Ótækt að heilindi Vilhjálms skuli dregin í efa af starfsbróður hans Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. janúar 2016 07:00 Albert Guðmundsson Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ekki hafa haldið því fram á Sprengisandi að Hagar hafi haft aðkomu að áfengisfrumvarpi Vilhjálms Árnasonar. Kári segist hafa rekist á þingmann Sjálfstæðisflokksins á laugardaginn í Kringlunni og átt við hann samtal um frumvarpið. „Ég spurði hann hvort það væri virkilega svo að allur þingflokkurinn ætlaði að greiða með þessu heimskulega frumvarpi,“ segir Kári. „Þá sagði hann: „Nei, nei, ég hef ekki tekið afstöðu með þessu frumvarpi, þess utan voru það Hagar sem skrifuðu þetta frumvarp en ekki Vilhjálmur.“ Kári segir það ekki rétt líkt og komið hafi fram í fjölmiðlum að hann tryði þessari kenningu. „Ein af þeim ástæðum að ég gaf þessari kenningu þá virðingu mína að minnast á hana er sú að fleiri höfðu haldið þessu fram á þingi og Vilhjálmur fékk tækifæri til að svara þessu og hann gerði það ágætlega,“ segir hann. Kári segir kenninguna um Haga ekki röksemdir gegn frumvarpinu. „Hins vegar er það sem skiptir máli, að ef þetta frumvarp verður að lögum eykur það áfengisneyslu í íslensku samfélagi sem við höfum ekki efni á.“ Finnur Árnason, forstjóri Haga, sendi fjölmiðlum fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að Hagar hefðu ekki komið nálægt gerð frumvarpsins. Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar, undrast orð þessa þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Það er allt í góðu að fólk hafi sínar skoðanir á þessu en það er ótækt að þarna sé einhver starfsbróðir Vilhjálms að draga heilindi hans í efa, að vera á mála hjá einhverjum aðilum og koma hagsmunum þeirra á framfæri,“ segir Albert. Albert segir að þingmaðurinn sem um ræðir eigi að gera grein fyrir sér. „Ef hann er ósammála frumvarpinu þá viljum við endilega heyra hans sjónarmið og vita hvort það séu skiptar skoðanir í þingflokknum. Annars held ég nú að þingflokkurinn styðji þetta frumvarp heils hugar,“ segir hann.Kári Stefánsson segir frumvarpið koma til með að valda skaða sem við höfum ekki efni á.Fréttablaðið/GVAVilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins var einnig gestur í Sprengisandi og sagði sjálfan sig hafa samið frumvarpið ásamt nefndarritara Alþingis. Hann segir að fólk sem grípi til röksemdar af þeim toga sem kenningin um Haga er sé það orðið rökþrota í málinu. Hann vonast til að frumvarpið komist aftur á dagskrá þingsins en hann telur málið eiga lýðræðislega heimtingu á að komast í atkvæðagreiðslu. „Frumvarpið er fullrætt. það hefur fengið umræðu á tveimur þingum í röð og hefur fengið meiri umræðu en losun fjármagnshafta í hvort skipti. Fyrst að það er orðið fullrætt og öll sjónarmið komin fram hlýtur það að vera lýðræðisleg krafa að málið fari í atkvæðagreiðslu,“ segir Vilhjálmur. Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ekki hafa haldið því fram á Sprengisandi að Hagar hafi haft aðkomu að áfengisfrumvarpi Vilhjálms Árnasonar. Kári segist hafa rekist á þingmann Sjálfstæðisflokksins á laugardaginn í Kringlunni og átt við hann samtal um frumvarpið. „Ég spurði hann hvort það væri virkilega svo að allur þingflokkurinn ætlaði að greiða með þessu heimskulega frumvarpi,“ segir Kári. „Þá sagði hann: „Nei, nei, ég hef ekki tekið afstöðu með þessu frumvarpi, þess utan voru það Hagar sem skrifuðu þetta frumvarp en ekki Vilhjálmur.“ Kári segir það ekki rétt líkt og komið hafi fram í fjölmiðlum að hann tryði þessari kenningu. „Ein af þeim ástæðum að ég gaf þessari kenningu þá virðingu mína að minnast á hana er sú að fleiri höfðu haldið þessu fram á þingi og Vilhjálmur fékk tækifæri til að svara þessu og hann gerði það ágætlega,“ segir hann. Kári segir kenninguna um Haga ekki röksemdir gegn frumvarpinu. „Hins vegar er það sem skiptir máli, að ef þetta frumvarp verður að lögum eykur það áfengisneyslu í íslensku samfélagi sem við höfum ekki efni á.“ Finnur Árnason, forstjóri Haga, sendi fjölmiðlum fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að Hagar hefðu ekki komið nálægt gerð frumvarpsins. Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar, undrast orð þessa þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Það er allt í góðu að fólk hafi sínar skoðanir á þessu en það er ótækt að þarna sé einhver starfsbróðir Vilhjálms að draga heilindi hans í efa, að vera á mála hjá einhverjum aðilum og koma hagsmunum þeirra á framfæri,“ segir Albert. Albert segir að þingmaðurinn sem um ræðir eigi að gera grein fyrir sér. „Ef hann er ósammála frumvarpinu þá viljum við endilega heyra hans sjónarmið og vita hvort það séu skiptar skoðanir í þingflokknum. Annars held ég nú að þingflokkurinn styðji þetta frumvarp heils hugar,“ segir hann.Kári Stefánsson segir frumvarpið koma til með að valda skaða sem við höfum ekki efni á.Fréttablaðið/GVAVilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins var einnig gestur í Sprengisandi og sagði sjálfan sig hafa samið frumvarpið ásamt nefndarritara Alþingis. Hann segir að fólk sem grípi til röksemdar af þeim toga sem kenningin um Haga er sé það orðið rökþrota í málinu. Hann vonast til að frumvarpið komist aftur á dagskrá þingsins en hann telur málið eiga lýðræðislega heimtingu á að komast í atkvæðagreiðslu. „Frumvarpið er fullrætt. það hefur fengið umræðu á tveimur þingum í röð og hefur fengið meiri umræðu en losun fjármagnshafta í hvort skipti. Fyrst að það er orðið fullrætt og öll sjónarmið komin fram hlýtur það að vera lýðræðisleg krafa að málið fari í atkvæðagreiðslu,“ segir Vilhjálmur.
Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Sjá meira