enn á fullu í sínum greinum en NFL-leikstjórnandinn Peyton Manning er efstu af þeim karlmönnum sem eru enn að spila. Peyton Manning er í fimmta sætinu og hækkaði sig um þrjú sæti.Tíu bestu íþróttamennirnir í sögu Bandaríkjanna: 1. Michael Jordan, körfubolti (Númer 1 árið 2009) 2. Babe Ruth, hafnarbolti (3) 3. Muhammad Ali, box (4) 4. Serena Williams, tennis (-) 5. Peyton Manning, amerískur fótbolti (8) 6. Joe Montana, amerískur fótbolti (6) 7. LeBron James, körfubolti (10) 8. Tiger Woods, golf (2) 9. Tom Brady, amerískur fótbolti (-) 10. Wayne Gretzky, íshokkí (7)Michael Jordan og Charles Barkley.Vísir/Getty
Aðrar íþróttir Íþróttir NBA NFL Mest lesið Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Tiger Woods sleit hásin Golf Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Tiger Woods sleit hásin Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Skíðastökkvararnir segjast ekkert hafa vitað Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Sjá meira