Lög um opinber innkaup kosta hundruð milljóna við lyfjakaup Sveinn Arnarson skrifar 18. janúar 2016 07:00 Sjúkratryggingar Íslands vörðu rúmum fjórtán milljörðum króna í lyf á árinu 2013. Fréttablaðið/Vilhelm Íslenska ríkið gæti sparað hundruð milljóna króna á ári í lyfjakaupum ef Ísland tæki þátt í útboðum á lyfjum með öðrum þjóðum. Norðmenn náðu í fyrra að lækka verð á gigtarlyfjum um 70 prósent en við ráðstöfum um milljarði króna í sams konar lyf á hverju ári. Landspítalinn segir lög um opinber innkaup hamla því að hægt sé að taka þátt í útboðum með öðrum þjóðum. „Það hefur lengi verið í umræðunni að Íslendingar taki þátt í lyfjaútboðum með öðrum þjóðum en að svo stöddu hamla lög um opinber innkaup og lagaumhverfi í nágrannalöndunum því að svo geti orðið,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans. Lögum um opinber innkaup frá 2007 var breytt árið 2011. Þá var lögð til heimild til að bjóða út innkaup í öðru ríki í samstarfi við önnur ríki. Við þriðju og síðustu umræðu tillögunnar kom fram breytingartillaga frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Sigurði Kára Kristjánssyni sem Landspítalinn telur hamla því að hægt sé að fara í útboð með öðrum þjóðum. Breytingartillagan snýr að því að áður skuli liggja fyrir sérstakt samkeppnismat á útboði erlendis og skuli fjármálaráðuneyti leita eftir staðfestingu Samkeppniseftirlitsins á því samkeppnismati. Þessi breytingartillaga var samþykkt.Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans Fréttablaðið/ValliSjúkratryggingar Íslands vörðu rúmum fjórtán milljörðum króna í lyf samkvæmt ársreikningi stofnunarinnar fyrir árið 2013 og því er um stóran útgjaldalið fyrir hið opinbera að ræða. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir það skipta miklu máli að lækka lyfjakostnað ríkisins og vill beita sér í málinu. „Ég hef áður talað fyrir því, bæði hér á landi og við samstarfsráðherra mína á Norðurlöndum, að það sé mikilvægt að standa saman að útboðum til að lækka kostnað hins opinbera. Það er mikilvægt að breyta lögum um opinber innkaup svo að af þessu megi verða,“ segir Kristján Þór. Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir þessa grein laganna ekki vera eins hamlandi og hún líti út fyrir að vera í fyrstu. „Við höfum aðstoðað aðrar ríkisstofnanir við að fara í sameiginlegt útboð með öðrum þjóðum og það hefur gengið ágætlega. Það er mikilvægt að stofnanir láti reyna á þetta áður en þær ákveða að þetta hamli þeim í að spara fjármagn hins opinbera,“ segir Halldór. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira
Íslenska ríkið gæti sparað hundruð milljóna króna á ári í lyfjakaupum ef Ísland tæki þátt í útboðum á lyfjum með öðrum þjóðum. Norðmenn náðu í fyrra að lækka verð á gigtarlyfjum um 70 prósent en við ráðstöfum um milljarði króna í sams konar lyf á hverju ári. Landspítalinn segir lög um opinber innkaup hamla því að hægt sé að taka þátt í útboðum með öðrum þjóðum. „Það hefur lengi verið í umræðunni að Íslendingar taki þátt í lyfjaútboðum með öðrum þjóðum en að svo stöddu hamla lög um opinber innkaup og lagaumhverfi í nágrannalöndunum því að svo geti orðið,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans. Lögum um opinber innkaup frá 2007 var breytt árið 2011. Þá var lögð til heimild til að bjóða út innkaup í öðru ríki í samstarfi við önnur ríki. Við þriðju og síðustu umræðu tillögunnar kom fram breytingartillaga frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Sigurði Kára Kristjánssyni sem Landspítalinn telur hamla því að hægt sé að fara í útboð með öðrum þjóðum. Breytingartillagan snýr að því að áður skuli liggja fyrir sérstakt samkeppnismat á útboði erlendis og skuli fjármálaráðuneyti leita eftir staðfestingu Samkeppniseftirlitsins á því samkeppnismati. Þessi breytingartillaga var samþykkt.Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans Fréttablaðið/ValliSjúkratryggingar Íslands vörðu rúmum fjórtán milljörðum króna í lyf samkvæmt ársreikningi stofnunarinnar fyrir árið 2013 og því er um stóran útgjaldalið fyrir hið opinbera að ræða. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir það skipta miklu máli að lækka lyfjakostnað ríkisins og vill beita sér í málinu. „Ég hef áður talað fyrir því, bæði hér á landi og við samstarfsráðherra mína á Norðurlöndum, að það sé mikilvægt að standa saman að útboðum til að lækka kostnað hins opinbera. Það er mikilvægt að breyta lögum um opinber innkaup svo að af þessu megi verða,“ segir Kristján Þór. Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir þessa grein laganna ekki vera eins hamlandi og hún líti út fyrir að vera í fyrstu. „Við höfum aðstoðað aðrar ríkisstofnanir við að fara í sameiginlegt útboð með öðrum þjóðum og það hefur gengið ágætlega. Það er mikilvægt að stofnanir láti reyna á þetta áður en þær ákveða að þetta hamli þeim í að spara fjármagn hins opinbera,“ segir Halldór.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira