Hræðsluáróður afturhaldssamra eða alltof mikill fórnarkostnaður? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2016 11:23 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins. Vísir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, eru á öndverðum meiði þegar kemur að umræðunni um að heimila sölu á áfengi í matvöruverslunum. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á málinu og tókust þau Áslaug og Kári á í Íslandi í dag í gærkvöldi. „Þetta er auðvitað eðlilegt framfaramál, mál sem þarf að komast í gegn þótt þetta sé ekki forgangsmál hjá einum né neinum,“ sagði Áslaug Arna sem telur ekki hlutverk ríkisins að reka slíkan rekstur. Ótækt sé að það kosti ríkið háa fjármuni að reka verslanirnar eins og staðan sé nú.Fréttaskýring:Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Kári er sammála Áslaugu Örnu að ríkið þurfi ekki að sjá um sölu á áfengi. Hans forsendur eru þó nokkuð aðrar en Áslaugar. „Mér finnst dálítil þversögn í því að ríki sem er að dæma menn í langar fangelsisvistir fyrir að selja eitt dóp sé að selja annað dóp. Ég held að það sé ekkert að því að ríkið selji ÁTVR eða einstakar verslanir,“ sagði Kári. „Þetta mál er orðið útrætt og þarf ekkert að ræða það frekar. Það hlýtur að vera komið að því í lýðræðisþjóðfélaginu sem við búum í að fólk fari að vilja kjósa um þetta,“ sagði Áslaug Arna.Vilhjálmur Árnason er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og sá sem mælir fyrir frumvarpi um að koma áfengi í matvöruverslanir.VÍSIR/ANTON BRINKBetra að selja ÁTVR en Landsbankann Kári var alls ekki sammála því að málið hlyti að vera útrætt. „Það er búið að sýna annars staðar að með því að flytja áfengi í matvöruverslanir eykurðu notkun og sölu og eykur þar af leiðandi þau heilsuvandamál sem af þeim stafa,“ sagði Kári. „Fíknissjúkdómar, alkóhólismi og svipaðir sjúkdómar eru alvarlegustu sjúkdómar ungs fólks á Íslandi. Þetta er mjög alvarlegt heilsuvandamál. Það er mjög mikilvægt lýðheilsuverkefni að sjá til þess að áfengi fari ekki inn í matvöruveslanir.“ Kári benti á að þótt aðgengi sé nokkuð gott að áfengi á Íslandi þá sé það í sérstökum verslunum sem fólk fer inn í í þeim tilgangi að kaupa áfengi. „Ef þú setur í matvöruverslanir verður það fyrir augunum á þeim sem að eru að reyna að halda sig frá áfengi en þurfa að fara inn í matvöruverslanir til að kaupa sér mat.“ Hins vegar megi alveg velta fyrir sér að ríkið selji verslanirnar. Það hefði líklega verið betri hugmynd en að selja Landsbankann að mati Kára. Áfengið ætti samt að vera í sérverslunum. „Þetta er spurning um hvernig við hlúum að lösnu fólki í okkar samfélagi, ungu fólki í okkar samfélagi og reynum að koma í veg fyrir þann vanda sem hlýst af áfengissýki og annarri fíkn.“Þessir mættu í ÁTVR þann 1. mars 1989 og keyptu sér bjór.Vísir/GVASami hræðsluáróður og áður Áslaug lýsti skoðunum Kára að einhverju leyti sem hræðsluáróðri, að fólk verði galið af því að fara inn í matvöruverslun og sjá áfengi. Hræðsluáróðurinn væri á pari við það sem var í aðdraganda þess að bjórbanninu var aflétt, litasjónvörp komu á dagskrá og öðrum en ríkinu var leyft að vera með útvarpssendingar. „Þetta er nákvæmlega sami hræðsluáróðurinn frá fólki sem er afturhaldssamt.