Faðir Einars Arnar: „Gætir þú fyrirgefið einhverjum manni sem hefði myrt barnið þitt?“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. janúar 2016 18:30 Faðir Einars Arnar Birgissonar segir ekki tímabært að morðingi sonar hans endurheimti málflutningsréttindi sín. Gera þurfi greinarmun á alvarleika brota í því samhengi. Fjölskylda Einars mun á næstunni senda yfirlýsingu til lögmannafélagsins þar sem þau ætla að lýsa áhyggjum sínum af málinu. Kastljós greindi frá því í gærkvöldi að Atla Helgasyni hefði verið veitt uppreist æru af innanríkisráðuneytinu. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi árið 2001 fyrir morðið á Einari Erni Birgissyni og sat inni í tíu ár. Hann hefur síðan þá starfað á lögmannstofu í Kópavogi en sækir nú um að fá málfutningsréttindi sín aftur. „Maður skilur það vel að sumir ná að fara í fangelsi og ná að verða betri menn og til þess er ætlast,“ segir Birgir Örn Birgisson, faðir Einars Arnar. „En ég sé ekki að það sé kominn tími á að hann fái þessi réttindi nú þegar. Mér finnst þetta ekki tímabært. Þó ég sé ekki kunnugur lögum í þessum málum, þá finnst mér að það þurfi að gera greinarmun á alvarleika málanna.“Birgir Örn Birgisson, faðir Einars Arnar.VísirFjölskyldan efast um að Atli uppfylli kröfur til að endurheimta málflutningsréttindi. Þau munu á næstu dögum senda bréf til lögmannafélagsins vegna málsins. „Þegar við heyrðum viðtal við formann Lögmannafélagsins í gær, þá kom fram að Atli hefði þurft að uppfylla ákveðin skilyrði til þess að þeir myndu samþykkja hann aftur,“ segir Birgir Örn. „Við teljum að enginn þeirra punkta sem þar komu fram eigi við. Við sjáum ekki í fljótu bragði að þetta sé að fara að ganga einn, tveir og þrír.“ Málið er eitt umtalaðasta sakamál síðari ára og vakti mikinn óhug, meðal annars vegna þess að Atli tók virkan þátt í leitinni að Einari og mætti í minningarathöfn um hann áður en hann játaði að hafa orðið honum að bana.Hafið þið fyrirgefið honum?„Ekki ég og ég á ekki von á því að börnin mín hafi fyrirgefið honum neitt,“ segir Birgir Örn. „Ég vil samt taka það skýrt fram að við erum ekki að þjást af verulegri heift eða reiði. Við erum að reyna að horfa skynsamlega á málin en ég myndi bara spyrja til baka, gætir þú fyrirgefið einhverjum manni sem hefði myrt barnið þitt?“ Tengdar fréttir Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48 Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æru Á umsóknina þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang og svo vottorð um góða hegðun frá tveimur valinkunnum einstaklingum. 19. janúar 2016 11:19 Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55 Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Faðir Einars Arnar Birgissonar segir ekki tímabært að morðingi sonar hans endurheimti málflutningsréttindi sín. Gera þurfi greinarmun á alvarleika brota í því samhengi. Fjölskylda Einars mun á næstunni senda yfirlýsingu til lögmannafélagsins þar sem þau ætla að lýsa áhyggjum sínum af málinu. Kastljós greindi frá því í gærkvöldi að Atla Helgasyni hefði verið veitt uppreist æru af innanríkisráðuneytinu. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi árið 2001 fyrir morðið á Einari Erni Birgissyni og sat inni í tíu ár. Hann hefur síðan þá starfað á lögmannstofu í Kópavogi en sækir nú um að fá málfutningsréttindi sín aftur. „Maður skilur það vel að sumir ná að fara í fangelsi og ná að verða betri menn og til þess er ætlast,“ segir Birgir Örn Birgisson, faðir Einars Arnar. „En ég sé ekki að það sé kominn tími á að hann fái þessi réttindi nú þegar. Mér finnst þetta ekki tímabært. Þó ég sé ekki kunnugur lögum í þessum málum, þá finnst mér að það þurfi að gera greinarmun á alvarleika málanna.“Birgir Örn Birgisson, faðir Einars Arnar.VísirFjölskyldan efast um að Atli uppfylli kröfur til að endurheimta málflutningsréttindi. Þau munu á næstu dögum senda bréf til lögmannafélagsins vegna málsins. „Þegar við heyrðum viðtal við formann Lögmannafélagsins í gær, þá kom fram að Atli hefði þurft að uppfylla ákveðin skilyrði til þess að þeir myndu samþykkja hann aftur,“ segir Birgir Örn. „Við teljum að enginn þeirra punkta sem þar komu fram eigi við. Við sjáum ekki í fljótu bragði að þetta sé að fara að ganga einn, tveir og þrír.“ Málið er eitt umtalaðasta sakamál síðari ára og vakti mikinn óhug, meðal annars vegna þess að Atli tók virkan þátt í leitinni að Einari og mætti í minningarathöfn um hann áður en hann játaði að hafa orðið honum að bana.Hafið þið fyrirgefið honum?„Ekki ég og ég á ekki von á því að börnin mín hafi fyrirgefið honum neitt,“ segir Birgir Örn. „Ég vil samt taka það skýrt fram að við erum ekki að þjást af verulegri heift eða reiði. Við erum að reyna að horfa skynsamlega á málin en ég myndi bara spyrja til baka, gætir þú fyrirgefið einhverjum manni sem hefði myrt barnið þitt?“
Tengdar fréttir Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48 Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æru Á umsóknina þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang og svo vottorð um góða hegðun frá tveimur valinkunnum einstaklingum. 19. janúar 2016 11:19 Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55 Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48
Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æru Á umsóknina þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang og svo vottorð um góða hegðun frá tveimur valinkunnum einstaklingum. 19. janúar 2016 11:19
Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55
Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47
Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00