Flóttamönnunum fylgt til Íslands: Omar gladdi flugfarþega í París með fiðluleik Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 19. janúar 2016 23:15 Glaðlegir krakkar settu sterkan svip á sýrlenska flóttamannahópinn sem ferðaðist í dag frá Líbanon til Íslands. Þau eru alls þrettán, meirihlutinn strákar. Einn þeirra, Omar al Khattab Mohammad, ferðast með fiðlu í handfarangri og tók hana reglulega upp og spilaði lög fyrir gesti flugstöðvarinnar í París, þar sem millilent var á leiðinni.Í spilaranum hér að ofan má heyra Omar spreyta sig á afmælissöngnum. Í hvert skipti sem hann spilar lítið lag, fær hann góðar undirtektir gesta sem bíða eftir flugi og hann brosir út að eyrum afar stoltur. Nokkrir flóttamannanna tala góða ensku. Faðir Omars sem spilar svo laglega á fiðlu, Khattab al Mohammad, starfaði sem enskukennari og fararstjóri áður en hann flúði Aleppo fyrir fjórum árum síðan. Hann hefur þurft að dvelja í flóttamannabúðum í Beirút þar til nú. Hann á stóra fjölskyldu. Hann, eiginkona hans Halima, sex börn og móðir hans munu búa á Akureyri. „Er mjög kalt þar? “ spyr hann. „Það er reyndar kaldara í París í dag en á Íslandi,“ svarar Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í Velferðarráðuneytinu, sem er komin til Parísar til að fylgja flóttafólkinu í fluginu til Keflavíkur.Khattab var tekinn tali í kvöldfréttum Stöðvar 2 við komuna til Leifsstöðvar í dag.Flugið gekk greiðlega, fyrir utan það að yngsti sonur Khattab varð veikur og kastaði upp. Halima eiginkona hans þiggur gott boð flugþjóns um færa sig fram í flugvélina í þægilegra sæti. Þá voru mörg barnanna uppgefin og galsinn sem þau fundu fyrir á flugvellinum í París vék fyrir þreytunni. Fólkið sem kemur hingað til Íslands hefur búið við ótryggar og erfiðar aðstæður.Flóttafólkinu var fagnað í Leifsstöð og haldin móttaka.Vísir/Anton BrinkLíkur á að enn fleiri sæki um hæli Meira en fjórar milljónir Sýrlendinga hafa flúið stríðsátökin. Flestir leita skjóls í nágrannalöndum, Jórdaníu, Írak og Líbanon. Í Líbanon búa fleiri en milljón Sýrlendingar skráðir hjá flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Í Líbanon hafa alls ekki allir flóttamenn almennan aðgang að heilbrigðiskerfi. Því miður eru allar líkur eru á að umfang vandans muni fara enn vaxandi og þess vegna má líka búast við því að enn fleiri sæki um hæli á Íslandi. Það er talið mikilvægt að aðlögun flóttafólksins takist vel, því fleiri munu koma frá búðunum í Beirút. Þá verður komin ákveðin reynsla á fyrirkomulagið en mikill fjöldi Íslendinga leggur því flóttafólki sem hingað er komið hjálparhönd með einum eða öðrum hætti. Flestar fjölskyldnanna ferðast til Akureyrar, 23 einstaklingar, og tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, 12 einstaklingar. Flóttafólkinu var fagnað í Leifsstöð og haldin móttaka. Eygló Harðardóttir, félags og húsnæðismálaráðherra var þangað komin og forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson auk fulltrúa aðila sem tengjast málefnum flóttafólks og hafa komið að undirbúningi vegna komu fólksins. Þar hélt Khattab stutta ræðu, sýndi teikningar sem börnin höfðu teiknað af fána Íslands og heimalandsins og þakkaði móttökurnar. „Ég hlakka til að kynnast ykkur,“ sagði hann að lokum áður en hann hélt af stað úr Leifsstöð með fjölskyldu sinni á vit nýs lífs á Íslandi. Tengdar fréttir Þreyttur en alsæll hópur flóttafólks kominn á leiðarenda Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á sex sýrlenskum fjölskyldum. 19. janúar 2016 20:45 „Við hlökkum til að fá ykkur í þennan litla en góða hóp sem Íslendingar eru“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Eygló Harðardóttir tóku á móti hópi sýrlenskra flóttamanna á Leifsstöð nú í dag. 19. janúar 2016 17:25 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Glaðlegir krakkar settu sterkan svip á sýrlenska flóttamannahópinn sem ferðaðist í dag frá Líbanon til Íslands. Þau eru alls þrettán, meirihlutinn strákar. Einn þeirra, Omar al Khattab Mohammad, ferðast með fiðlu í handfarangri og tók hana reglulega upp og spilaði lög fyrir gesti flugstöðvarinnar í París, þar sem millilent var á leiðinni.