Ágreiningur um stærstu málin á vorþingi Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2016 13:14 Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir brýnustu málin á vorþingi vera að koma með lausnir fyrir ungt fólk í húsnæðismálum og tryggja að mistökin við einkavæðingu bankanna á sínum tíma endurtaki sig ekki. Ágreiningur sé um bæði þessi mál milli stjórnarflokkanna. Alþingi kemur saman klukkan hálf tvö í dag að loknu jólaleyfi. Þingfundur hefst á minningarorðum um Málmfríði Sigurðardóttur fyrrverandi þingkonu Kvennalistans sem lést fyrir skömmu. Að þeim loknum hefjast síðan óundirbúnar fyrirspurnir. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir húsnæðismálin mikilvægustu mál vorþingsins. „Við í Samfylkingunni leggjum höfuáherslu á húsnæðismálin og úrræði þar ekki hvað síst fyrir unga fólkið,“ segir Helgi. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur nú þegar lagt fram nokkur af þeim frumvörpum sem stjórnvöld hafa boðað í húsnæðismálum. „Við teljum margt jákvætt í tillögunum þó við vildum ganga lengra. En við höfum kannski meiri áhyggjur af óeiningunni í stjórnarliðinu því svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn, eða að minnsta kosti hluti hans, styðji ekki þessar nauðsynlegu aðgerðir í húsnæðismálum. Þess vegna munum við auðvitað reyna að leggja okkar að mörkum svo stjórnarflokkarnir nái að standa saman um þetta mál,“ segir Helgi. Alþingi hefur nokkur undanfarin ár endurnýjað heimild fjármálaráðherra til að selja 30 prósenta hlut í Landsbankanum og Bjarni Benediktsson hefur sagt að Bankasýsla ríkisins sé að undirbúa þá sölu. „Þar erum við aftur með deilur innan stjórnarflokkanna sem við fylgjumst spennt með. En það hefur líka breyst í því vegna þess að Íslandsbanki er nú kominn í fangið á ríkinu, Það þýðir auðvitað að menn þurfa að endurskoða þau áform sem þeir hafa haft. Við verðum auðvitað að passa mjög vel upp á allt sem gert er með bankana svo sömu mistökin endurtaki sig ekki eins og hentu Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn síðast þegar verið var að einkavæða bankana,“ segir Helgi Hjörvar. Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir brýnustu málin á vorþingi vera að koma með lausnir fyrir ungt fólk í húsnæðismálum og tryggja að mistökin við einkavæðingu bankanna á sínum tíma endurtaki sig ekki. Ágreiningur sé um bæði þessi mál milli stjórnarflokkanna. Alþingi kemur saman klukkan hálf tvö í dag að loknu jólaleyfi. Þingfundur hefst á minningarorðum um Málmfríði Sigurðardóttur fyrrverandi þingkonu Kvennalistans sem lést fyrir skömmu. Að þeim loknum hefjast síðan óundirbúnar fyrirspurnir. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir húsnæðismálin mikilvægustu mál vorþingsins. „Við í Samfylkingunni leggjum höfuáherslu á húsnæðismálin og úrræði þar ekki hvað síst fyrir unga fólkið,“ segir Helgi. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur nú þegar lagt fram nokkur af þeim frumvörpum sem stjórnvöld hafa boðað í húsnæðismálum. „Við teljum margt jákvætt í tillögunum þó við vildum ganga lengra. En við höfum kannski meiri áhyggjur af óeiningunni í stjórnarliðinu því svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn, eða að minnsta kosti hluti hans, styðji ekki þessar nauðsynlegu aðgerðir í húsnæðismálum. Þess vegna munum við auðvitað reyna að leggja okkar að mörkum svo stjórnarflokkarnir nái að standa saman um þetta mál,“ segir Helgi. Alþingi hefur nokkur undanfarin ár endurnýjað heimild fjármálaráðherra til að selja 30 prósenta hlut í Landsbankanum og Bjarni Benediktsson hefur sagt að Bankasýsla ríkisins sé að undirbúa þá sölu. „Þar erum við aftur með deilur innan stjórnarflokkanna sem við fylgjumst spennt með. En það hefur líka breyst í því vegna þess að Íslandsbanki er nú kominn í fangið á ríkinu, Það þýðir auðvitað að menn þurfa að endurskoða þau áform sem þeir hafa haft. Við verðum auðvitað að passa mjög vel upp á allt sem gert er með bankana svo sömu mistökin endurtaki sig ekki eins og hentu Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn síðast þegar verið var að einkavæða bankana,“ segir Helgi Hjörvar.
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira