Faðir Einars Arnar: „Gætir þú fyrirgefið einhverjum manni sem hefði myrt barnið þitt?“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. janúar 2016 18:30 Faðir Einars Arnar Birgissonar segir ekki tímabært að morðingi sonar hans endurheimti málflutningsréttindi sín. Gera þurfi greinarmun á alvarleika brota í því samhengi. Fjölskylda Einars mun á næstunni senda yfirlýsingu til lögmannafélagsins þar sem þau ætla að lýsa áhyggjum sínum af málinu. Kastljós greindi frá því í gærkvöldi að Atla Helgasyni hefði verið veitt uppreist æru af innanríkisráðuneytinu. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi árið 2001 fyrir morðið á Einari Erni Birgissyni og sat inni í tíu ár. Hann hefur síðan þá starfað á lögmannstofu í Kópavogi en sækir nú um að fá málfutningsréttindi sín aftur. „Maður skilur það vel að sumir ná að fara í fangelsi og ná að verða betri menn og til þess er ætlast,“ segir Birgir Örn Birgisson, faðir Einars Arnar. „En ég sé ekki að það sé kominn tími á að hann fái þessi réttindi nú þegar. Mér finnst þetta ekki tímabært. Þó ég sé ekki kunnugur lögum í þessum málum, þá finnst mér að það þurfi að gera greinarmun á alvarleika málanna.“Birgir Örn Birgisson, faðir Einars Arnar.VísirFjölskyldan efast um að Atli uppfylli kröfur til að endurheimta málflutningsréttindi. Þau munu á næstu dögum senda bréf til lögmannafélagsins vegna málsins. „Þegar við heyrðum viðtal við formann Lögmannafélagsins í gær, þá kom fram að Atli hefði þurft að uppfylla ákveðin skilyrði til þess að þeir myndu samþykkja hann aftur,“ segir Birgir Örn. „Við teljum að enginn þeirra punkta sem þar komu fram eigi við. Við sjáum ekki í fljótu bragði að þetta sé að fara að ganga einn, tveir og þrír.“ Málið er eitt umtalaðasta sakamál síðari ára og vakti mikinn óhug, meðal annars vegna þess að Atli tók virkan þátt í leitinni að Einari og mætti í minningarathöfn um hann áður en hann játaði að hafa orðið honum að bana.Hafið þið fyrirgefið honum?„Ekki ég og ég á ekki von á því að börnin mín hafi fyrirgefið honum neitt,“ segir Birgir Örn. „Ég vil samt taka það skýrt fram að við erum ekki að þjást af verulegri heift eða reiði. Við erum að reyna að horfa skynsamlega á málin en ég myndi bara spyrja til baka, gætir þú fyrirgefið einhverjum manni sem hefði myrt barnið þitt?“ Tengdar fréttir Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48 Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æru Á umsóknina þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang og svo vottorð um góða hegðun frá tveimur valinkunnum einstaklingum. 19. janúar 2016 11:19 Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55 Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Faðir Einars Arnar Birgissonar segir ekki tímabært að morðingi sonar hans endurheimti málflutningsréttindi sín. Gera þurfi greinarmun á alvarleika brota í því samhengi. Fjölskylda Einars mun á næstunni senda yfirlýsingu til lögmannafélagsins þar sem þau ætla að lýsa áhyggjum sínum af málinu. Kastljós greindi frá því í gærkvöldi að Atla Helgasyni hefði verið veitt uppreist æru af innanríkisráðuneytinu. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi árið 2001 fyrir morðið á Einari Erni Birgissyni og sat inni í tíu ár. Hann hefur síðan þá starfað á lögmannstofu í Kópavogi en sækir nú um að fá málfutningsréttindi sín aftur. „Maður skilur það vel að sumir ná að fara í fangelsi og ná að verða betri menn og til þess er ætlast,“ segir Birgir Örn Birgisson, faðir Einars Arnar. „En ég sé ekki að það sé kominn tími á að hann fái þessi réttindi nú þegar. Mér finnst þetta ekki tímabært. Þó ég sé ekki kunnugur lögum í þessum málum, þá finnst mér að það þurfi að gera greinarmun á alvarleika málanna.“Birgir Örn Birgisson, faðir Einars Arnar.VísirFjölskyldan efast um að Atli uppfylli kröfur til að endurheimta málflutningsréttindi. Þau munu á næstu dögum senda bréf til lögmannafélagsins vegna málsins. „Þegar við heyrðum viðtal við formann Lögmannafélagsins í gær, þá kom fram að Atli hefði þurft að uppfylla ákveðin skilyrði til þess að þeir myndu samþykkja hann aftur,“ segir Birgir Örn. „Við teljum að enginn þeirra punkta sem þar komu fram eigi við. Við sjáum ekki í fljótu bragði að þetta sé að fara að ganga einn, tveir og þrír.“ Málið er eitt umtalaðasta sakamál síðari ára og vakti mikinn óhug, meðal annars vegna þess að Atli tók virkan þátt í leitinni að Einari og mætti í minningarathöfn um hann áður en hann játaði að hafa orðið honum að bana.Hafið þið fyrirgefið honum?„Ekki ég og ég á ekki von á því að börnin mín hafi fyrirgefið honum neitt,“ segir Birgir Örn. „Ég vil samt taka það skýrt fram að við erum ekki að þjást af verulegri heift eða reiði. Við erum að reyna að horfa skynsamlega á málin en ég myndi bara spyrja til baka, gætir þú fyrirgefið einhverjum manni sem hefði myrt barnið þitt?“
Tengdar fréttir Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48 Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æru Á umsóknina þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang og svo vottorð um góða hegðun frá tveimur valinkunnum einstaklingum. 19. janúar 2016 11:19 Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55 Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48
Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æru Á umsóknina þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang og svo vottorð um góða hegðun frá tveimur valinkunnum einstaklingum. 19. janúar 2016 11:19
Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55
Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47
Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00