Ákvæði um þjóðkirkju ekki verið rætt af stjórnarskrárnefnd Una Sighvatsdóttir skrifar 17. janúar 2016 21:30 Páll Þórhallsson formaður stjórnarskrárnefndar segir að fyrst verði að sjá hvort nefndin komi sér saman um þau fjögur ákvæði sem sett voru í forgang, áður en ræddar verði breytingar á fleiri ákvæðum stjórnarskrár. Umræða um hvort ákvæði um þjóðkirkju verði í nýrri stjórnarskrá hefur ekki farið fram á vettvangi stjórnarskrárnefndar, en ný skoðanakönnun bendir til meirihlutastuðnings við aðskilnað ríkis og kirkju. Tafir verða á því að nefndin komi tillögum að stjórnarskrárbreytingum til Alþingis. Lagt var upp með því að stjórnarskrárnefnd myndi leggja til breytingar á stjórnarskrá tímanlega svo unnt verði að samþykkja frumvarp þess efnis á þessu kjörtímabili. Nefndin hafði því sett sér það markmið að skila tillögum til forsætisráðherra áður en Alþingi kemur saman að nýju. Nú er ljóst að svo verður ekki því þingstörf hefjast á þriðjudag en nefndin hefur enn ekki náð samkomulagi. Páll Þórhallsson formaður stjórnarskrárnefndar sagðist í samtali við fréttastofu ekki vilja tilgreina um hvaða atriði mestur ágreiningur væri. Málið væri á viðkvæmu stigi en enn væri þó stefnt að því að skila tillögum sem fyrst. Næsti fundur hefur ekki verið boðaður.Í könnun Siðmenntar reyndust fleiri vera hlynntir því að núverandi ákvæði um þjóðkirkju yrði fellt út úr stjórnarskrá.Misvísandi niðurstöður um afstöðu til aðskilnaðar Fjögur mál eru í forgangi hjá nefndinni, það er þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskrifta, auðlindir, umhverfisvernd og framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu. Aðrir liðir stjórnarskrár voru sett til hliðar að svo stöddu og segir Páll að ekki sé tímabært að taka þá til umræðu að svo stöddu. Þar á meðal er ákvæðið um þjóðkirkju á Íslandi. Í nýrri könnun Siðmenntar kemur fram að fleiri eru hlynntir (47,7%) því en andvígir (29,7%) að ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi verði fellt út úr stjórnskrá. Þá eru allmargir (22,6%) sem láta sig það engu varða hvort þjóðkirkja sé nefnd í stjórnarskrá eður ei. Spurt var: „Í 62. grein stjórnarskrárinnar er kveðið á um að hin evangelíska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi og að ríkisvaldið skuli að því leyti styðja hana og vernda. Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að þetta ákvæði verði fellt út úr stjórnarskránni.Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs árið 2012 sagðist rúmur helmingur vilja hafa ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá.Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka afstöðu eru því á bilinu 61-62% hlynnt því að taka ákvæðið um þjóðkirkjuna út. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs árið 2012 var hlutfallið jafnara en fleiri (51,15) sögðust þá vilja sjá þjóðkirkju nefnda í stjórnarskrá en ekki (38,3%). Þá var orðalag spurningarinnar þó ekki eins nákvæmt. Spurt var: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?" en ekki tilgreint hvernig það ákvæði ætti að hljóma.Katrín Jakobsdóttir segir að ákvæði um þjóðkirkju sé eitt af því sem þurfi að ræða í tengslum við endurnýjaða stjórnarskrá.Umdeilt mál sem þarf að ræða Bæði Vinstri græn og Samfylkingin hafa ályktað um að stefnt skuli að aðskilnaði ríkis og kirkju. Katrín Jakobsdóttir á sæti í stjórnarskrárnefnd. Hún segist líta svo á að þótt fjögur ákvæði stjórnarskrár séu í forgangi hjá nefndinni, þá bíði mikið verkefnið því öll stjórnarskráin undir áður en yfir lýkur, þar á meðal ákvæði um þjóðkirkju sem hafi verið töluvert umdeilt og þurfi því greinilega að ræða. „Þessi skoðanakönnun sýnir auðvitað að þetta er eitt af þeim málum sem er mjög mikilvægt að taka til umræðu, bæði meðal almennings og á vettvangi stjórnmálanna," segir Katrín. „Þetta er líka eitt af því sem ég tel mjög mikilvægt að, ef sett verði nýtt ákvæði um þessi mál í stjórnarskrá, þá verði það ekki samþykkt bara með gamla laginu heldur að við breytum breytingarákvæði stjórnarskrárinnar varanlega og allar breytingar fari bæði fyrir þing og þjóð." Tengdar fréttir Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd: „Það er verið að framleiða nýjan ágreining“ Fulltrúi minnihlutans í stjórnarskrárnefnd segir það í höndum meirihlutans að ákveða hvort samkomulag náist. 