Lærisveinar Dags sneru við taflinu í seinni hálfleik Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. janúar 2016 21:13 Dagur Sigurðsson breytti gangi mála. vísir/afp Dagur Sigurðsson stýrði sínum mönnum í þýska landsliðinu til sigurs gegn Svíþjóð í C-riðli Evrópumótsins í handbolta í dag. Leikurinn var taumlaus skemmtun frá upphafi til enda og hafði Þýskaland sigur, 27-26, eftir að vera fjórum mörkum undir í hálfleik. Leikurinn var jafn og spennandi framan af í fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust á að skora. Eftir tæpar 18 mínútur var staðan jöfn, 10-10, og allt stefndi í hörkuleik. En þá tóku við miklar sveiflur. Svíarnir skelltu í lás í vörninni, fengu mikið af auðveldum mörkum, skoruðu sex mörk á móti einu og komust í 16-11. Síðustu þrettán mínútur fyrri hálfleiks skoraði Svíþjóð sjö mörk á móti þremur mörkum Þýskalands og var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Mattias Andersson, hinn magnaði markvörður sænska liðsins, var ósigrandi í markinu seinni hluta fyrri hálfleiks á meðan þýsku markverðirnir klukkuðu ekki bolta. Sveiflurnar héldu svo áfram með látum í seinni hálfleik, en hvað Dagur Sigurðsson sagði við sína menn inn í klefa hlýtur að vera rannsóknarefni. Dagur breytti varnarleiknum og Þjóðverjarnir mættu með látum inni í seinni hálfleik. Þeir skoruðu fimm af sex fyrstu mörkunum og jöfnuðu leikinn í 18-18 eftir fimm mínútur. Þýskaland skoraði ellefu mörk á móti þremur sænskum á fyrstu 15 mínútum seinni hálfleiks og komst fjórum mörkum yfir, 24-20. Átta marka sveifla. Spennan hélt þó áfram því Svíarnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í tvö mörk, 26-24, og aftur í 27-25 þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Dramatíkinni var ekki lokið því Christian Dissinger, stórskytta Þýskalands sem leikur með Kiel, fékk rautt spjald þegar fjórar mínútur voru eftir eftir brot á Viktor Östlund. Fredrik Petersen minnkaði muninn í eitt mark, 27-26, úr vítakastinu. Þjóðverjar voru þarna tveimur færri. Svíarnir náðu ekki að nýta refsitímann og fengu Þjóðverjar gullið tækifæri til að ganga frá leiknum þegar ein mínúta var eftir. Lærisveinar Dags unnu þá boltann í vörninni og fór skyttan Finn Lemke einn í gegn frá miðju. Honum tókst ekki að skora úr hraðaupphlaupinu, en Lemke þrumaði boltanum yfir markið. Svíar fóru því í lokasókn og gátu jafnað metin og tryggt sér eitt stig. Lukas Nilson tók lokaskotið í miklli neyð eftir að þýska vörnin stóð af sér árásir Svíanna. Skotið fór yfir markið og landaði Þýskaland ævintýralegum sigri, 27-26. Þýskaland er með tvö stig í C-riðli líkt og Svíþjóð, en Spánverjar eru á toppnum með þrjú stig og Slóvenar ekkert. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Dagur Sigurðsson stýrði sínum mönnum í þýska landsliðinu til sigurs gegn Svíþjóð í C-riðli Evrópumótsins í handbolta í dag. Leikurinn var taumlaus skemmtun frá upphafi til enda og hafði Þýskaland sigur, 27-26, eftir að vera fjórum mörkum undir í hálfleik. Leikurinn var jafn og spennandi framan af í fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust á að skora. Eftir tæpar 18 mínútur var staðan jöfn, 10-10, og allt stefndi í hörkuleik. En þá tóku við miklar sveiflur. Svíarnir skelltu í lás í vörninni, fengu mikið af auðveldum mörkum, skoruðu sex mörk á móti einu og komust í 16-11. Síðustu þrettán mínútur fyrri hálfleiks skoraði Svíþjóð sjö mörk á móti þremur mörkum Þýskalands og var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Mattias Andersson, hinn magnaði markvörður sænska liðsins, var ósigrandi í markinu seinni hluta fyrri hálfleiks á meðan þýsku markverðirnir klukkuðu ekki bolta. Sveiflurnar héldu svo áfram með látum í seinni hálfleik, en hvað Dagur Sigurðsson sagði við sína menn inn í klefa hlýtur að vera rannsóknarefni. Dagur breytti varnarleiknum og Þjóðverjarnir mættu með látum inni í seinni hálfleik. Þeir skoruðu fimm af sex fyrstu mörkunum og jöfnuðu leikinn í 18-18 eftir fimm mínútur. Þýskaland skoraði ellefu mörk á móti þremur sænskum á fyrstu 15 mínútum seinni hálfleiks og komst fjórum mörkum yfir, 24-20. Átta marka sveifla. Spennan hélt þó áfram því Svíarnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í tvö mörk, 26-24, og aftur í 27-25 þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Dramatíkinni var ekki lokið því Christian Dissinger, stórskytta Þýskalands sem leikur með Kiel, fékk rautt spjald þegar fjórar mínútur voru eftir eftir brot á Viktor Östlund. Fredrik Petersen minnkaði muninn í eitt mark, 27-26, úr vítakastinu. Þjóðverjar voru þarna tveimur færri. Svíarnir náðu ekki að nýta refsitímann og fengu Þjóðverjar gullið tækifæri til að ganga frá leiknum þegar ein mínúta var eftir. Lærisveinar Dags unnu þá boltann í vörninni og fór skyttan Finn Lemke einn í gegn frá miðju. Honum tókst ekki að skora úr hraðaupphlaupinu, en Lemke þrumaði boltanum yfir markið. Svíar fóru því í lokasókn og gátu jafnað metin og tryggt sér eitt stig. Lukas Nilson tók lokaskotið í miklli neyð eftir að þýska vörnin stóð af sér árásir Svíanna. Skotið fór yfir markið og landaði Þýskaland ævintýralegum sigri, 27-26. Þýskaland er með tvö stig í C-riðli líkt og Svíþjóð, en Spánverjar eru á toppnum með þrjú stig og Slóvenar ekkert.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira