Fótbolti

Blatter enn á launum hjá FIFA

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Sepp Blatter, fráfarandi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, er enn á launum hjá sambandinu þrátt fyrir að hann hafi nýverið verið dæmdur í átta ára bann frá afskiptum af knattspyrnu.

Blatter var fyrst dæmdur í 90 daga tímabundið bann vegna greiðslu FIFA til Michel Platini, forseta UEFA, árið 2011. Báðir voru svo dæmdir í átta ára bann af siðanefnd FIFA í síðasta mánuði.

Blatter hefur verið forseti FIFA síðan 1998 en ætlaði að stíga til hliðar á þessu ári. Nýr forseti verður kjörinn 26. febrúar og hefur talsmaður FIFA staðfest að þangað til muni Blatter halda sínum launum.

Sjá einnig: Helsti aðstoðarmaður Blatter rekinn frá FIFA

Það gera alls fimm mánuði sem að Blatter hefur verið á launum hjá sama sambandi og dæmdi hann í bann. Það var hægt að stöðva bónusgreiðslur til Blatter en ekki launagreiðslur.

„Þar til að nýr forseti hefur verið kjörinn er Hr. Blatter enn réttkjörinn forseti og á því samkvæmt hans samningi rétt á launum,“ sagði talsmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×