Veikar varnir á Íslandi gegn peningaþvætti Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 18. janúar 2016 07:00 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vill bæta úr veikum vörnum gegn peningaþvætti. „Við stöndum okkur ekki vel, það hafa komið athugasemdir um frammistöðuna. Við þurfum að bæta úr þessu og ætlum að gera það,“ segir Ólafur Þór Hauksson, nýsettur héraðssaksóknari. Athugasemdirnar sem Ólafur Þór vísar í eru gerðar af Financial Action Task Force sem Ísland er aðili að. Það er alþjóðlegur framkvæmdahópur sem gefur út tilmæli um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Peningaþvættisskrifstofa héraðssaksóknara tekur við tilkynningum á grunni laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Upplýsingarnar eru greindar og miðlað til viðeigandi yfirvalda. „Starfsemin fluttist yfir í sumar frá embætti ríkislögreglustjóra. Við bættum við tveimur starfsmönnum, Björn Halldórsson verður með skrifstofuna. Skrifstofan var séreining og verður það líka hér hjá embætti ríkissaksóknara, það er gerð rík krafa um það,“ segir Ólafur Þór Árið 2014 bárust ríkislögreglustjóra 453 peningaþvættistilkynningar frá tilkynningarskyldum aðilum. Samanlagðar fjárhæðir þeirra voru sex milljarðar króna. Árið 2011 voru tilkynningarnar 208, árið 2012 352 og árið 2013 voru þær 491. Fjórar tilkynningar frá erlendum peningaþvættisskrifstofum bárust 2014. Þá bárust 27 fyrirspurnir og önnur erindi frá Interpol og Egmont Group. Af fyrrnefndum 453 tilkynningum var 186 miðlað til lögreglu og embættis sérstaks saksóknara. Níu tilkynningar voru sendar til erlendra peningaþvættisskrifstofa. Algengust eru skattabrot og fjársvik, auðgunarbrot og fíkniefnamál. Í úttekt Financial Action Task Force á vörnum Íslands gegn peningaþvætti árið 2006 var lýst áhyggjum af virkni eftirlits. Ólafur Þór segir þessum alvarlegu athugasemdum ekki hafa verið fylgt nægilega eftir. Það standi til bóta. Hvað er peningaþvætti?Þegar einstaklingur eða lögaðili tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings með broti sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum eða öðrum lögum. Hér er einnig átt við það þegar einstaklingur eða lögaðili umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu, ráðstöfun eða flutning ávinnings eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af slíkum refsiverðum brotum. Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Sjá meira
„Við stöndum okkur ekki vel, það hafa komið athugasemdir um frammistöðuna. Við þurfum að bæta úr þessu og ætlum að gera það,“ segir Ólafur Þór Hauksson, nýsettur héraðssaksóknari. Athugasemdirnar sem Ólafur Þór vísar í eru gerðar af Financial Action Task Force sem Ísland er aðili að. Það er alþjóðlegur framkvæmdahópur sem gefur út tilmæli um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Peningaþvættisskrifstofa héraðssaksóknara tekur við tilkynningum á grunni laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Upplýsingarnar eru greindar og miðlað til viðeigandi yfirvalda. „Starfsemin fluttist yfir í sumar frá embætti ríkislögreglustjóra. Við bættum við tveimur starfsmönnum, Björn Halldórsson verður með skrifstofuna. Skrifstofan var séreining og verður það líka hér hjá embætti ríkissaksóknara, það er gerð rík krafa um það,“ segir Ólafur Þór Árið 2014 bárust ríkislögreglustjóra 453 peningaþvættistilkynningar frá tilkynningarskyldum aðilum. Samanlagðar fjárhæðir þeirra voru sex milljarðar króna. Árið 2011 voru tilkynningarnar 208, árið 2012 352 og árið 2013 voru þær 491. Fjórar tilkynningar frá erlendum peningaþvættisskrifstofum bárust 2014. Þá bárust 27 fyrirspurnir og önnur erindi frá Interpol og Egmont Group. Af fyrrnefndum 453 tilkynningum var 186 miðlað til lögreglu og embættis sérstaks saksóknara. Níu tilkynningar voru sendar til erlendra peningaþvættisskrifstofa. Algengust eru skattabrot og fjársvik, auðgunarbrot og fíkniefnamál. Í úttekt Financial Action Task Force á vörnum Íslands gegn peningaþvætti árið 2006 var lýst áhyggjum af virkni eftirlits. Ólafur Þór segir þessum alvarlegu athugasemdum ekki hafa verið fylgt nægilega eftir. Það standi til bóta. Hvað er peningaþvætti?Þegar einstaklingur eða lögaðili tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings með broti sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum eða öðrum lögum. Hér er einnig átt við það þegar einstaklingur eða lögaðili umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu, ráðstöfun eða flutning ávinnings eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af slíkum refsiverðum brotum.
Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Sjá meira