15. janúar 2016 10:45 Ágreiningur um heimild til að kalla eftir þjóðaratkvæði um þingsályktunartillögur „Viðkvæm staða,“ segir formaður stjórnarskrárnefndar. 15. janúar 2016 13:32 Telja þörf á meiri og dýpri umræðu um líknardráp hér á landi Meirihluti svarenda í könnun Siðmenntar kveðst hlynntur líknardrápi. Um flókið siðferðilegt álitaefni er að ræða segir forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. 15. janúar 2016 09:15 Unga fólkið hafnar sköpunarsögunni Í nýrri skoðanakönnun kemur fram að yfirgnæfandi hlutfall Íslendinga styður líknandi dauða. Trúuðu fólki fer fækkandi og meirihluti er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Framkvæmdastjóri Siðmenntar segir að hópar veraldlega þenkjandi fólks fari vaxandi. 14. janúar 2016 07:00 Meirihluti svarenda í könnun Siðmenntar hlynntur líknandi dauða Siðmennt segir að sú staðhæfing að íslenska þjóðin sé kristin þjóð ekki í samræmi við niðurstöðu könnunarinnar. 13. janúar 2016 17:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Umræða um hvort ákvæði um þjóðkirkju verði í nýrri stjórnarskrá hefur ekki farið fram á vettvangi stjórnarskrárnefndar, en ný skoðanakönnun bendir til meirihlutastuðnings við aðskilnað ríkis og kirkju. Tafir verða á því að nefndin komi tillögum að stjórnarskrárbreytingum til Alþingis. Lagt var upp með því að stjórnarskrárnefnd myndi leggja til breytingar á stjórnarskrá tímanlega svo unnt verði að samþykkja frumvarp þess efnis á þessu kjörtímabili. Nefndin hafði því sett sér það markmið að skila tillögum til forsætisráðherra áður en Alþingi kemur saman að nýju. Nú er ljóst að svo verður ekki því þingstörf hefjast á þriðjudag en nefndin hefur enn ekki náð samkomulagi. Páll Þórhallsson formaður stjórnarskrárnefndar sagðist í samtali við fréttastofu ekki vilja tilgreina um hvaða atriði mestur ágreiningur væri. Málið væri á viðkvæmu stigi en enn væri þó stefnt að því að skila tillögum sem fyrst. Næsti fundur hefur ekki verið boðaður.Í könnun Siðmenntar reyndust fleiri vera hlynntir því að núverandi ákvæði um þjóðkirkju yrði fellt út úr stjórnarskrá.Misvísandi niðurstöður um afstöðu til aðskilnaðar Fjögur mál eru í forgangi hjá nefndinni, það er þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskrifta, auðlindir, umhverfisvernd og framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu. Aðrir liðir stjórnarskrár voru sett til hliðar að svo stöddu og segir Páll að ekki sé tímabært að taka þá til umræðu að svo stöddu. Þar á meðal er ákvæðið um þjóðkirkju á Íslandi. Í nýrri könnun Siðmenntar kemur fram að fleiri eru hlynntir (47,7%) því en andvígir (29,7%) að ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi verði fellt út úr stjórnskrá. Þá eru allmargir (22,6%) sem láta sig það engu varða hvort þjóðkirkja sé nefnd í stjórnarskrá eður ei. Spurt var: „Í 62. grein stjórnarskrárinnar er kveðið á um að hin evangelíska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi og að ríkisvaldið skuli að því leyti styðja hana og vernda. Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að þetta ákvæði verði fellt út úr stjórnarskránni.Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs árið 2012 sagðist rúmur helmingur vilja hafa ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá.Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka afstöðu eru því á bilinu 61-62% hlynnt því að taka ákvæðið um þjóðkirkjuna út. