Hótelið sem EHF valdi fyrir fjölmiðlamenn hefur ekki slegið í gegn. Hundagelt og takmörkuð þjónusta er á meðal þess sem einkennir hótelið.
Þetta er bæði tveggja og þriggja stjörnu hótel. Kvöldið sem íslenskir fjölmiðlamenn mættu á svæðið þá lak vatn yfir allan matsalinn og barsvæðið.
Á hæðinni þar sem einn íslenskur fjölmiðlamaður gistir eru tveir hundar í sitt hvoru herberginu. Þeir gelta því á hvorn annan og láta hraustlega í sér heyra. Það þykir vera eðlilegt á þessu hóteli.
Er fjölmiðlamenn klára sínar vaktir á kvöldin er búið að loka eldhúsinu og internetið er þess utan lítið til að hrópa húrra fyrir.
Þó nokkrir norskir fjölmiðlamenn hafa fengið nóg og eru fluttir á annað hótel. Íslensku fjölmiðlarnir munu aftur á móti klára vistina.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
Norðmenn flýja fjölmiðlahótelið

Tengdar fréttir

Snorri: Tek bekkjarsetunni eins og maður
Snorri Steinn Guðjónsson mátti sætta sig við að vera mikið á bekknum í gær.

Ólafur inn fyrir Kára Kristján
Aron Kristjánsson hefur nú þegar gert breytingu á íslenska landsliðshópnum á EM.

Gummi og danska landsliðið tóku Rússa
Danir og Rússar mættust á Evrópumótinu í Póllandi í kvöld og var leikurinn spennandi en honum lauk með sigri lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Danmörku, 31-25.

Mögnuð stund: Strákarnir okkar og íslensku stuðningsmennirnir tóku „Ég er kominn heim“
Stuðningsmenn íslenska handboltalandsliðsins eru farnir að vekja athygli í Póllandi en í gærkvöldi tók hópurinn lagið Ég er kominn heim með Óðni Valdimarssyni til heiðurs strákunum okkar.

Alexander stoppaði Norðmenn níu sinnum
Alexander Petersson átti flottan leik í vörn íslenska liðsins í sigrinum á Noregi í fyrsta leik liðsins á EM í Póllandi.

Handvarpið: "Það þarf að tryggja úlnliðinn á Aroni Pálmarssyni“
Sigri á Norðmönnum var fagnað í þriðja þætti Handvarpsins, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta.