Flóttamönnunum fylgt til Íslands: Omar gladdi flugfarþega í París með fiðluleik Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 19. janúar 2016 23:15 Glaðlegir krakkar settu sterkan svip á sýrlenska flóttamannahópinn sem ferðaðist í dag frá Líbanon til Íslands. Þau eru alls þrettán, meirihlutinn strákar. Einn þeirra, Omar al Khattab Mohammad, ferðast með fiðlu í handfarangri og tók hana reglulega upp og spilaði lög fyrir gesti flugstöðvarinnar í París, þar sem millilent var á leiðinni.Í spilaranum hér að ofan má heyra Omar spreyta sig á afmælissöngnum. Í hvert skipti sem hann spilar lítið lag, fær hann góðar undirtektir gesta sem bíða eftir flugi og hann brosir út að eyrum afar stoltur. Nokkrir flóttamannanna tala góða ensku. Faðir Omars sem spilar svo laglega á fiðlu, Khattab al Mohammad, starfaði sem enskukennari og fararstjóri áður en hann flúði Aleppo fyrir fjórum árum síðan. Hann hefur þurft að dvelja í flóttamannabúðum í Beirút þar til nú. Hann á stóra fjölskyldu. Hann, eiginkona hans Halima, sex börn og móðir hans munu búa á Akureyri. „Er mjög kalt þar? “ spyr hann. „Það er reyndar kaldara í París í dag en á Íslandi,“ svarar Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í Velferðarráðuneytinu, sem er komin til Parísar til að fylgja flóttafólkinu í fluginu til Keflavíkur.Khattab var tekinn tali í kvöldfréttum Stöðvar 2 við komuna til Leifsstöðvar í dag.Flugið gekk greiðlega, fyrir utan það að yngsti sonur Khattab varð veikur og kastaði upp. Halima eiginkona hans þiggur gott boð flugþjóns um færa sig fram í flugvélina í þægilegra sæti. Þá voru mörg barnanna uppgefin og galsinn sem þau fundu fyrir á flugvellinum í París vék fyrir þreytunni. Fólkið sem kemur hingað til Íslands hefur búið við ótryggar og erfiðar aðstæður.Flóttafólkinu var fagnað í Leifsstöð og haldin móttaka.Vísir/Anton BrinkLíkur á að enn fleiri sæki um hæli Meira en fjórar milljónir Sýrlendinga hafa flúið stríðsátökin. Flestir leita skjóls í nágrannalöndum, Jórdaníu, Írak og Líbanon. Í Líbanon búa fleiri en milljón Sýrlendingar skráðir hjá flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Í Líbanon hafa alls ekki allir flóttamenn almennan aðgang að heilbrigðiskerfi. Því miður eru allar líkur eru á að umfang vandans muni fara enn vaxandi og þess vegna má líka búast við því að enn fleiri sæki um hæli á Íslandi. Það er talið mikilvægt að aðlögun flóttafólksins takist vel, því fleiri munu koma frá búðunum í Beirút. Þá verður komin ákveðin reynsla á fyrirkomulagið en mikill fjöldi Íslendinga leggur því flóttafólki sem hingað er komið hjálparhönd með einum eða öðrum hætti. Flestar fjölskyldnanna ferðast til Akureyrar, 23 einstaklingar, og tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, 12 einstaklingar. Flóttafólkinu var fagnað í Leifsstöð og haldin móttaka. Eygló Harðardóttir, félags og húsnæðismálaráðherra var þangað komin og forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson auk fulltrúa aðila sem tengjast málefnum flóttafólks og hafa komið að undirbúningi vegna komu fólksins. Þar hélt Khattab stutta ræðu, sýndi teikningar sem börnin höfðu teiknað af fána Íslands og heimalandsins og þakkaði móttökurnar. „Ég hlakka til að kynnast ykkur,“ sagði hann að lokum áður en hann hélt af stað úr Leifsstöð með fjölskyldu sinni á vit nýs lífs á Íslandi. Tengdar fréttir Þreyttur en alsæll hópur flóttafólks kominn á leiðarenda Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á sex sýrlenskum fjölskyldum. 19. janúar 2016 20:45 „Við hlökkum til að fá ykkur í þennan litla en góða hóp sem Íslendingar eru“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Eygló Harðardóttir tóku á móti hópi sýrlenskra flóttamanna á Leifsstöð nú í dag. 19. janúar 2016 17:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Glaðlegir krakkar settu sterkan svip á sýrlenska flóttamannahópinn sem ferðaðist í dag frá Líbanon til Íslands. Þau eru alls þrettán, meirihlutinn strákar. Einn þeirra, Omar al Khattab Mohammad, ferðast með fiðlu í handfarangri og tók hana reglulega upp og spilaði lög fyrir gesti flugstöðvarinnar í París, þar sem millilent var á leiðinni.