Forsætisráðherra segir ekki liggja á að selja hlut ríkisins í Landsbankanum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. janúar 2016 16:26 Sigmundur Davíð sagði að treysta þurfi bankasýslunni til að hugsa um hag almennings. Vísir/Valli „Það liggur ekkert á að selja bankann fyrr en menn eru ásáttur um að það sé æskilegt fyrir eigandann,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun um sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum. Sigmundur minnti á að heimild væri til staðar til að selja bankanum og bætti við að það væri í höndum Bankasýslu ríkisins að sjá um söluna. „Ég efast ekki um að bankasýslan muni meta það hvenær og með hvaða hætti æskilegt kann að vera að selja hluti í bankanum,“ sagði hann. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, spurði út í Landsbankasöluna og meðal annars hvort að forsætisráðherra þætti það skynsamleg hugmynd að selja 28 prósenta hlut á þessu ári, líkt og bankasýslan hefur talað um að gera. Sigmundur sagði að þingið væri ekki að selja hlut ríkisins í bankanum, hvorki hann né Helgi sjálfur, og að það yrði að treysta þar til gerðum stofnunum, í þessu tilviki bankasýslunni, til að gæta hagsmuna almennings í málinu. Minnti hann á að fyrri vinstri stjórnin hefði ár eftir ár sett inn samskonar heimild í fjárlög um að hægt væri að selja hlut ríkisins í bankanum. Það var þó ekki hægt að skilja ráðherrann öðruvísi en svo að bankinn yrði seldur. Það er þvert á ályktun flokksþings Framsóknarflokksins sem samþykkti að breyta Landsbankanum í svonefndan samfélagsbanka, í takt við hugmyndir Frosta Sigurjónssonar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar og þingmanns Framsóknarflokksins. Alþingi Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Sjá meira
„Það liggur ekkert á að selja bankann fyrr en menn eru ásáttur um að það sé æskilegt fyrir eigandann,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun um sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum. Sigmundur minnti á að heimild væri til staðar til að selja bankanum og bætti við að það væri í höndum Bankasýslu ríkisins að sjá um söluna. „Ég efast ekki um að bankasýslan muni meta það hvenær og með hvaða hætti æskilegt kann að vera að selja hluti í bankanum,“ sagði hann. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, spurði út í Landsbankasöluna og meðal annars hvort að forsætisráðherra þætti það skynsamleg hugmynd að selja 28 prósenta hlut á þessu ári, líkt og bankasýslan hefur talað um að gera. Sigmundur sagði að þingið væri ekki að selja hlut ríkisins í bankanum, hvorki hann né Helgi sjálfur, og að það yrði að treysta þar til gerðum stofnunum, í þessu tilviki bankasýslunni, til að gæta hagsmuna almennings í málinu. Minnti hann á að fyrri vinstri stjórnin hefði ár eftir ár sett inn samskonar heimild í fjárlög um að hægt væri að selja hlut ríkisins í bankanum. Það var þó ekki hægt að skilja ráðherrann öðruvísi en svo að bankinn yrði seldur. Það er þvert á ályktun flokksþings Framsóknarflokksins sem samþykkti að breyta Landsbankanum í svonefndan samfélagsbanka, í takt við hugmyndir Frosta Sigurjónssonar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar og þingmanns Framsóknarflokksins.
Alþingi Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Sjá meira