“ Kári kallaði röksemdir Áslaugar hlægilegar og fáránlegar þar sem búið væri að sýna fram á að með tilfærslu í matvöruverslanir aukist sala. Það væri ekki fórnarkostnaður sem væri þess virði að færa að færa áfengið í matvöruverslanir til að spara ríkinu pening. Áslaug var hins vegar þeirrar skoðunar að forvarnir og fræðsla væri ástæða þess að dregið hefði úr áfengisneyslu eins og tölur SÁÁ sýni. Tengdar fréttir Forstjóri Haga segir fyrirtækið koma hvergi nærri áfengisfrumvarpinu "Sú aðdróttun sem kom fram í umræddum útvarpsþætti er ómakleg og ósönn,“ segir forstjórinn um ummæli Kára Stefánssonar í Sprengisandi. 17. janúar 2016 14:04 Kári Stefánsson: Líklegra að fólk kjósi Sjálfstæðisflokkinn ef það er ölvað Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar baunar á „atkvæðasmölun“ Sjálfstæðisflokksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 18. september 2015 10:17 Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00 Átök á Sprengisandi: Kári Stefánsson sagði kollega Vilhjálms hafa haldið því fram að Hagar hefðu samið áfengisfrumvarpið Vilhjálmur sagðist hafa meiri trú á því að viðkomandi þingmaður hefði verið úr Framsóknarflokknum. 17. janúar 2016 11:58 Áfengisfrumvarpið hefur tafið önnur mál í þinginu Umræðan hefur tekið fjórtán til fimmtán klukkustundir, segir forseti þingsins. 24. nóvember 2015 15:40 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, eru á öndverðum meiði þegar kemur að umræðunni um að heimila sölu á áfengi í matvöruverslunum. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á málinu og tókust þau Áslaug og Kári á í Íslandi í dag í gærkvöldi. „Þetta er auðvitað eðlilegt framfaramál, mál sem þarf að komast í gegn þótt þetta sé ekki forgangsmál hjá einum né neinum,“ sagði Áslaug Arna sem telur ekki hlutverk ríkisins að reka slíkan rekstur. Ótækt sé að það kosti ríkið háa fjármuni að reka verslanirnar eins og staðan sé nú.Fréttaskýring:Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Kári er sammála Áslaugu Örnu að ríkið þurfi ekki að sjá um sölu á áfengi. Hans forsendur eru þó nokkuð aðrar en Áslaugar. „Mér finnst dálítil þversögn í því að ríki sem er að dæma menn í langar fangelsisvistir fyrir að selja eitt dóp sé að selja annað dóp. Ég held að það sé ekkert að því að ríkið selji ÁTVR eða einstakar verslanir,“ sagði Kári. „Þetta mál er orðið útrætt og þarf ekkert að ræða það frekar. Það hlýtur að vera komið að því í lýðræðisþjóðfélaginu sem við búum í að fólk fari að vilja kjósa um þetta,“ sagði Áslaug Arna.Vilhjálmur Árnason er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og sá sem mælir fyrir frumvarpi um að koma áfengi í matvöruverslanir.VÍSIR/ANTON BRINKBetra að selja ÁTVR en Landsbankann Kári var alls ekki sammála því að málið hlyti að vera útrætt. „Það er búið að sýna annars staðar að með því að flytja áfengi í matvöruverslanir eykurðu notkun og sölu og eykur þar af leiðandi þau heilsuvandamál sem af þeim stafa,“ sagði Kári. „Fíknissjúkdómar, alkóhólismi og svipaðir sjúkdómar eru alvarlegustu sjúkdómar ungs fólks á Íslandi. Þetta er mjög alvarlegt heilsuvandamál. Það er mjög mikilvægt lýðheilsuverkefni að sjá til þess að áfengi fari ekki inn í matvöruveslanir.“ Kári benti á að þótt aðgengi sé nokkuð gott að áfengi á Íslandi þá sé það í sérstökum verslunum sem fólk fer inn í í þeim tilgangi að kaupa áfengi. „Ef þú setur í matvöruverslanir verður það fyrir augunum á þeim sem að eru að reyna að halda sig frá áfengi en þurfa að fara inn í matvöruverslanir til að kaupa sér mat.