Í spilaranum hér að ofan má heyra Omar spreyta sig á afmælissöngnum. Í hvert skipti sem hann spilar lítið lag, fær hann góðar undirtektir gesta sem bíða eftir flugi og hann brosir út að eyrum afar stoltur. Nokkrir flóttamannanna tala góða ensku. Faðir Omars sem spilar svo laglega á fiðlu, Khattab al Mohammad, starfaði sem enskukennari og fararstjóri áður en hann flúði Aleppo fyrir fjórum árum síðan. Hann hefur þurft að dvelja í flóttamannabúðum í Beirút þar til nú. Hann á stóra fjölskyldu. Hann, eiginkona hans Halima, sex börn og móðir hans munu búa á Akureyri. „Er mjög kalt þar? “ spyr hann. „Það er reyndar kaldara í París í dag en á Íslandi,“ svarar Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í Velferðarráðuneytinu, sem er komin til Parísar til að fylgja flóttafólkinu í fluginu til Keflavíkur.Khattab var tekinn tali í kvöldfréttum Stöðvar 2 við komuna til Leifsstöðvar í dag.Flugið gekk greiðlega, fyrir utan það að yngsti sonur Khattab varð veikur og kastaði upp. Halima eiginkona hans þiggur gott boð flugþjóns um færa sig fram í flugvélina í þægilegra sæti. Þá voru mörg barnanna uppgefin og galsinn sem þau fundu fyrir á flugvellinum í París vék fyrir þreytunni. Fólkið sem kemur hingað til Íslands hefur búið við ótryggar og erfiðar aðstæður.Flóttafólkinu var fagnað í Leifsstöð og haldin móttaka.Vísir/Anton BrinkLíkur á að enn fleiri sæki um hæli Meira en fjórar milljónir Sýrlendinga hafa flúið stríðsátökin. Flestir leita skjóls í nágrannalöndum, Jórdaníu, Írak og Líbanon. Í Líbanon búa fleiri en milljón Sýrlendingar skráðir hjá flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna. Í Líbanon hafa alls ekki allir flóttamenn almennan aðgang að heilbrigðiskerfi. Því miður eru allar líkur eru á að umfang vandans muni fara enn vaxandi og þess vegna má líka búast við því að enn fleiri sæki um hæli á Íslandi. Það er talið mikilvægt að aðlögun flóttafólksins takist vel, því fleiri munu koma frá búðunum í Beirút. Þá verður komin ákveðin reynsla á fyrirkomulagið en mikill fjöldi Íslendinga leggur því flóttafólki sem hingað er komið hjálparhönd með einum eða öðrum hætti. Flestar fjölskyldnanna ferðast til Akureyrar, 23 einstaklingar, og tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, 12 einstaklingar. Flóttafólkinu var fagnað í Leifsstöð og haldin móttaka. Eygló Harðardóttir, félags og húsnæðismálaráðherra var þangað komin og forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson auk fulltrúa aðila sem tengjast málefnum flóttafólks og hafa komið að undirbúningi vegna komu fólksins. Þar hélt Khattab stutta ræðu, sýndi teikningar sem börnin höfðu teiknað af fána Íslands og heimalandsins og þakkaði móttökurnar. „Ég hlakka til að kynnast ykkur,“ sagði hann að lokum áður en hann hélt af stað úr Leifsstöð með fjölskyldu sinni á vit nýs lífs á Íslandi.
Tengdar fréttir Þreyttur en alsæll hópur flóttafólks kominn á leiðarenda Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á sex sýrlenskum fjölskyldum. 19. janúar 2016 20:45 „Við hlökkum til að fá ykkur í þennan litla en góða hóp sem Íslendingar eru“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Eygló Harðardóttir tóku á móti hópi sýrlenskra flóttamanna á Leifsstöð nú í dag. 19. janúar 2016 17:25 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Þreyttur en alsæll hópur flóttafólks kominn á leiðarenda Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á sex sýrlenskum fjölskyldum. 19. janúar 2016 20:45
„Við hlökkum til að fá ykkur í þennan litla en góða hóp sem Íslendingar eru“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Eygló Harðardóttir tóku á móti hópi sýrlenskra flóttamanna á Leifsstöð nú í dag. 19. janúar 2016 17:25