Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2016 13:00 Aðilar vinnumarkaðarins hafa fyrir sitt leyti nokkurn veginn náð samkomulagi um kjarabætur í samræmi við SALEK samkomulagið umfram þá samninga sem gerðir voru í fyrra. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að hægt yrði að skrifa undir samkomulagið á morgun ef stjórnvöld koma með mótvægisaðgerðir vegna kjarasamnnga sem samtökin sætta sig við. SALEK samkomulaginu svokallaða milli aðila almenna vinnumarkaðrins og stórs hluta opinbera markaðarins er ætlað að tryggja frið á vinnumarkaði næstu þrjú árin og leggja grunninn að nýrri hugmyndafræði við gerð kjarasamninga. Samkomulagið felur í sér töluverðar viðbótar kjarabætur til launafólks umfram það sem samið var um í kjarasamningum á síðasta ári sem felur í sér útgjaldaauka fyrir atvinnulífið. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir samtökin hafa átt í viðræðum við forystu Alþýðusambandsins á undanförnum vikum og það standi ekki mikið útaf á þeim vettvangi. „En hins vegar höfum við sagt það skýrt allan tímann að samkomulag væri á endanum háð því að samkomulag næðist við stjórnvöld um mótvægisaðgerðir á móti þessum miklu launahækkunum sem þetta samkomulag felur í sér,“ segir Þorsteinn. Verði samkomulagið að veruleika muni mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði launafólks hækka um 3,5 prósentustig og almenn laun um u.þ.b. 2,5 prósent á samningstímanum, umfram það sem samið var um í kjarasamningum á síðasta ári. Samtök atvinnulífsins hafa lagt höfuð áherslu á að tryggingagjald fyrirtækja verði lækkað til að mæta auknum launaútgjöldum fyrirtækja. En gjaldið var hækkað umtalsvert eftir efnahagshrunið til að mæta kostnaði við aukið atvinnuleysi. Við gerð fjárlaga þessa árs var tryggingagjaldið hins vegar óbreytt en ef mæta ætti ítrustu kröfum atvinnulífsinsum um lækkun gjaldsins myndi það kosta ríkissjóð 13 til 14 milljarða króna. Þorsteinn segir að ef stjórnvöld komi til móts við atvinnulífið sé ekkert því til fyrirstöðu að undirrita nýja samninga á grundvelli SALEK samkomulagsins.Gætuð þið búið við það ef stjórnvöld ef stjórnvöld lofa að taka ákveðin skref varðandi tryggingagjaldið á næsta og þarnæsta ári? „Við höfum horft til þess að það kæmi einhver lækkun til á þessu ári. Ég tel það mjög vel framkvæmanlegt þótt fjárlög hafi verið afgreidd án slíkrar lækkunar. En stóra málið er auðvitað hvert heildarumfangið yrði á heildarlækkun tryggingargjaldsins á gildistíma kjarasamningsins. Þar bíðum við eftir útspili stjórnvalda,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Sjá meira
Aðilar vinnumarkaðarins hafa fyrir sitt leyti nokkurn veginn náð samkomulagi um kjarabætur í samræmi við SALEK samkomulagið umfram þá samninga sem gerðir voru í fyrra. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að hægt yrði að skrifa undir samkomulagið á morgun ef stjórnvöld koma með mótvægisaðgerðir vegna kjarasamnnga sem samtökin sætta sig við. SALEK samkomulaginu svokallaða milli aðila almenna vinnumarkaðrins og stórs hluta opinbera markaðarins er ætlað að tryggja frið á vinnumarkaði næstu þrjú árin og leggja grunninn að nýrri hugmyndafræði við gerð kjarasamninga. Samkomulagið felur í sér töluverðar viðbótar kjarabætur til launafólks umfram það sem samið var um í kjarasamningum á síðasta ári sem felur í sér útgjaldaauka fyrir atvinnulífið. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir samtökin hafa átt í viðræðum við forystu Alþýðusambandsins á undanförnum vikum og það standi ekki mikið útaf á þeim vettvangi. „En hins vegar höfum við sagt það skýrt allan tímann að samkomulag væri á endanum háð því að samkomulag næðist við stjórnvöld um mótvægisaðgerðir á móti þessum miklu launahækkunum sem þetta samkomulag felur í sér,“ segir Þorsteinn. Verði samkomulagið að veruleika muni mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði launafólks hækka um 3,5 prósentustig og almenn laun um u.þ.b. 2,5 prósent á samningstímanum, umfram það sem samið var um í kjarasamningum á síðasta ári. Samtök atvinnulífsins hafa lagt höfuð áherslu á að tryggingagjald fyrirtækja verði lækkað til að mæta auknum launaútgjöldum fyrirtækja. En gjaldið var hækkað umtalsvert eftir efnahagshrunið til að mæta kostnaði við aukið atvinnuleysi. Við gerð fjárlaga þessa árs var tryggingagjaldið hins vegar óbreytt en ef mæta ætti ítrustu kröfum atvinnulífsinsum um lækkun gjaldsins myndi það kosta ríkissjóð 13 til 14 milljarða króna. Þorsteinn segir að ef stjórnvöld komi til móts við atvinnulífið sé ekkert því til fyrirstöðu að undirrita nýja samninga á grundvelli SALEK samkomulagsins.Gætuð þið búið við það ef stjórnvöld ef stjórnvöld lofa að taka ákveðin skref varðandi tryggingagjaldið á næsta og þarnæsta ári? „Við höfum horft til þess að það kæmi einhver lækkun til á þessu ári. Ég tel það mjög vel framkvæmanlegt þótt fjárlög hafi verið afgreidd án slíkrar lækkunar. En stóra málið er auðvitað hvert heildarumfangið yrði á heildarlækkun tryggingargjaldsins á gildistíma kjarasamningsins. Þar bíðum við eftir útspili stjórnvalda,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Sjá meira