“ Hins vegar megi alveg velta fyrir sér að ríkið selji verslanirnar. Það hefði líklega verið betri hugmynd en að selja Landsbankann að mati Kára. Áfengið ætti samt að vera í sérverslunum. „Þetta er spurning um hvernig við hlúum að lösnu fólki í okkar samfélagi, ungu fólki í okkar samfélagi og reynum að koma í veg fyrir þann vanda sem hlýst af áfengissýki og annarri fíkn.“Þessir mættu í ÁTVR þann 1. mars 1989 og keyptu sér bjór.Vísir/GVASami hræðsluáróður og áður Áslaug lýsti skoðunum Kára að einhverju leyti sem hræðsluáróðri, að fólk verði galið af því að fara inn í matvöruverslun og sjá áfengi. Hræðsluáróðurinn væri á pari við það sem var í aðdraganda þess að bjórbanninu var aflétt, litasjónvörp komu á dagskrá og öðrum en ríkinu var leyft að vera með útvarpssendingar. „Þetta er nákvæmlega sami hræðsluáróðurinn frá fólki sem er afturhaldssamt.“ Kári kallaði röksemdir Áslaugar hlægilegar og fáránlegar þar sem búið væri að sýna fram á að með tilfærslu í matvöruverslanir aukist sala. Það væri ekki fórnarkostnaður sem væri þess virði að færa að færa áfengið í matvöruverslanir til að spara ríkinu pening. Áslaug var hins vegar þeirrar skoðunar að forvarnir og fræðsla væri ástæða þess að dregið hefði úr áfengisneyslu eins og tölur SÁÁ sýni.
Tengdar fréttir Forstjóri Haga segir fyrirtækið koma hvergi nærri áfengisfrumvarpinu "Sú aðdróttun sem kom fram í umræddum útvarpsþætti er ómakleg og ósönn,“ segir forstjórinn um ummæli Kára Stefánssonar í Sprengisandi. 17. janúar 2016 14:04 Kári Stefánsson: Líklegra að fólk kjósi Sjálfstæðisflokkinn ef það er ölvað Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar baunar á „atkvæðasmölun“ Sjálfstæðisflokksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 18. september 2015 10:17 Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00 Átök á Sprengisandi: Kári Stefánsson sagði kollega Vilhjálms hafa haldið því fram að Hagar hefðu samið áfengisfrumvarpið Vilhjálmur sagðist hafa meiri trú á því að viðkomandi þingmaður hefði verið úr Framsóknarflokknum. 17. janúar 2016 11:58 Áfengisfrumvarpið hefur tafið önnur mál í þinginu Umræðan hefur tekið fjórtán til fimmtán klukkustundir, segir forseti þingsins. 24. nóvember 2015 15:40 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Forstjóri Haga segir fyrirtækið koma hvergi nærri áfengisfrumvarpinu "Sú aðdróttun sem kom fram í umræddum útvarpsþætti er ómakleg og ósönn,“ segir forstjórinn um ummæli Kára Stefánssonar í Sprengisandi. 17. janúar 2016 14:04
Kári Stefánsson: Líklegra að fólk kjósi Sjálfstæðisflokkinn ef það er ölvað Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar baunar á „atkvæðasmölun“ Sjálfstæðisflokksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 18. september 2015 10:17
Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00
Átök á Sprengisandi: Kári Stefánsson sagði kollega Vilhjálms hafa haldið því fram að Hagar hefðu samið áfengisfrumvarpið Vilhjálmur sagðist hafa meiri trú á því að viðkomandi þingmaður hefði verið úr Framsóknarflokknum. 17. janúar 2016 11:58
Áfengisfrumvarpið hefur tafið önnur mál í þinginu Umræðan hefur tekið fjórtán til fimmtán klukkustundir, segir forseti þingsins. 24. nóvember 2015 15:40