Í spilaranum hér að ofan má heyra Omar spreyta sig á afmælissöngnum. Í hvert skipti sem hann spilar lítið lag, fær hann góðar undirtektir gesta sem bíða eftir flugi og hann brosir út að eyrum afar stoltur. Nokkrir flóttamannanna tala góða ensku. Faðir Omars sem spilar svo laglega á fiðlu, Khattab al Mohammad, starfaði sem enskukennari og fararstjóri áður en hann flúði Aleppo fyrir fjórum árum síðan. Hann hefur þurft að dvelja í flóttamannabúðum í Beirút þar til nú. Hann á stóra fjölskyldu. Hann, eiginkona hans Halima, sex börn og móðir hans munu búa á Akureyri. „Er mjög kalt þar? “ spyr hann. „Það er reyndar kaldara í París í dag en á Íslandi,“ svarar Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í Velferðarráðuneytinu, sem er komin til Parísar til að fylgja flóttafólkinu í fluginu til Keflavíkur.Khattab var tekinn tali í kvöldfréttum Stöðvar 2 við komuna til Leifsstöðvar í dag.Flugið gekk greiðlega, fyrir utan það að yngsti sonur Khattab varð veikur og kastaði upp. Halima eiginkona hans þiggur gott boð flugþjóns um færa sig fram í flugvélina í þægilegra sæti. Þá voru mörg barnanna uppgefin og galsinn sem þau fundu fyrir á flugvellinum í París vék fyrir þreytunni. Fólkið sem kemur hingað til Íslands hefur búið við ótryggar og erfiðar aðstæður.Flóttafólkinu var fagnað í Leifsstöð og haldin móttaka.Vísir/Anton BrinkLíkur á að enn fleiri sæki um hæli Meira en fjórar milljónir Sýrlendinga hafa flúið stríðsátökin. Flestir leita skjóls í nágrannalöndum, Jórdaníu, Írak og Líbanon. Í Líbanon búa fleiri en milljón Sýrlendingar skráðir hjá flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Í Líbanon hafa alls ekki allir flóttamenn almennan aðgang að heilbrigðiskerfi. Því miður eru allar líkur eru á að umfang vandans muni fara enn vaxandi og þess vegna má líka búast við því að enn fleiri sæki um hæli á Íslandi. Það er talið mikilvægt að aðlögun flóttafólksins takist vel, því fleiri munu koma frá búðunum í Beirút. Þá verður komin ákveðin reynsla á fyrirkomulagið en mikill fjöldi Íslendinga leggur því flóttafólki sem hingað er komið hjálparhönd með einum eða öðrum hætti. Flestar fjölskyldnanna ferðast til Akureyrar, 23 einstaklingar, og tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, 12 einstaklingar. Flóttafólkinu var fagnað í Leifsstöð og haldin móttaka. Eygló Harðardóttir, félags og húsnæðismálaráðherra var þangað komin og forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson auk fulltrúa aðila sem tengjast málefnum flóttafólks og hafa komið að undirbúningi vegna komu fólksins. Þar hélt Khattab stutta ræðu, sýndi teikningar sem börnin höfðu teiknað af fána Íslands og heimalandsins og þakkaði móttökurnar. „Ég hlakka til að kynnast ykkur,“ sagði hann að lokum áður en hann hélt af stað úr Leifsstöð með fjölskyldu sinni á vit nýs lífs á Íslandi.
Tengdar fréttir Þreyttur en alsæll hópur flóttafólks kominn á leiðarenda Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á sex sýrlenskum fjölskyldum. 19. janúar 2016 20:45 „Við hlökkum til að fá ykkur í þennan litla en góða hóp sem Íslendingar eru“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Eygló Harðardóttir tóku á móti hópi sýrlenskra flóttamanna á Leifsstöð nú í dag. 19. janúar 2016 17:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Þreyttur en alsæll hópur flóttafólks kominn á leiðarenda Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á sex sýrlenskum fjölskyldum. 19. janúar 2016 20:45
„Við hlökkum til að fá ykkur í þennan litla en góða hóp sem Íslendingar eru“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Eygló Harðardóttir tóku á móti hópi sýrlenskra flóttamanna á Leifsstöð nú í dag. 19. janúar 2016 17:25