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs árið 2012 var hlutfallið jafnara en fleiri (51,15) sögðust þá vilja sjá þjóðkirkju nefnda í stjórnarskrá en ekki (38,3%). Þá var orðalag spurningarinnar þó ekki eins nákvæmt. Spurt var: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?" en ekki tilgreint hvernig það ákvæði ætti að hljóma.Katrín Jakobsdóttir segir að ákvæði um þjóðkirkju sé eitt af því sem þurfi að ræða í tengslum við endurnýjaða stjórnarskrá.Umdeilt mál sem þarf að ræða Bæði Vinstri græn og Samfylkingin hafa ályktað um að stefnt skuli að aðskilnaði ríkis og kirkju. Katrín Jakobsdóttir á sæti í stjórnarskrárnefnd. Hún segist líta svo á að þótt fjögur ákvæði stjórnarskrár séu í forgangi hjá nefndinni, þá bíði mikið verkefnið því öll stjórnarskráin undir áður en yfir lýkur, þar á meðal ákvæði um þjóðkirkju sem hafi verið töluvert umdeilt og þurfi því greinilega að ræða. „Þessi skoðanakönnun sýnir auðvitað að þetta er eitt af þeim málum sem er mjög mikilvægt að taka til umræðu, bæði meðal almennings og á vettvangi stjórnmálanna," segir Katrín. „Þetta er líka eitt af því sem ég tel mjög mikilvægt að, ef sett verði nýtt ákvæði um þessi mál í stjórnarskrá, þá verði það ekki samþykkt bara með gamla laginu heldur að við breytum breytingarákvæði stjórnarskrárinnar varanlega og allar breytingar fari bæði fyrir þing og þjóð."
Tengdar fréttir Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd: „Það er verið að framleiða nýjan ágreining“ Fulltrúi minnihlutans í stjórnarskrárnefnd segir það í höndum meirihlutans að ákveða hvort samkomulag náist. 15. janúar 2016 10:45 Ágreiningur um heimild til að kalla eftir þjóðaratkvæði um þingsályktunartillögur „Viðkvæm staða,“ segir formaður stjórnarskrárnefndar. 15. janúar 2016 13:32 Telja þörf á meiri og dýpri umræðu um líknardráp hér á landi Meirihluti svarenda í könnun Siðmenntar kveðst hlynntur líknardrápi. Um flókið siðferðilegt álitaefni er að ræða segir forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. 15. janúar 2016 09:15 Unga fólkið hafnar sköpunarsögunni Í nýrri skoðanakönnun kemur fram að yfirgnæfandi hlutfall Íslendinga styður líknandi dauða. Trúuðu fólki fer fækkandi og meirihluti er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Framkvæmdastjóri Siðmenntar segir að hópar veraldlega þenkjandi fólks fari vaxandi. 14. janúar 2016 07:00 Meirihluti svarenda í könnun Siðmenntar hlynntur líknandi dauða Siðmennt segir að sú staðhæfing að íslenska þjóðin sé kristin þjóð ekki í samræmi við niðurstöðu könnunarinnar. 13. janúar 2016 17:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd: „Það er verið að framleiða nýjan ágreining“ Fulltrúi minnihlutans í stjórnarskrárnefnd segir það í höndum meirihlutans að ákveða hvort samkomulag náist. 15. janúar 2016 10:45
Ágreiningur um heimild til að kalla eftir þjóðaratkvæði um þingsályktunartillögur „Viðkvæm staða,“ segir formaður stjórnarskrárnefndar. 15. janúar 2016 13:32
Telja þörf á meiri og dýpri umræðu um líknardráp hér á landi Meirihluti svarenda í könnun Siðmenntar kveðst hlynntur líknardrápi. Um flókið siðferðilegt álitaefni er að ræða segir forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. 15. janúar 2016 09:15
Unga fólkið hafnar sköpunarsögunni Í nýrri skoðanakönnun kemur fram að yfirgnæfandi hlutfall Íslendinga styður líknandi dauða. Trúuðu fólki fer fækkandi og meirihluti er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Framkvæmdastjóri Siðmenntar segir að hópar veraldlega þenkjandi fólks fari vaxandi. 14. janúar 2016 07:00
Meirihluti svarenda í könnun Siðmenntar hlynntur líknandi dauða Siðmennt segir að sú staðhæfing að íslenska þjóðin sé kristin þjóð ekki í samræmi við niðurstöðu könnunarinnar. 13. janúar 2016 17:00